Fréttablaðið - 02.06.2005, Blaðsíða 2
2 2. júní 2005 FIMMTUDAGUR
Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra:
Samson ba› um fund
EINKAVÆÐING Samson-hópurinn
bað um fund með Valgerði
Sverrisdóttur, iðnaðar- og við-
skiptaráðherra, til að ræða söl-
una á Búnaðarbankanum og
Landsbankanum þegar hún var í
bígerð. Þetta upplýsti Valgerður
í gær í viðtali í Hádegisútvarp-
inu á Talstöðinni.
„Svo var endurtekið einhvers
staðar viðtal við Björgólf Thor
þar sem hann segir að Samson
væri bara í þessu á viðskiptaleg-
um forsendum en aðrir hefðu
verið í þessu á pólitískum for-
sendum.
Af hverju voru þeir að biðja
um fund með mér ef ekki til að
koma einhverju á framfæri við
mig?“ sagði Valgerður.
Algengt er að ráðherrar séu
beðnir um fundi á borð við þann
sem Samson óskaði eftir og
sagði Valgerður ráðherra yfir-
leitt reyna að verða við slíkum
beiðnum. Hún kvaðst þó telja að
ýmislegt hefði verið viðhaft við
söluna á ríkisbönkunum sem
hefði mátt standa betur að.
„Fyrirtækin sem áttu í við-
ræðum við eigandann á þessum
tíma fundu öll að því að ferlið
hefði ekki verið nægilega skýrt
og þess vegna er staðið öðruvísi
að sölu Símans núna,“ sagði hún.
- ghs
Kofi Annan tekur til í eigin ranni:
K‡pverji rekinn vegna spillingar
SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR, AP Kofi Ann-
an, framkvæmdastjóri Samein-
uðu þjóðanna, rak í gær hátt-
settan embættismann samtak-
anna fyrir misferli í tengslum
við olíusöluáætlun þeirra til
Íraks. Hann er sá fyrsti sem fær
reisupassann vegna spillingar í
tengslum við áætlunina en búist
er við að fleiri fylgi í kjölfarið.
Joseph Stephanides, kýp-
verskur starfsmaður SÞ til
margra ára, er sagður hafa
hyglað bresku fyrirtæki og
hagnast umtalsvert þegar boðin
voru út verk í tengslum við
eftirlit með innflutningi hjálpar-
gagna til Íraks. Stephanides
kveðst alsaklaus og hyggst
áfrýja ákvörðuninni.
Ásakanir um spillingu Steph-
anides koma upphaflega úr
skýrslu Paul Volcker, stjórnar-
formanns bandaríska seðla-
bankans, um olíusöluáætlunina
en þar er þáttur Kofi Annan,
sem stýrði áætluninni, jafn-
framt skoðaður. Hann þykir
ekki hafa hreinsað sig með
sannfærandi hætti af spilling-
aráburði þótt hann hafi ekki
verið ásakaður berum orðum.
Olíusöluáætlun Sameinuðu
þjóðanna var í gildi á árunum
1996-2003 og var henni ætlað að
lina þjáningar írösku þjóðarinn-
ar með því að heimila henni að
selja olíu fyrir mat og lyf. ■
Bílddælingar slegn-
ir en vongó›ir
fiótt öllum fimmtíu starfsmönnum Bílddælings hafi veri› sagt upp er ólíklegt
a› rekstri fyrirtækisins ver›i alfari› hætt. Minni bygg›akvóti og hátt gengi eru
meginorsakir uppsagnanna.
BÍLDUDALUR Allir starfsmenn fisk-
vinnslufyrirtækisins Bílddælings
fengu uppsagnarbréf í lok vinnu-
dags á þriðjudag og er uppsagnar-
fresturinn einn mánuður. Búist er
við að fyrirtækið haldi áfram að
starfa, en endurskipuleggja á
reksturinn meðan uppsagnar-
fresturinn rennur út.
Bílddælingur tók til starfa í
febrúar 2003 og réði þá yfir 200
tonna byggðakvóta sem Þórður
Jónasson ehf. á Bíldudal hafði
fengið úthlutað. Byggðastofnun
minnkaði þann kvóta á yfirstand-
andi fiskveiðiári. Bílddælingur
þurfti því að leigja allan kvóta
fyrir togskipið Hallgrím BA 77,
sem fyrirtækið fór í desember
síðastliðnum að gera út ásamt
fleiri aðilum, og má rekja erfið-
leikana í rekstrinum til þess.
Einnig hefur hátt gengi íslensku
krónunnar verið því erfitt.
Áður en Bílddælingur hóf út-
gerðina var það einungis fisk-
vinnslufyrirtæki sem keypti allt
hráefni til vinnslu af fiskmörkuð-
um og smærri bátum, og gekk sá
rekstur vel.
Guðmundur Guðlaugsson, bæj-
arstjóri í Vesturbyggð, mótmælir
því að úthlutun kvótans hafi leitt
til rekstrarstöðvunar fyrirtækis-
ins. „Langmestur hluti þess
byggðakvóta sem Vesturbyggð
hafði til úthlutunar fór á Bíldu-
dal.“ 138 tonnum af 218 var út-
hlutað til báta á Bíldudal og það
var samkvæmt reglugerð frá
sjávarútvegsráðuneytinu. Vestur-
byggð hafði ekki heimild til að út-
hluta kvóta á fyrirtæki. Enn frem-
ur var það skilyrði fyrir úthlutun
kvóta að viðkomandi bátur legði
fram að minnsta kosti sama magn
af eigin kvóta til vinnslu í sveitar-
félaginu. „Ég reikna með að Bíld-
dælingur hafi gert samninga við
heimamenn um vinnslu aflans.“
Hannes Friðriksson, sem rekur
veitingastofuna Vegamót á Bíldu-
dal, segir heimamenn vera slegna
og að tíðindin hafi verið óvænt.
