Fréttablaðið - 29.05.2005, Page 30

Fréttablaðið - 29.05.2005, Page 30
8 ATVINNA FORSTJÓRI SAMKEPPNISEFTIRLITSINS Á n‡li›nu vorflingi voru samflykkt á Alflingi n‡ sam- keppnislög, nr. 44/2005. Samkvæmt fleim er Sam- keppnisstofnun lög› ni›ur og verkefni hennar fær› til n‡rra stofnana, Samkeppniseftirlitsins og Neytenda- stofu. Gildistaka laganna er 1. júlí næstkomandi. firiggja manna stjórn skipu› af vi›skiptará›herra fer me› yfirstjórn Samkeppniseftirlitsins. Hún hefur m. a. fla› hlutverk a› undirbúa gildistöku laganna og rá›a forstjóra Samkeppniseftirlitsins. Stjórn Samkeppniseftirlitsins augl‡sir hér me› starf forstjóra Samkeppniseftirlitsins laust til umsóknar. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins annast daglega stjórnun á starfsemi og rekstri stofnunarinnar. Forstjóri ræ›ur starfsmenn stofnunarinnar. Forstjóri skal hafa menntun á háskólastigi og búa yfir ví›tækri flekkingu og reynslu á svi›i samkeppnismála. fiá flarf forstjóri a› hafa stjórnunarreynslu og æskilegt er a› hann hafi flekkingu á opinberri stjórns‡slu. Forstjóri flarf a› s‡na frumkvæ›i í starfi og lipur› í mannlegum samskipum. Launakjör eru samkvæmt ákvör›un stjórnar Samkeppnis- eftirlitsins. Æskilegt er a› forstjóri geti hafi› störf sem fyrst. Nánari uppl‡singar veitir Gylfi Magnússon, forma›ur stjórnar Samkeppniseftirlitsins, í síma: 525 45 72. Umsóknir, ásamt ítarlegum uppl‡singum um menntun og starfsferil, skulu hafa borist fyrir kl. 16:00 9. júní nk. til Gylfa Magnússonar, formanns stjórnar, Mi›braut 10, 170 Seltjarnarnesi. Öllum umsóknum um starfi› ver›ur svara› flegar ákvör›un um rá›ningu hefur veri› tekin. Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar Störf í skólum LEIKSKÓLAR Hvammur (565 0499, hvammur@hafnarfjordur.is) Leikskólakennari Leikskólasérkennari í ákveðið verkefni GRUNNSKÓLAR Hvaleyrarskóli ( s. 664 5870, helga@hvaleyrarskoli.is) Námsráðgjafi Bókasafnsfræðingur Almenn kennsla Víðistaðaskóli (s. 595 5800/664 5890, sigurdur@vidistadaskoli.is, annakr@vidistadaskoli.is) Heimilisfræðikennsla, mjög góð aðstaða Öldutúnsskóli (s. 555 1546, herla@oldutunsskoli.is, gijon@oldutunsskoli.is, maria@oldutunsskoli.is) Skólaritari Helstu verkefni eru almenn skrifstofustörf, upplýsingamiðlun og bókhald. Góð íslenskukunnátta og tölvukunnátta nauðsynleg en auk þess jákvætt hugarfar og hæfni í mannlegum samskiptum. Starfsmaður þarf að geta hafið störf 1. ágúst. TÓNLISTARSKÓLI (555 2704/664 5882, tonhaf@ismennt.is) Aðstoðarmaður á skrifstofu (50%) Vinnutími er frá kl. 13 – 17. Allar upplýsingar veita skólastjórar viðkomandi skóla. Umsóknarfrestur er til 9. júní. Fræðslustjórinn í Hafnarfirði Er þú ert til í að vinna með góðu og hressu fólki, þá vantar okkur duglegt og samviskusamt fólk í þjónustu í sumar. Einnig aðstoð í eldhúsi ofl. Nuno tekur við fyrirspurnum í síma 551 2344, virka daga milli 15 & 17. Vantar fólk Heilsa og fegurð vantar vanan naglafræðing sem fyrst í 50% til 100% starf. Upplýsingar gefur Linda í síma 899-8090. Have you worked in a kitchen? If so, a competent