Fréttablaðið - 02.06.2005, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 02.06.2005, Blaðsíða 6
6 2. júní 2005 FIMMTUDAGUR Yfirmaður hjálparsamtaka handtekinn: Uppl‡sti um myrkraverkin í Darfur LONDON, AP Forsvarsmenn mann- réttinda- og hjálparsamtaka segja að handtökur súdanskra yfirvalda á tveimur yfirmönn- um samtakanna Lækna án landamæra sýni hversu langt súdönsk yfirvöld ganga til að fela myrkraverk sín fyrir um- heiminum. Á mánudag var Paul Forem- an, yfirmaður Lækna án landamæra í Súdan, tekinn höndum og degi síðar var svo svæðisstjóri samtakanna í Darf- ur-héraði handtekinn. Þeim er gefið að sök að hafa dreift rógi um stjórnvöld í skýrslu sinni sem gefin var út í mars, en þar lýsa læknarnir nauðgunum og ofbeldi sem Dar- fur-búar hafa verið beittir und- anfarin misseri. Í skýrslunni segja samtökin að læknisrannsóknir bendi til að yfir 500 konum hefði verið naugðað mánuðina þar á undan. 80 prósent fórnarlambanna sögðu að stjórnarhermenn eða skæruliðasveitir bandamanna þeirra hefðu beitt sig slíku of- beldi. Talsmaður í höfuðstöðvum Lækna án landamæra sagði að samtökin reyndu að gæta hlutle- ysis hvar sem þau störfuðu en voðaverkin sem unnin væru í Darfur-héraði væru slík að ekki væri hægt að sitja þegjandi undir þeim. Súdönsk stjórnvöld neita að handtökurnar séu liður í að þagga niður í samtökunum. ■ Bilun í netskiptum á Landspítala: Dreif›u röngum skilabo›um HEILBRIGÐISMÁL Bilun í tveimur nýjum netskiptum frá Cisco olli því að netkerfi Landspítala – há- skólasjúkrahúss datt út í fyrra- dag, að því er fram kemur í til- kynningu frá spítalanum. Kerfið var úti í nær fimm klukkustundir. Netskiptarnir sem um ræðir eru í Kópavogi og Ármúla en á öllu spítalanetinu eru 260 slíkir skiptar. Bilunin lýsti sér þannig að skiptarnir fóru að dreifa röng- um skilaboðum út á netið með þeim afleiðingum að bandbreidd- in yfirfylltist og teppti alla aðra umferð. Unnið hefur verið að endurbót- um á netkerfi spítalans og fyrir hefur legið nokkuð kostnaðarsöm áætlun um endurnýjun á búnaði, sem talið er að hefði komið í veg fyrir það sem gerðist í fyrradag. Biluðu skiptarnir verða sendir til útlanda til Cisco Systems til að greina frekar ástæður bilunarinn- ar. Þessir skiptar eru hluti af burðarlagi fyrir gagna- og síma- flutninginn á spítalanetinu. - jss DÓMSMÁL Lögmenn sakborninga í Dettifossmálinu gagnrýndu vinnu- brögð lögreglunnar harðlega þegar málið var tekið til aðalmeðferðar í gær, og sögðu hana hafa sýnt dóm- greindarleysi með því að grípa ekki inn í atburðarásina fyrr. Að auki töluðu þeir fyrir breytt- um hugsunarhætti þegar kæmi að ákvörðunum dómstóla um hæfileg- ar refsingar í málum eins og þess- um. „Það hefur ekki skilað neinum árangri að herða refsingar í fíkni- efnamálum, eins og gert hefur ver- ið hér á landi. Fíkniefnaneysla minnkar ekkert og harkan í glæpa- heiminum ekki heldur, þvert á móti virðist hún aukast ár frá ári. Fólk virðist gleyma því að það er ekki til nein sérstök tegund fíkniefnaneyt- anda, þetta er fólk úr öllum stétt- um,“ sagði Jón Magnússon, lög- fræðingur Óla Hauks Valtýssonar, eins sakborninganna sem játað hafa aðild að málinu. Allir sakborninganna í þessu máli voru í neyslu fíkniefna á þeim tíma sem fíkniefnasmyglið átti sér stað. Lögreglan fylgdist með