Fréttablaðið - 29.05.2005, Page 70
Friðrik Þór Friðriksson, kvik-
myndagerðarmaður og fram-
leiðandi, er nýkominn heim frá
Cannes. Þrátt fyrir að honum
hafi þótt hátíðin í ár verið í
daufari kantinum segir hann há-
tíðir sem þessar nauðsynlegar
fyrir mann í sinni stöðu. „Maður
þarf að láta sjá sig. Þetta er
svona svipað eins og fermingar-
veisla. Ef þú mætir ekki þá ertu
ekki til. Reyndar er það nú
þannig að aðeins lítið brot af
þeim fjölda sem mætir skiptir
máli. Þú verður engu að síður að
hitta þá sem máli skipta ef þú
ætlar þér eitthvað,“ segir hann.
Friðrik segir meðalmennsk-
una ráða ríkjum þessa dagana
og ekki sé jafn auðvelt að fjár-
magna listrænar myndir. „Það
eru einfaldlega minni peningar
til,“ segir hann en Friðrik er
einmitt þessa dagana að undir-
búa kvikmynd um Þórð kakala
byggða á sögu Einars Kárason-
ar.
Það er óhætt hægt að segja að
Friðrik hafi verið á ferð og flugi
undanfarna daga. Hann var
meðal annars nýverið í Singapúr
þar sem hann kynnti kvikmynd-
ina Næsland. „Hún fékk mjög
góðar viðtökur þar eins og ann-
ars staðar erlendis,“ segir
Friðrik og bætir við að ekki
gangi að gera mynd og skilja
hana síðan eftir munaðarlausa
„Ef maður fylgir myndinni sinni
ekki eftir gerist ekkert. Það
verður að rækta þetta og sinna
kynningum,“ segir Friðrik.
Ferðalögin eru þó ekki ein-
göngu tómt puð og leiðindi held-
ur getur oft ýmislegt skrítið
gerst. Meðal þess sem Friðrik
minnist er frá kvikmyndahátíð í
Japan árið 1992 þar sem hann
keppti með mynd sína Börn
náttúrunnar. „Quentin Tarantino
var þarna líka með myndina
sína Resevoir Dogs og við vor-
um saman við verðlaunaafhend-
inguna ásamt borgarstjóra
Tókýó en borgin styður dyggi-
lega við þessa hátíð,“ segir
Friðrik.
„Okkur var síðan boðið út að
borða á heldur óvenjulegan stað,
á elsta hóruhúsið í borginni,“
segir Friðrik og stekkur ekki
bros á vör.
„Borgarstjórinn stakk síðan
upp á að við færum í karaókí-
keppni, enda mikil hefð fyrir
því í Japan,“ bætir Friðrik við
„og Tarantino fékk að byrja.“
Hann söng Delilah en hann fór
nokkrum sinnum út af laginu
enda er það erfitt til söngs,“ seg-
ir Friðrik sem sjálfur tók Like
River Flow (Wise Men Say) með
Elvis. „Það heppnaðist líka
svona rosalega vel að allar átt-
ræðu geishurnar felldu tár enda
hefur þetta sjálfsagt vakið upp
minningar,“ segir stórsöngvar-
inn Friðrik Þór og hlær að þess-
ari heldur óvenjulegu minningu
frá Japan, sigrinum yfir
Tarantino.
freyrgigja@frettabladid.is
42 29. maí 2005 SUNNUDAGUR
SKE Hljómsveitin Ske spilar á tvennum
tónleikum í Danmörku 10. og 11. júní.
N‡rri plötu
dreift um
Evrópu
Hljómsveitin Ske gerði nýverið
samning um að dreifa nýjustu
plötu sinni, Life, Death, Happi-
ness & Stuff, í Evrópu. Platan
verður gefin út í Skandinavíu,
Þýskalandi, Belgíu og Hollandi í
sumar. Platan verður síðan gefin
út síðar á árinu í Belgíu. Um þess-
ar mundir er verið að vinna að
myndbandi við lagið Beautiful
Flowers, sem kemur væntanlega
út á smáskífu í ágúst. ■
Me› puttann á púlsinum
FRIÐRIK ÞÓR FRIÐRIKSSON: Á FERÐ OG FLUGI
Vann Tarantino í karaókí
...fær hin portúgalska söngkona
Mariza, sem keypti sér íslenska
hönnun í Spaksmannsspjörum
áður en hún hélt af landi brott.
