Fréttablaðið - 29.05.2005, Síða 60

Fréttablaðið - 29.05.2005, Síða 60
29. maí 2005 SUNNUDAGUR32 fiór›ur Gu›jónsson, leikma›ur Stoke, segir fullkomna óvissu ríkja me› nán- ustu framtí› klúbbsins. Tony Pulis knattspyrnustjóri er ekki viss hvort hann haldi áfram og Gunnar Gíslason stjórnarforma›ur vill ólmur selja félagi›. Fullkomin óvissa ríkir hjá Stoke City FÓTBOLTI „Ég hef ekki hugmynd um hvað er að gerast í þessum klúbbi,“ sagði Þórður Guðjónsson við Fréttablaðið og átti þar við sitt félag, Stoke City. „Það virðist eng- inn vita hvert klúbburinn er að fara og meira að segja ríkir óvissa um hver verði þar sem stjóri. Mér skilst á Tony Pulis sjálfum að það sé engan veginn víst að hann haldi áfram.“ Þórður á eitt ár eftir af samn- ingi sínum hjá Stoke. „Ég hef ekki farið fram á að félagið leysi mig undan samningnum en ef þeir vilja mig ekki geta þeir borgað mér út og ég get þá farið ef því er að skipta. Að öðru leyti er ekkert annað en að bíða og sjá hvað ger- ist.“ Guðjón vill fá Þórð Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Guðjón Þórðarson, stjóri Notts County og faðir Þórð- ar, vilji fá hann til liðs við sig í sumar. En Þórður segir það útilok- að. „Ég efast ekki um að hann myndi vilja fá mig ef það væri hægt en það kemur ekki til greina.“ Guðjón hefur þegar misst einn af betri leikmönnum Notts County, miðvallarleikmanninn Stefan Oakes, en hann samdi við Wycombe Wanderers sem leikur í sömu deild. Guðjón veitti því ekki af liðsstyrknum en honum er frekar þröngur stakkur sniðinn í fjármálum og með öllu ólíklegt að hann geti mætt launakröfum son- ar síns. Erfitt hjá Þórði En það er annað mál að Þórður Guðjónsson hefur ekki fest sig í sessi með félagsliði undanfarin fimm keppnistímabil. Hann fór frá Genk í Belgíu árið 2000, á há- tindi ferils síns þar sem hann hafði á þremur árum leikið 94 deildarleiki, skorað í þeim 28 mörk og varð þar að auki belgísk- ur deildar- og bikarmeistari. Á þessum fimm árum hefur hann verið samningsbundinn Las Palmas (Spáni), Bochum (Þýska- landi) og Stoke og verið í láni í stuttan tíma hjá Derby og Preston North End á Englandi. Með þess- um fimm liðum hefur hann leikið 65 leiki, þorrann sem varamaður, og skorað fimm mörk. En ef svo vill til að Þórður ákveði að fara til föður síns yrði það fyrst og fremst til að fá að njóta sín sem knattspyrnumaður. Það gæti líka orðið ágætur stökkpallur fyrir hann því hann hefur lítið sem ekkert fengið að auglýsa sig undanfarin fimm ár. Hann gæti einnig átt upp á pall- borðið hjá landsliðsþjálfurunum en þrátt fyrir allt hefur ferill hans í landsliðinu frá því að hann fór frá Belgíu verið ágætur – hann hefur leikið 17 leiki, þar af 14 í byrjunarliðinu og skorað tvö mörk. Þórður verður 32 ára á ár- inu. Gunnar Gíslason, stjórnarfor- maður Stoke, hefur áður lýst því yfir að félagið sé til sölu. „Ég býst við að það verði selt á næstu leik- tíð en þangað til munum við gæta hagsmuna okkar og stýra liðinu eins og við best getum,“ sagði hann við Fréttablaðið í gær. eirikurst@frettabladid.is PUNKTAÐU NIÐUR FERÐA- LAGIÐ KR-FH KL. 20 Í KVÖLD. Fjölskyldustemning í KR-heimilinu frá kl. 18 og fram að leik. Kvöldverður fyrir alla fjölskylduna. Matur 500 krónur fyrir fullorðna og frítt fyrir börn. Kaffiveitingar í hálfleik. Heimir Ríkarðsson: Gaf Gróttu neitun HANDBOLTI Heimir Ríkarðsson handknattleiksþjálfari hafnaði í gær tilboði frá Gróttu um fimm ára samning. Kristján Guðlaugs- son, formaður handknattleiks- deildar félagsins, staðfesti þetta þegar Fréttablaðið hafði samband við hann í gær. Heimir, sem var rekinn frá Fram í apríl, er í við- ræðum við Fylki um að taka að sér stöðu hjá félaginu og aðstoða við að smíða alvöru handboltalið í Árbænum. „Það eru náttúrlega vonbrigði að fá neitun frá jafn færum þjálf- ara og Heimir er. Við ætlum í upp- byggingu og leggja áherslu á yngri flokka en erum komnir í viðræður við aðra aðila eftir svar Heimis. Það hefði náttúrlega ver- ið frábært að fá hann til okkar en maður fær ekki allt sem maður vill,“ sagði Kristján, sem segist vera í viðræðum við einn til tvo. „Mín vinnuregla er að vera ekki í viðræðum við mjög marga í einu, heldur sýna frekar þolinmæði og leggja áherslu á þann sem efstur er á blaði.