Fréttablaðið - 29.05.2005, Blaðsíða 31
9ATVINNA
9
Frístundamiðstöðin Tónabær óskar eftir að ráða
umsjónarmann við frístundaheimilið Laugarsel
í Laugarnesskóla.
Frístundamiðstöðin Miðberg óskar eftir að ráða
umsjónarmann við frístundaheimili í Breiðholti.
Ábyrgðarsvið umsjónarmanns
Umsjón með frístundaheimilinu, ásamt öðrum
verkefnum tengdum tómstundastarfi í hverfinu
Menntunar og/eða hæfniskröfur:
Háskólamenntun á uppeldissviði eða önnur
sambærileg menntun
Góð almenn tölvukunnátta
Góð reynsla af starfi með börnum
Áhugi á frítímauppeldi/frístundastarfi
Skipulögð og fagleg vinnubrögð
Hæfni í mannlegum samskiptum
Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
Að vera fær um að skapa liðsheild í starfsmannahópi
Umsóknarfrestur um ofangreind störf
er til 9. júní næstkomandi.
Umsóknir sendist á Íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkur-
borgar, Fríkirkjuvegi 11, 101 Reykjavík.
Umsjónarmenn þurfa að geta hafið störf 15. ágúst.
Nánari upplýsingar veita Kolbrún Þ. Pálsdóttir í Tónabæ,
s: 510 8800 og Sóley Tómasdóttir í Miðbergi, s: 557 3550.
Frístundaleiðbeinendur/ráðgjafar og
stuðningsfulltrúar á frístundaheimili
Frístundamiðstöðvar ÍTR óska eftir að ráða frístunda-
leiðbeinendur/ráðgjafa og stuðningsfulltrúa á frístunda-
heimilin í Reykjavík fyrir næsta skólaár. Um er að ræða
30-50% stöður eftir hádegi virka daga.
Umsækjendur þurfa að vera orðnir 20 ára.
Menntunar og/eða hæfniskröfur:
Stúdentspróf eða önnur sambærileg menntun
(frístundaráðgjafar þurfa að hafa háskólamenntun)
Góð reynsla af starfi með börnum
Áhugi á frítímauppeldi/frístundastarfi
Hæfni í mannlegum samskiptum
Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
Í sumum tilfellum krefst starf stuðningsfulltrúa þess
að hann kunni táknmál, tákn með tali eða hafi reynslu
af vinnu með einhverfum
Hægt er að sækja um störf frístundaleiðbeinenda/ráðgjafa
og stuðningsfulltrúa á heimasíðunni www.itr.is. Nánari
upplýsingar og umsóknareyðublöð má einnig nálgast á
skrifstofu ÍTR, Fríkirkjuvegi 11 og á frístundamiðstöðvunum
í hverfum borgarinnar.
Laun eru skv. Kjarasamningi Reykjavíkurborgar við
Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar.
Frístundaheimili ÍTR bjóða upp á fjölbreytt tómstundastarf fyrir 6-9 ára
börn þegar hefðbundnum skóladegi lýkur. Leiðarljós frístundaheimil-
anna er að hver einstaklingur fái að njóta sín og þroska félagslega færni í
samskiptum í gegnum leik og starf. Frístundaheimili eru starfrækt við
alla grunnskóla Reykjavíkurborgar.
•
•
•
•
•
•
•
•
•
•
•
•
•
•
Laus störf hjá Íþrótta- og tómstundasviði
Reykjavíkurborgar næsta vetur
Umsjónarmenn frístundaheimila
Alcoa Fjarðaál og Tækniháskólinn í Þrándheimi hafa stofnað til samstarfs sem
veitir tveimur einstaklingum á vegum Alcoa Fjarðaáls tækifæri til meistaranáms
í verkfræði léttmálmframleiðslu. Um er að ræða tveggja ára nám sem hefst
haustið 2005 og lýkur með MSc gráðu vorið 2007. Viðkomandi einstaklingar
hljóta námsstuðning frá Alcoa Fjarðaáli og koma að loknu námi til starfa hjá
fyrirtækinu.