HRÓSIÐ
FRIÐRIK ÞÓR FRIÐRIKSSON
„Þetta er ekta grín, spjall og
skemmtiþáttur. Þær Sigríður
Pétursdóttir og Halldóra Rut
Björnsdóttir verða svo þarna
með mér með alls konar uppá-
komur,“ segir Guðmundur
Steingrímsson, einn stjórnenda
„Kvöldþáttarins“. Hann mun
verða sýndur á nýrri sjónvarps-
stöð sem væntanleg er í loftið og
ber heitið Sirkus. Þátturinn
verður á dagskrá stöðvarinnar
fjóra daga vikunnar, frá mánu-
degi til fimmtudags, á milli tíu
og ellefu.
„Ég sit við skrifborðið og svo
fáum við innslög frá fullt af
fólki utan úr bæ. Þátturinn mun
einkennast af beinskeyttum
húmor og mun sýna aðrar hliðar
á þjóðfélagsmálunum en vana-
lega. Þarna verða óhefðbundnar
fréttir og einnig koma gestir í
sófann til mín og aðallega stór-
stjörnur.
Í rauninni má orða það
þannig að enginn verði stór-
stjarna nema hann komi í viðtal
í Kvöldþáttinn,“ segir Guð-
mundur kokhraustur og jafnvel
hálfpartinn í gríni.
„Það er enginn svona þáttur í
íslensku sjónvarpi en svona
kvöldþættir eru þekktir erlend-
is.
Við verðum þarna með putt-
ann á púlsinum og þetta er þátt-
urinn sem fólk á að horfa á ef
það vill vita hvað er að gerast.“
Aðspurður segir Guðmundur
ekki vera komið í ljós hvenær
þátturinn hefji göngu sína en
segir fólk bara þurfa að fylgjast
með. „Það kemur að því að þetta
dynur á fólki.“ ■
KVÖLDÞÁTTURINN Ný sjónvarpsstöð er væntanleg í loftið og þar munu þau Guðmund-
ur Steingrímsson, Halldóra Rut Bjarnadóttir og Sigríður Pétursdóttir skemmta landanum í
Kvöldþættinum sem verður sýndur fjóra daga vikunnar.
HIN HLIÐIN
HIN HLIÐIN Á SIGURSTEINI BRYNJÓLFSSYNI, FORMANNI LIVERPOOL-KLÚBBSINS Á ÍSLANDI.
Hvernig ertu núna? Ég er bara fínn.
Augnlitur?: Blágrár.
Starf?: Verkefnastjóri.
Stjörnumerki?: Fiskur.
Hjúskaparstaða?: Í sambúð.
Hvaðan ertu? Ég er upphaflega frá Selfossi en hef búið lengst af á Horna-
firði.
Helsta afrek?: Að vera á vellinum í Istanbúl þegar Liverpool vann Meist-
aradeildina og að sjálfsögðu börnin mín.
Helstu veikleikar?: Óbilandi þrjóska.
Helstu kostir?: Maður reynir yfirleitt að vera frekar jákvæður.
Uppáhaldssjónvarpsþáttur?: Meistaradeildin og 24.
Uppáhaldsútvarpsþáttur?: Mér finnst alltaf gaman af Valtý Birni og félög-
um í þættinum Mín skoðun.
Uppáhaldsmatur?: Hamborgarhryggur.
Uppáhaldsveitingastaður?: Players.
Uppáhaldsborg: Liverpool.
Mestu vonbrigði lífsins?: Þau eru kannski bara tengd fótboltanum, t.d. að
hafa ekki unnið enska meistaratitilinn síðustu árin.
Áhugamál?: Fótbolti og golf.
Viltu vinna milljón? Anytime.
Jeppi eða sportbíll? Sportbíll.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Mér skilst þegar ég
var patti að ég hafi alltaf viljað vera kokkur. Ekki veit ég af hverju.
Hver er fyndnastur/fyndnust? Monty Python-gengið eins og
það leggur sig.
Hver er kynþokkafyllst(ur)? Sóley Berglind Erlendsdótt-
ir.
Trúir þú á drauga? Nei.
Hvaða dýr vildirðu helst vera? Ljónið.
Hvaða dýr vildirðu ekki vera? Það væri mjög dap-
urt að vera ánamaðkur.
Áttu gæludýr? Við erum með tvo gullfiska.
Besta kvikmynd í heimi?: Life of Brian.
Besta bók í heimi?: Saga Liverpool FC.
Næst á dagskrá?: Að fara að huga að sumarfríi.
9.3. 1972
Afrek a› vera á vellinum í Istanbúl