restaurant is looking for 3 workers: Helping cook, dishwasher and a kitchen cleaner. Experience needed. If you have the adequate skills and interest, call tel. 696 9624 between 16h and 18h. Sölustjórinn þarf alltaf að vera á tánum Hulda Helgadóttir er sölu- stjóri Office1. Henni líkar vel í vinnunni en í frítímanum er hún með fjölskyldu og vinum. „Mér líkar mjög vel í þessu starfi. Fyrirtækið gengur vel og það er gaman. Það er spennandi að fá að taka þátt í að byggja upp fyrirtæki frá upphafi með svona kraftmikl- um stjórnendum og starfsfólki,“ segir Hulda sem hefur starfað sem sölustjóri Office1 í tæpt ár. Starf Huldu er fjölbreytt og skemmtilegt og henni leiðist ekki í vinnunni. „Office1 opnaði hér á landi árið 2001 og er í eigu Dags Group. Þegar ég kom til starfa var fyrirtækið tiltölulega nýtt og verk- efnin öðruvísi. Nú höfum við kom- ið okkur á kortið og getum sinnt nýjum og spennandi verkefnum. Undanfarið höfum við sótt í okkur veðrið á fyrirtækjamarkaði og mitt helsta verkefni hefur verið að byggja upp fyrirtækjasviðið frá A til Ö. Það er skemmtilegt verkefni og margt sem felst í því. Við þurf- um að bjóða upp á góðar vörur og sinna þörfum viðskiptavina. Ég hef líka tekið þátt í því að fá gott starfsfólk til okkar og þjálfa það á fyrirtækjasviðinu. Hér er frábært starfsfólk sem hefur átt stóran þátt í velgengninni,“ segir Hulda. Office1 er alþjóðlegt fyrirtæki með starfsemi í 24 löndum. Hulda segir að erlenda samstarfið geri starfið enn skemmtilegra og það sé gaman að kynnast starfseminni í öðrum löndum. „Office1 er til dæmis með verslanir í mörgum löndum Austur-Evrópu og það er gaman að taka þátt í samstarfi við þá og kynnast nýrri menningu í gegnum vinnuna. Vinnudagurinn hjá Huldu er sjaldan eins. „Ég fer mikið og hitti fólk. Er með kynningar og fundi í fyrirtækjum og sé til þess að þjón- usta okkar sé til fyrirmyndar. Það er nóg að gera og ég er alltaf á tán- um. Starf sölustjórans krefst skipulagni og heildarsýnar og það þarf að huga að öllum þáttum. Hvernig við sækjum á markaðinn, hvernig við kynnum okkur, hvaða þjónustu við veitum og þar fram eftir götunum. Sem sölustjóri þarf ég líka að vera vakandi fyrir sam- keppninni og þekkja verð og þjón- ustu annarra á markaðnum,“ segir Hulda. Office1 býður upp á heildar- lausnir fyrir fyrirtæki og stofnanir og selur allt frá tölvubúnaði og skrifstofuhúsgögnum niður í strokleður og reglustikur. Fyrir- tækjaþjónusta er í boði fyrir allt landið en Office1 er með útibú í Reykjavík, á Akureyri og Egils- stöðum. Það má því segja að fyrir- tækið sé í sókn og Hulda segir afar skemmtilegt að taka þátt í þróun- inni. „Þetta er skapandi fyrirtæki og við erum að gera margt nýtt. Við erum HP-partner á Íslandi og erum með umboð fyrir þýskar ljósritun- arvélar frá Triumph-Adler sem eru að koma sterkar inn. Við erum líka nýlega byrjuð að selja tímarit og það vakti töluverða athygli.“ ■ Hulda er ánægð í starfi og segir Office1 vera góðan vinnustað með frábæru starfsfólki.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.