Fréttablaðið - 29.05.2005, Qupperneq 29
7
ATVINNA
Starfsmenn í mötuneyti
- heilsársstörf hjá IGS 2005
Flugþjónustan Keflavíkur-
flugvelli ehf., IGS, sem
stofnsett var 1. janúar 2001,
býður viðskiptavinum sínum,
íslenskum og erlendum
flugfélögum, upp á alla
flugtengda flugvallarþjónustu
við flugfélög og farþega á
Keflavíkurflugvelli.
Félagið er eitt af dóttur-
félögum FL Group. Hjá
fyrirtækinu starfa að jafnaði
um 400 starfsmenn og þar er
rekin markviss starfsþróunar-
og símenntunarstefna.
Viljum ráða fólk í lítið mötuneyti á Reykjavíkur-
flugvelli. Um er að ræða mötuneyti með að jafnaði
50-60 manns í mat á daginn en færri á kvöldin.
Vinnufyrirkomulag er vaktarvinna.
Helstu verkefni:
• Bera fram og sjá um heita rétti, súpu/brauð
og salatbar í starfsmannamötuneyti.
• Þrif á matsal, áhöldum og snyrtiaðstöðu sem fylgir
mötuneytinu.
• Taka á móti flugvélamat, utanumhald og gera
matarvagna tilbúna fyrir flug.
• Tvær máltíðir á dag. Hádegismatur og kvöldmatur
alla daga vikunnar.
Áhersla er lögð á snyrtimennsku, þjónustulund, hæfni
í mannlegum samskiptum, reglusemi, stundvísi og
árvekni. Viðkomandi þarf að hefja störf sem fyrst.
Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á vefsíðu okkar,
www.igs.is, nánari upplýsingar fást hjá starfsmanna-
þjónustu IGS í síma 425 0230.
Einnig veitir deildarstjóri flugeldhúss upplýsingar
í síma 864 7161.
Umsóknir berist ekki síðar en 6. júní 2005.
Matreiðslumaður
Flugþjónustan Keflavíkurflugvelli ehf. (IGS) vill ráða
matreiðslumann í flugeldhús. Leitað er að góðum og
jákvæðum liðsmanni í öflugan hóp.
Staðan er laus og þarf viðkomandi að geta hafið störf
sem fyrst.
Hæfniskröfur:
• Réttindi og reynsla.
• Góð íslensku- og enskukunnátta.
• Góð tölvukunnátta.
• Góð þekking á birgðakerfum og birgðastýringu.
• Öguð, skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð.
• Hæfni í mannlegum samskiptum.
• Útsjónarsemi og heiðarleiki.
Umsóknir berist starfsmannaþjónustu IGS,
Fraktmiðstöð IGS, byggingu 11,
235 Keflavíkurflugvelli, fyrir 6. júní 2005.
Hægt að senda ferliskrá á: svala@igs.is
Einnig veitir deildarstjóri flugeldhúss upplýsingar
í síma 864 7161.
Gerðaskóli - Garðbraut 90, Garði
Sérkennarar
Laus er til umsóknar er 100% staða sérkennara sem
einnig yrði fagstjóri í sérkennslu. Að auki er laus 75 %
staða sérkennara.
Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 4227020
Óskum eftir að ráða í nokkur störf
bifreiðarstjóra með rútupróf.
Um er að ræða bæði framtíðarstarf
og sumarafeysingar.
Góð tungumálakunnátta æskileg.
Nánari upplýsingar gefur Rúnar í síma: 540 1303 /
660 1303 eða netfang: runar@iea.is
Iceland Excursions Allrahanda er alhliða
ferðaþjónustufyrirtæki og ferðaskrifstofa í örum vexti.
Fyrirtækið kappkostar að veita góða og persónulega
þjónustu við ferðamenn á Íslandi.
Við leitum að drífandi einstaklingum sem vilja verða hluti
af skemmtilegum hóp í góðu starfsumhverfi.
ATVINNUTÆKIFÆRI
Vegna mikillar vinnu vantar okkur miðlungsstóra
kassabíla með lyftu. Umsóknareyðublöð á staðnum.
Sendibílastöð Kópavogs
Skemmuvegi 50 Kópavogi