„En ég er bjartsýnn þó þetta hafi
komið mér á óvart og hef fulla trú
á því að Bílddælingur starfi
áfram. Atvinnuástandið hefur
verið gott og hér eru öll hús full af
fólki.“
Ekki náðist í Jens H. Valdi-
marsson, framkvæmdastjóra
Bílddælings.
grs@frettabladid.is
Fimm bresk börn:
Grunu› um
mor›tilraun
ENGLAND Fimm börn á aldrinum 11-
12 ára eru í haldi lögreglunnar í
Vestur-Jórvíkurskíri á Englandi,
grunuð um að hafa misþyrmt fimm
ára dreng hrottalega. Lögregla
rannsakar málið sem morðtilraun.
Litli drengurinn fannst á
þriðjudagskvöldið með alvarlega
áverka á hálsi og svo virðist sem
reynt hafi verið að hengja hann
eða kyrkja. Hann var fluttur á
sjúkrahús en var útskrifaður í
gær, að sögn BBC.
Tvær stúlkur eru á meðal hinna
handteknu en talið er að í það
minnsta tveir tengist málinu til
viðbótar. ■
EFTIR SPRENGINGUNA Lögreglumenn og
íbúar skoða verksummerki utan við mosk-
una í Kandahar eftir sprengingu sem
grandaði tuttugu manns.
Afganistan:
Tuttugu lét-
ust í tilræ›i
KANDAHAR, AP Sjálfsmorðsspreng-
ing varð að minnsta kosti tuttugu
manns að bana við mosku í borginni
Kandahar í suðurhluta Afganistans
í gær. Sprengingin varð þegar verið
var að bera hófsaman múslima-
klerk til grafar. Auk þeirra sem lét-
ust særðust rúmlega fjörutíu
manns.
Gul Agha Sherzai, borgarstjóri
Kandahar, greindi frá því að skjöl
hefðu fundist á líki tilræðismanns-
ins sem sönnuðu tengsl hans við
hryðjuverkasamtök Osama Bin
Laden, al-Kaída. ■
SPURNING DAGSINS
Erling, saknar›u geitung-
anna?
„Ef ég hugsa til fólksins þá segi ég nei,
en fræðimaðurinn í mér saknar þeirra.“
Erling Ólafsson skordýrafræðingur sagði frá því í
Fréttablaðinu í gær að útlit væri fyrir að geitunga-
stofninn hefði hrunið síðastliðið sumar.
RÚSSLAND
ORKUVEITA
HEITT VATN LÆKKAR Heitt vatn til
notenda á höfuðborgarsvæðinu
hefur nú lækkað í verði um 1,5 pró-
sent í samræmi við ákvörðun Orku-
veitu Reykjavíkur fyrr í mánuðin-
um. Sé tekið tillit til vísitöluhækk-
ana nemur heildarlækkunin um 5,0
prósentum.
ÞRJÁTÍU ÁR Í FANGELSI? Rússneskir
fréttaskýrendur spá því að Mikhaíl
Khodorkovskí gæti þurft að dúsa
allt að þrjátíu ár í fangelsi verði
hann fundinn sekur fyrir peninga-
þvætti. Hann var í fyrradag dæmd-
ur í níu ára fangelsi. Aðrir spá því
að hann gæti komið tvíefldur úr
fangelsi eftir að afplánun lýkur og
haslað sér völl í stjórnmálum.
Pakistan:
Libbi ver›ur
framseldur
PAKISTAN, AP Pakistanar hafa
ákveðið að framselja Abu Farraj
al-Libbi til Bandaríkjanna en hann
er grunaður um að vera lykil-
maður í al-Kaída
h r y ð j u v e r k a -
samtökunum.
Á k v ö r ð u n
Pakistana kemur
nokkuð á óvart
því al-Libbi er
grunaður um að
hafa staðið fyrir
tveimur banatil-
ræðum við Per-
vez Musharaf,
forseta Pakistan.
Hlutverk al-Libbi innan al-
Kaída er enn óljóst en margir
halda því fram að hann hafi verið
þriðji hæstráðandi innan samtak-
anna á eftir Osama Bin Laden og
egypska skurðlækninum Ayman
al-Zawahri. Þrátt fyrir það var al-
Libbi aldrei á lista FBI yfir
hættulegustu hryðjuverkamenn
veraldar. ■
ABU FARRAJ
AL-LIBBI
VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, upp-
lýsti í gær í Hádegisútvarpinu á Talstöðinni að Samson-hópurinn hefði óskað eftir fundi
með henni þegar sala ríkisbankanna var í bígerð.
BÍLDUDALUR Þrátt fyrir uppsagnirnar bera
Bílddælingar sig vel og vona það besta.
GUÐMUNDUR GUÐLAUGSSON Bæjarstjórinn í Vesturbyggð segir að úthlutun byggðakvóta
hafi ekki leitt til rekstarstöðvunnar Bílddælings.
KOFI ANNAN Annan hefur sjálfur
verið sakaður um að hafa í það
minnsta vitað um að ekki var allt
með felldu í tengslum við olíu-
söluáætlunina.
M
YN
D
A
P