“ - egm HEIMIR RÍKARÐSSON Ekki á leið á Nesið. SMICER Sendur burt frá Liverpool? Tékkinn Vladimir Smicer: Aftur til Frakklands? FÓTBOLTI Vladimir Smicer, leik- maður Liverpool, gæti verið á leið aftur í franska fótboltann en þar hefur Bordeaux mikinn áhuga á kappanum. Samningur Smicer við enska liðið rennur út í næsta mán- uði en hann gæti ekki hvatt félag- ið með betri hætti, hann skoraði annað mark Liverpool í sigrinum á AC Milan í úrslitaleik Meistara- deildinnar og skoraði einnig í víta- spyrnukeppninni. Strax eftir leikinn fékk um- boðsmaður Smicers símtal frá Bordeaux þar sem franska félagið tilkynnti að það vildi fá tékkneska landsliðsmanninn og það helst í gær. - egm FÓTBOLTI Leikmenn Glasgow Celtic sáu til þess að Martin O’Neill, stjóri liðsins, gæti kvatt félagið með titli en liðið missti deildartit- ilinn frá sér á síðustu stundu í lokaumferðinni um síðustu helgi. Celtic sigraði Dundee United, 1–0, í úrslitaleik skosku bikarkeppn- innar með marki Alans Thompson á 11. mínútu leiksins. „Þetta var frábært hjá strákun- um,“ sagði O’Neill kampakátur í leikslok. „Við áttum skilið að sigra en eins og í síðustu viku gátum við ekki gert algerlega út um leik- inn.“ - esá Skoska bikarkeppnin: O’Neill kve›- ur me› sigri KVADDI MEÐ TITLI Martin O’Neill stýrði Celtic til sigurs í síðasta leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES TONY PULIS Virðist lítinn áhuga hafa fyrir Þórði Guðjónssyni og reyndar er með öllu óvíst hvort hann haldi áfram að stýra liði Stoke City. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES Á HÁTINDI FERILSINS Þórður Guðjónsson fagnar með Rúnari Kristinssyni og Birki Kristinssyni jafnteflinu gegn Frökkum á Laugardalsvelli haustið 1998. Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson í ágætum málum á móti í Marokkó: Er í basli me› Bermúda-grasi› GOLF Birgir Leifur Hafþórsson er í 23.-31. sæti á móti í Marokkó þegar aðeins á eftir að leika einn hring en þetta mót er liður í áskorendamótaröð Evrópu. Birg- ir Leifur lék á 68 höggum í gær eða þrem undir pari en hann er sex undir pari samtals. Það hefur verið fínn stígandi í leik Birgis en hann lék fyrsta hringinn á 73 höggum, annan á 66 höggum og svo fór hann á 68 höggum í gær. „Ég hef verið að spila mjög vel undanfarið og því átti ég von á því að vera með efstu mönnum á þessu móti,“ sagði Birgir Leif- ur í samtali við Fréttablaðið í gær en veðrið í Marokkó er þægilegt þessa dagana – 25 stiga hiti og smá gola. „Ég er reyndar ekkert nógu sáttur við minn leik á þessu móti. Ég hef verið í vandræðum með púttin enda er Bermúda- gras á flötunum og ég á svolítið erfitt með að reikna þau út. Ann- ars er ég í fínu formi og þetta hefði getað verið mikið mun betra.“ Birgir Leifur segist taka það jákvæða með sér á næstu mót þar sem hann er bjartsýnn á gott gengi. „Ég á helling inni á næstu mótum. Ég hef verið að æfa vel og spila vel, betur en ég hef í raun gert á þessu móti. Þetta er samt allt á réttri leið og ég get ekki verið annað en bjartsýnn.“ - hbg BIRGIR LEIFUR HAFÞÓRSSON Er að gera fína hluti í Marokkó en hefur lent í vandræðum með Bermúda-grasið sem er á flötunum. FRÉTTABLAÐIÐ/EIRÍKUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.