Fréttablaðið - 02.06.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 02.06.2005, Blaðsíða 2
2 2. júní 2005 FIMMTUDAGUR Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra: Samson ba› um fund EINKAVÆÐING Samson-hópurinn bað um fund með Valgerði Sverrisdóttur, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, til að ræða söl- una á Búnaðarbankanum og Landsbankanum þegar hún var í bígerð. Þetta upplýsti Valgerður í gær í viðtali í Hádegisútvarp- inu á Talstöðinni. „Svo var endurtekið einhvers staðar viðtal við Björgólf Thor þar sem hann segir að Samson væri bara í þessu á viðskiptaleg- um forsendum en aðrir hefðu verið í þessu á pólitískum for- sendum. Af hverju voru þeir að biðja um fund með mér ef ekki til að koma einhverju á framfæri við mig?“ sagði Valgerður. Algengt er að ráðherrar séu beðnir um fundi á borð við þann sem Samson óskaði eftir og sagði Valgerður ráðherra yfir- leitt reyna að verða við slíkum beiðnum. Hún kvaðst þó telja að ýmislegt hefði verið viðhaft við söluna á ríkisbönkunum sem hefði mátt standa betur að. „Fyrirtækin sem áttu í við- ræðum við eigandann á þessum tíma fundu öll að því að ferlið hefði ekki verið nægilega skýrt og þess vegna er staðið öðruvísi að sölu Símans núna,“ sagði hún. - ghs Kofi Annan tekur til í eigin ranni: K‡pverji rekinn vegna spillingar SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR, AP Kofi Ann- an, framkvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna, rak í gær hátt- settan embættismann samtak- anna fyrir misferli í tengslum við olíusöluáætlun þeirra til Íraks. Hann er sá fyrsti sem fær reisupassann vegna spillingar í tengslum við áætlunina en búist er við að fleiri fylgi í kjölfarið. Joseph Stephanides, kýp- verskur starfsmaður SÞ til margra ára, er sagður hafa hyglað bresku fyrirtæki og hagnast umtalsvert þegar boðin voru út verk í tengslum við eftirlit með innflutningi hjálpar- gagna til Íraks. Stephanides kveðst alsaklaus og hyggst áfrýja ákvörðuninni. Ásakanir um spillingu Steph- anides koma upphaflega úr skýrslu Paul Volcker, stjórnar- formanns bandaríska seðla- bankans, um olíusöluáætlunina en þar er þáttur Kofi Annan, sem stýrði áætluninni, jafn- framt skoðaður. Hann þykir ekki hafa hreinsað sig með sannfærandi hætti af spilling- aráburði þótt hann hafi ekki verið ásakaður berum orðum. Olíusöluáætlun Sameinuðu þjóðanna var í gildi á árunum 1996-2003 og var henni ætlað að lina þjáningar írösku þjóðarinn- ar með því að heimila henni að selja olíu fyrir mat og lyf. ■ Bílddælingar slegn- ir en vongó›ir fiótt öllum fimmtíu starfsmönnum Bílddælings hafi veri› sagt upp er ólíklegt a› rekstri fyrirtækisins ver›i alfari› hætt. Minni bygg›akvóti og hátt gengi eru meginorsakir uppsagnanna. BÍLDUDALUR Allir starfsmenn fisk- vinnslufyrirtækisins Bílddælings fengu uppsagnarbréf í lok vinnu- dags á þriðjudag og er uppsagnar- fresturinn einn mánuður. Búist er við að fyrirtækið haldi áfram að starfa, en endurskipuleggja á reksturinn meðan uppsagnar- fresturinn rennur út. Bílddælingur tók til starfa í febrúar 2003 og réði þá yfir 200 tonna byggðakvóta sem Þórður Jónasson ehf. á Bíldudal hafði fengið úthlutað. Byggðastofnun minnkaði þann kvóta á yfirstand- andi fiskveiðiári. Bílddælingur þurfti því að leigja allan kvóta fyrir togskipið Hallgrím BA 77, sem fyrirtækið fór í desember síðastliðnum að gera út ásamt fleiri aðilum, og má rekja erfið- leikana í rekstrinum til þess. Einnig hefur hátt gengi íslensku krónunnar verið því erfitt. Áður en Bílddælingur hóf út- gerðina var það einungis fisk- vinnslufyrirtæki sem keypti allt hráefni til vinnslu af fiskmörkuð- um og smærri bátum, og gekk sá rekstur vel. Guðmundur Guðlaugsson, bæj- arstjóri í Vesturbyggð, mótmælir því að úthlutun kvótans hafi leitt til rekstrarstöðvunar fyrirtækis- ins. „Langmestur hluti þess byggðakvóta sem Vesturbyggð hafði til úthlutunar fór á Bíldu- dal.