Fréttablaðið - 29.05.2005, Síða 32

Fréttablaðið - 29.05.2005, Síða 32
ATVINNA 10 SINDRA-STÁL SKRIFSTOFUSTÖRF Sindra-Stál hf leitar að dugmiklu starfsfólki til skrifstofustarfa. Tollafulltrúi Óskum að ráða starfsmann í innkaupadeild. Starfið felst í toll- skýrslugerð, birgðabókhaldi og aðstoð við sölufulltrúa vegna innkaupa og sölu. Leitum að starfsmanni með reynslu á þessu sviði og góða þekkingu á Navision. Hlutastarf kemur til greina. Innheimtufulltrúi Óskum einnig eftir að ráða starfsmann í fjármáladeild við inn- heimtu og almenn skrifstofustörf. Reynsla af bókhalds- og inn- heimtustörfum nauðsynleg og þekking á Navision. Hlutastarfs kemur til greina. Upplýsingar veitir Örn Gylfason, fjármálastjóri og@sindri.is sem jafnframt tekur á móti umsóknum. Markmið Sindra-Stáls hf er að þjóna íslenskum fyrirtækjum með fjölbreytt vöruval af stáli og málmum og bjóða upp á úrval af vélum og tækjum í hæsta gæðaflokki. Skrifstofur félagsins eru í Klettagörðum 12 í Sundahöfn, en þar er einnig stálbirgðastöð og þjónustuverkstæði. Sindri rekur iðnaðarmannaverslanir í Reykjavík, Hafnarfirði og Akureyri og Sindra-KHB á Egilsstöðum og Reyðarfirði. NÓTASKIPSTJÓRI Vanur nótaskipstjóri óskast til starfa á nótaskip sem fer til veiða í sunnanverðri Afríku. Nánari upplýsingar gefur Guðjón hjá Sæblómi ehf. Sími 540 6388. Vélrás - Bifreiða- og vélaverkstæði Óskum eftir vönum mönnum til viðgerða á glussakerfum og vinnuvélarafmagni. Vélrás er þjónustuaðili fyrir: New Holland – OK – HAMM vinnuvélum. Sími 555-6670 %!        !             !    ( )    $      !    !     !             +     ,  #!- $    / $   +        " 000 $   Iðjuþjálfun Laus er til umsóknar starf stjórnanda iðjuþjálfun- ar á Droplaugarstöðum hjúkrunarheimili frá 1. júlí 2005 eða eftir samkomulagi. Á Droplaugarstöðum eru 68 íbúar. Verið er að stækka heimilið og mikil áhersla lögð á þálfun, úti- veru og virkni íbúa í heimilislegu umhverfi. Ábyrgðarsvið: Skipuleggur iðjuþjálfun heimilis- manna og ber ábyrgð á henni samkvæmt hug- myndafræði, markmiðum og gæðastefnu heimilis- ins. Skipuleggur og ber ábyrgð á starfi starfsmanna iðjuþjálfunar. Ber ábyrgð á að rekstur og áætlanir séu ávalt í samræmi við starfsáætlun. Hæfniskröfur: Íslenskt starfsleyfi iðjuþjálfa. Reynsla af starfi með öldruðum og stjórnun æskileg: Þát- taka í virkri símenntun. Frumkvæði í starfi, metnað- ur og sveigjanleiki. Laun samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkuborgar og Iðjuþjálfafélags Íslands. Nánari upplýsingar veita: Ingibjörg Þórisdóttir, deildarstjóri starfsmanna og gæðamála, sími 414-9503, netfang: ingibjorg.halla.thorisdottir@reykjavík.is Jóhanna Rósa Kolbeins yfirmaður iðjuþjálfunar, sími 414-9509, netfang: johanna.kolbeins@reykjavik.is Einnig á heimasíðu heimilisins, www.droplaugarstadir.is Sjá einnig almennar upplýsingar um laus störf og starfsmannastefnu Félagsþjónustunnar á vefsíðunni: www.felagsthjonustan.is Laus störf í Fellaskóla Staða umsjónarmanns Fellaskóla er laus frá 1. ágúst 2005. Leitað er að umsækjendum sem hafa góða almenna menntun, hæfni í mannlegum samskipt- um og reynslu af stjórnun. Þá er tölvukunnátta æskileg. Umsjónarmaður sér um fasteignir og búnað í skólanum, sér um að skólahúsnæðið sé aðlaðandi og aðgengilegt fyrir alla, sér um innkaup á ræstingarvörum, hefur eftirlit með gæðum ræst- ingar, öryggisbúnaði, orkunotkun o.fl. (sjá starfs- lýsingu á www.grunnskolar.is). Umsóknarfrestur er til 6. júní n.k. Laun samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar við viðeigandi stéttarfélag. Staða sérkennara (umsóknarfrestur er til 12. júní). Staða nýbúakennara (hlutastarf – umsóknarfrestur er til 12. júní). Stöður skólaliða (umsóknarfrestur er til 12. júní). Nánari upplýsingar gefa Þorsteinn Hjartarson, skólastjóri, thorsteinnh@fellaskoli.is og Kristín Jóhannesdóttir, aðstoðarskólastjóri, kristinjoh@fellaskoli.is sími 557 3800. Umsóknir sendist í Fellaskóla, Norðurfelli 17-19, 111 Reykjavík. Trésmiðir Vegna aukinna verkefna viljum við ráða trésmiði og byggingarmenn til starfa. Um er að ræða framkvæmdir á Grundartanga, Hellisheiði og á höfuðborgarsvæðinu. Einnig er þörf á smiðum til að gera upp gömul hús. Möguleiki er á húsnæði fyrir fólk utan af landi. Upplýsingar um störfin og umsóknareyðublöð eru á skrifstofu ÍSTAKS, Engjateigi 7 og í síma 530 2700 milli 8:15 og 17:00 Sjá einnig heimasíðu okkar, www.istak.is þar sem hægt er að senda inn umsókn. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.