Tækniháskólinn í Þrándheimi (Norges teknisk- naturvitenskapelige universitet)
hefur um árabil unnið að uppbyggingu náms á þessu sviði og skapað sér
sérstöðu með haldgóðri þekkingu á léttmálmframleiðslu. Skólinn nýtur góðs af
nábýli við öflug málmframleiðslufyrirtæki og góðum alþjóðlegum tengslum.
Námið er krefjandi og skapar margvísleg tækifæri.
Við leitum að hæfum einstaklingum sem hafa metnað til að sérhæfa sig í og
takast á við krefjandi störf í þessari ört vaxandi atvinnugrein. Áhugasamir
umsækjendur skulu hafa lokið BS-prófi með framúrskarandi árangri í einni af
eftirtöldum greinum: verkfræði, málmfræði, efnisfræði, eðlisfræði eða efna-
fræði. Umsækjendur verða jafnframt metnir samkvæmt almennum
hæfniskröfum Alcoa Fjarðaáls til starfsmanna.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Alcoa Fjarðaáls, www.alcoa.is.
Fyrirspurnum má beina til Steinþórs Þórðarsonar í síma 470 7700 eða netfang
Steinthor.Thordarson@alcoa.com. Umsóknir skulu vera á sérstökum eyðu-
blöðum sem panta má með tölvupósti á netfangið fjardaal@alcoa.com og
ber að skila þeim á sama stað eða á skrifstofu fyrirtækisins að Búðareyri 3,
730 Reyðarfirði. Umsóknarfrestur er til og með 7. júní 2005.
Búðareyri 3
730 Reyðarfjörður
Sími 470 7700
www.alcoa.is
Styrkur til meistaranáms
í verkfræði léttmálmframleiðslu
Leyndarmál
léttmálmsins
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
A
LC
2
84
64
05
/2
00
5
VÉLRÁS
Bifreiða- og vélaverkstæði
Óskum eftir vönum mönnum til við-
gerða á þungavinnuvélum og vörumbíl-
um. Einnig vantar járnsmiði.
Mikil vinna framundan.
Upplýsingar í síma 555-6670
Byggingatæknifræðingur
Byggingatæknifræðingur og húsmíðameistari,
með 7-8 ára starfsreynslu við bygginga- og jarðvinnueftir-
lit, kostnaðaráætlanir, tilboðsgerð og almenna verktaka-
þjónustu, óskar eftir föstu starfi eða verkefnum.
Áhugasamir sendi inn upplýsingar á ipp@simnet.is.
Sölumenn óskast
Röskir sölumenn óskast til að selja FRIENDLY ROBOT-
ICS sláttuvélar, TRIUMPH mótorhjól og skyldar vörur.
Upplýsingar alla daga í síma 566-8862 & 892-0999.
Krossgötur ehf.
Flúðaskóli
Hrunamannahreppi
Kennarar!
Kennara vantar í ensku, tónmennt og íþróttir.
Hrunamannahreppur er ört vaxandi sveitarfélag í
uppsveitum Árnessýslu. Hér búa tæplega 800
íbúar þar af uþb. 300 á Flúðum sem er gróinn og
veðursæll staður um 100 km frá Reykjavík. Hér er
öflugt félagslíf, öll nauðsynleg þjónusta innan
seilingar s.s. kjörbúð, banki, sundlaug , hótel og
nýbyggður leikskóli.
Í Flúðaskóla eru 190 nemendur frá 1. upp í 10.
bekk. Helstu áhersluþættir hafa verið fjölgreindar-
kenning Gardners og ìLesið í skóginnî.
Upplýsingar veitir Ragnhildar Birgisdóttir, aðstoð-
arskólastjóra í síma 480 6612 og 863 6416, net-
fang dilla@fludaskoli.is. Einnig veitir upplýsingar
Guðjón Árnason, skólastjóri í síma 480 6611 og
891 8301, netfang garn@fludaskoli.is
Umsóknarfrestur er til 5. júní nk.