“ 138 tonnum af 218 var út- hlutað til báta á Bíldudal og það var samkvæmt reglugerð frá sjávarútvegsráðuneytinu. Vestur- byggð hafði ekki heimild til að út- hluta kvóta á fyrirtæki. Enn frem- ur var það skilyrði fyrir úthlutun kvóta að viðkomandi bátur legði fram að minnsta kosti sama magn af eigin kvóta til vinnslu í sveitar- félaginu. „Ég reikna með að Bíld- dælingur hafi gert samninga við heimamenn um vinnslu aflans.“ Hannes Friðriksson, sem rekur veitingastofuna Vegamót á Bíldu- dal, segir heimamenn vera slegna og að tíðindin hafi verið óvænt. „En ég er bjartsýnn þó þetta hafi komið mér á óvart og hef fulla trú á því að Bílddælingur starfi áfram. Atvinnuástandið hefur verið gott og hér eru öll hús full af fólki.“ Ekki náðist í Jens H. Valdi- marsson, framkvæmdastjóra Bílddælings. grs@frettabladid.is Fimm bresk börn: Grunu› um mor›tilraun ENGLAND Fimm börn á aldrinum 11- 12 ára eru í haldi lögreglunnar í Vestur-Jórvíkurskíri á Englandi, grunuð um að hafa misþyrmt fimm ára dreng hrottalega. Lögregla rannsakar málið sem morðtilraun. Litli drengurinn fannst á þriðjudagskvöldið með alvarlega áverka á hálsi og svo virðist sem reynt hafi verið að hengja hann eða kyrkja. Hann var fluttur á sjúkrahús en var útskrifaður í gær, að sögn BBC. Tvær stúlkur eru á meðal hinna handteknu en talið er að í það minnsta tveir tengist málinu til viðbótar. ■ EFTIR SPRENGINGUNA Lögreglumenn og íbúar skoða verksummerki utan við mosk- una í Kandahar eftir sprengingu sem grandaði tuttugu manns. Afganistan: Tuttugu lét- ust í tilræ›i KANDAHAR, AP Sjálfsmorðsspreng- ing varð að minnsta kosti tuttugu manns að bana við mosku í borginni Kandahar í suðurhluta Afganistans í gær. Sprengingin varð þegar verið var að bera hófsaman múslima- klerk til grafar. Auk þeirra sem lét- ust særðust rúmlega fjörutíu manns. Gul Agha Sherzai, borgarstjóri Kandahar, greindi frá því að skjöl hefðu fundist á líki tilræðismanns- ins sem sönnuðu tengsl hans við hryðjuverkasamtök Osama Bin Laden, al-Kaída. ■ SPURNING DAGSINS Erling, saknar›u geitung- anna? „Ef ég hugsa til fólksins þá segi ég nei, en fræðimaðurinn í mér saknar þeirra.“ Erling Ólafsson skordýrafræðingur sagði frá því í Fréttablaðinu í gær að útlit væri fyrir að geitunga- stofninn hefði hrunið síðastliðið sumar. RÚSSLAND ORKUVEITA HEITT VATN LÆKKAR Heitt vatn til notenda á höfuðborgarsvæðinu hefur nú lækkað í verði um 1,5 pró- sent í samræmi við ákvörðun Orku- veitu Reykjavíkur fyrr í mánuðin- um. Sé tekið tillit til vísitöluhækk- ana nemur heildarlækkunin um 5,0 prósentum. ÞRJÁTÍU ÁR Í FANGELSI? Rússneskir fréttaskýrendur spá því að Mikhaíl Khodorkovskí gæti þurft að dúsa allt að þrjátíu ár í fangelsi verði hann fundinn sekur fyrir peninga- þvætti. Hann var í fyrradag dæmd- ur í níu ára fangelsi. Aðrir spá því að hann gæti komið tvíefldur úr fangelsi eftir að afplánun lýkur og haslað sér völl í stjórnmálum. Pakistan: Libbi ver›ur framseldur PAKISTAN, AP Pakistanar hafa ákveðið að framselja Abu Farraj al-Libbi til Bandaríkjanna en hann er grunaður um að vera lykil- maður í al-Kaída h r y ð j u v e r k a - samtökunum. Á k v ö r ð u n Pakistana kemur nokkuð á óvart því al-Libbi er grunaður um að hafa staðið fyrir tveimur banatil- ræðum við Per- vez Musharaf, forseta Pakistan. Hlutverk al-Libbi innan al- Kaída er enn óljóst en margir halda því fram að hann hafi verið þriðji hæstráðandi innan samtak- anna á eftir Osama Bin Laden og egypska skurðlækninum Ayman al-Zawahri. Þrátt fyrir það var al- Libbi aldrei á lista FBI yfir hættulegustu hryðjuverkamenn veraldar. ■ ABU FARRAJ AL-LIBBI VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, upp- lýsti í gær í Hádegisútvarpinu á Talstöðinni að Samson-hópurinn hefði óskað eftir fundi með henni þegar sala ríkisbankanna var í bígerð. BÍLDUDALUR Þrátt fyrir uppsagnirnar bera Bílddælingar sig vel og vona það besta. GUÐMUNDUR GUÐLAUGSSON Bæjarstjórinn í Vesturbyggð segir að úthlutun byggðakvóta hafi ekki leitt til rekstarstöðvunnar Bílddælings. KOFI ANNAN Annan hefur sjálfur verið sakaður um að hafa í það minnsta vitað um að ekki var allt með felldu í tengslum við olíu- söluáætlunina. M YN D A P
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.