Fréttablaðið - 29.05.2005, Blaðsíða 52
24 29. maí 2005 SUNNUDAGUR
Tveir fyrir einn til
Prag
9. júní frá kr. 19.990
kr. 19.990 í viku
Flugsæti með sköttum til Prag,
2 fyrir 1 tilboð, út 9. júní, heim
16. júní. Netverð á mann.
Gisting frá kr. 3.400
Netverð á mann í tvíbýli á Hotel
Quality, pr. nótt með morgunmat.
Völ um góð 3ja og 4 stjörnu hótel.
Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á
síðustu sætunum til Prag þann 9. júní.
Þú bókar 2 flugsæti en greiðir aðeins
fyrir 1. Nú getur þú kynnst þessari
fegurstu borg Evrópu á einstökum
kjörum. Þú getur valið um úrval góðra
hótel í hjarta Prag og að sjálfsögðu
nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra
okkar í Prag allan tímann.
Síðustu sætin
Sjötta hljóðversplata breskuhljómsveitarinnar Oasis,Don’t Believe the Truth,
kemur út í dag. Þetta er fyrsta
plata þessara bresku ólátabelga í
þrjú ár, eða síðan Heathen Chem-
istry kom út árið 2002.
Oasis var stofnuð í Manchester
árið 1992. Upphaflegir meðlimir
voru söngvarinn Liam Gallagher,
bróðir hans Noel, trommarinn
Tony McCarrol, gítarleikarinn
Paul „Bonehead“ Arthurs og
bassaleikarinn Paul „Guigsy“
McGuigan.
Fyrsta plata Oasis, Definitely
Maybe, kom út árið 1994 og vakti
gríðarlega athygli á sveitinni.
Breskir fjölmiðlar töldu að hinir
nýju Bítlar væru komnir fram á
sjónarsviðið og ef miða á við útlit
sveitarinnar og lagasmíðarnar á
þessum tíma á þessi samlíking
nokkurn rétt á sér. Lögin voru
undir sterkum bítlaáhrifum með
góðum melódíum en bjuggu jafn-
framt yfir ferskum rokkhljómi
sem margir áttu eftir að reyna að
líkja eftir á komandi árum. Sveit-
in hefur samt aldrei komist með
tærnar þar sem Bítlarnir höfðu
hælana, þrátt fyrir góða spretti.
Definitely Maybe var uppfull af
slögurum á borð við Live Forever,
Supersonic og Rock’n Roll Star og
framtíð Oasis var svo sannarlega
björt.
Oasis lagið heiminn að fótum
sér 1995 með plötunni What’s the
Story (Morning Glory). Platan fór
beint í efsta sæti breska vinsæl-
dalistans og seldist hraðar en
nokkur önnur plata í Bretlandi
síðan Michael Jackson gaf út Bad
árið 1987. Þarna var orðið ljóst að
sveitin var komin til að vera enda
með lög í farteskinu sem áttu eftir
að verða ódauðleg, þá sér í lagi
Wonderwall. Bræðurnir Liam og
Noel áttu þó erfitt með að með-
höndla sviðsljósið sem frægðinni
fylgdi og um tíma virtist sem Oas-
is væri komin á villigötur.
Næsta plata sveitarinnar, Be
Here Now, kom út 1997 og á henni
sáust þreytumerki á sveitinni.
Platan fékk slæma útreið gagn-
rýnenda og þar var engan alvöru-
slagara að finna. Þrjú ár liðu þar
til Standing on the Shoulders of
Giants kom út og fékk sú plata
einnig blendnar viðtökur. Engu að
síður þótti hún nokkuð betri en
forverinn.
Heathen Chemistry kom síðan
út fyrir þremur árum og fékk
svipaðar viðtökur. Oasis virtist
eiga erfitt með að rífa sig upp úr
meðalmennskunni en áður en upp-
tökur á nýjustu plötunni hófust
hét Noel Gallagher því að næsta
plata yrði almennileg. Þetta hafði
hann að segja um fyrsta smá-
skífulag plötunnar, Lyla: „Þetta er
stæling á The Who. Við sömdum
66 lög og Lyla var eitt af þeim sem
við skoðuðum betur undir það síð-
asta og það endaði á plötunni. Ég
er ánægður með hvert einasta lag
á plötunni,“ sagði hann.
Nýja platan hljómar alveg
ágætlega og þar má greina nokk-
urt afturhvarf til hljómsins sem
einkenndi sveitina í upphafi. Þó
svo að ekkert nýtt sé á ferðinni
sýnir Oasis á Don’t Believe the
Truth að hún er ekki dauð úr öll-
um æðum.
Oasis þykir öflug á sviði og
ætlar sveitin að fylgja plötunni
eftir með umfangsmikilli tón-
leikaferð um heiminn. Hefst hún í
Madríd á Spáni þann 1. júní og
lýkur í Cleveland í Bandaríkjun-
um 30. september. Þegar er orðið
uppselt á um það bil helming tón-
leikanna.
Þrátt fyrir að Oasis hafi
kannski ekki náð sömu hæðum
og fyrir tíu árum er sveitin
vafalítið ein af stærstu
rokksveitum heimsins í dag.
Plötusala í 39 milljónum ein-
taka segir allt sem segja
þarf.
Meðlimir Oasis eru
annálaðir aðdáendur
enska fótboltaliðsins
Man. City. Því vakti
það mikla athygli er
þeir ákváðu að slá
upp allsherjar fót-
boltapartíi fyrir tón-
leika sína í London á
miðvikudag, sama
dag og Liverpool
mætti AC Milan í úr-
slitum Meistara-
deildarinnar.
Tónleikarnir áttu
upphaflega að hefj-
ast klukkan 20.00 en
þess í stað var risa-
stóru breiðtjaldi
komið fyrir á staðn-
um svo að tónleika-
gestirnir gætu séð leikinn í beinni útsendingu.
Oasis neitaði að stíga á svið fyrr en leikurinn
væri á enda og þeg-
ar að því kom var
upphafslag þeirra á
tónleikunum Liver-
pool-lagið „You’ll
Never Walk Alove“
til heiðurs sigur-
vegurunum.
„Það var uppselt
á tónleikana og í
stað þess að fá
upphitunarband til
að spila ákváðum
við að fá breiðtjald
og skella því upp
við mitt sviðið svo
allir gætu horft á
leikinn,“ sagði
Noel Gallagher.
„Síðan myndum
við spila á eftir og
fá skömm í hattinn af yfirvöldum. Það voru allir
til í þetta.“ ■
OASIS Hljómsveitin Oasis er að gefa út sína sjöttu hljóðversplötu.
Rokksveitin Oasis gefur út n‡ja plötu á morgun sem
nefnist Don’t Believe the Truth. Freyr Bjarnason leit
yfir feril flessara bresku ólátabelgja, sem spannar nú
flrettán ár.
HLJÓÐVERSPLÖTUR OASIS:
Definitely Maybe (1994)
What’s The Story (Morning Glory) (1995)
Be Here Now (1997)
Standing on the Shoulder of Giants
(2000)
Heathen Chemistry (2002)
GALLAGHER-BRÆÐUR Bræðurnir Liam
og Noel Gallagher eru forsprakkar Oasis.
Ekki dau›ir úr öllum æ›um
OASIS Meðlimir Oasis eru annálaðir aðdáendur Manchester City en vottuðu
Liverpool samt virðingu sína á dögunum.
Sungu You’ll Never Walk Alone