sak- borningum í nokkrar vikur með símahlerunum áður en smyglið átti sér stað. Fíkniefnunum, tæpum átta kílóum af amfetamíni, sem reyndist eftir rannsókn vera út- þynnt með koffeini, var komið fyrir í loftpressu sem send var hingað til lands með vöruflutninga- skipinu Dettifossi. Vinnubrögð lögreglunnar voru undarleg að mati lögmanna sak- borninganna, „Lögreglan á að koma í veg fyrir afbrot ef hún mögulega getur og í þessu tilfelli er það alveg ljóst að hún virtist reyna eftir fremsti megni að þyngja skell þeirra sem þarna voru þátttakendur, og það er óábyrgt af lögreglunni að haga málum þannig. Í þessu máli svipti einn mannanna sem tengdust málinu sig lífi í gæsluvarðhaldi, meðal annars vegna þess hversu mikil spenna var komin í málið,“ sagði Jón. Brynjar Níelsson, lögmaður Hinriks Jóhannssonar, er sammála Jóni í þessu og segir þessa aðferða- fræði lögreglunnar gagnrýniverða. „Ég hef bent á það áður, í öðru ótengdu dómsmáli, að það getur reynst hættulegt að hækka spennu- stigið í glæpamálum eins og þess- um með því að grípa ekki inn í mál- in strax og það er hægt, ég tala nú ekki um þegar þátttakendur í mál- inu eru allir í mikilli neyslu fíkni- efna, eins og var í þessu tilfelli, þá þarf ekki mikið útaf að bregða svo illa fari.“ magnush@frettabladid.is www.verk.hi.is VERKFRÆÐI VERKFRÆÐIDEILD HÁSKÓLA ÍSLANDS Meistaradagur 2. júní kl. 13.00-18.00 í VR II, Hjarðarhaga 2-6 Meistaraverkefni styrkt af Orkuveitu Reykjavíkur 2004 - 2005 STOFNUN HÍ Meistaravörn: Leifur Arnar Kristjánsson Gerð líkana af aflþörf uppsjávarveiðiskipa Málstofa: Páll Valdimarsson, prófessor kynnir verkefni Purevsuren Dorj, M.Sc.: Varmaorkuver í Mongolíu Anna Karlsdóttir M.Sc. Hönnunarkerfi fyrir pípukerfi á háhitasvæðum Hlynur Kristinsson M.Sc. Hönnun pípuleiðar með aðstoð fjarlægðarvarpana fyrir landslag Steinar Ríkharðsson M.Sc. Greining hitavistar í hárri glerbyggingu – Tengibygging í höfuðstöðvum OR Íslenskir verkfræðingar eru leiðandi í rannsóknum á nýtingu jarðvarma. Orkuveita Reykjavíkur hefur stuðlað að framsæknu meistaranámi við Verkfræðideild HÍ með því að styrkja 4 til 5 meistaraverkefni á hverju ári og er heildarfjöldi 12 styrkir. Dagskrá og nánari upplýsingar á www.hi.is/page/md2005 E N N E M M / S IA / N M 16 6 0 8 Þarf að rannsaka einkavæð- ingu bankanna betur? SPURNING DAGSINS Í DAG: Myndir þú kaupa sumarhús af Orkuveitunni? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 18,29% 81,71% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN Viðskiptavinir Varðar Vátryggingafélags hf athugið! Skrifstofa félagsins að Skaftahlíð 24, í Reykjavík, flyst í Sætún 8, Reykjavík frá og með fimmtudeginum 2. júní 2005. Vörður Vátryggingafélag hf. Í HALDI SÚDANA Paul Foreman, yfirmanni Lækna án landamæra í Súdan, er gefið að sök að hafa dreift rógi um ríkisstjórnina. Margir telja þó að súdönsk stjórnvöld séu að reyna að þagga niður orðróm um sín eigin grimmdarverk í Darfur-héraði. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P LANDSPÍTALINN Bilunin í netkerfi spítalans varði í nær fimm klukkustundir. SAKBORNINGAR MÆTA Í DÓMSSAL Fjórir sakborninganna í málinu, Óli Haukur Valtýsson, Elísabet Arnardóttir, Tryggvi Lárusson og Hinrik Jóhannsson, mættu í dómssal í gær, en sá fimmti, Eiður Thorarensen Gunnlaugsson, mætti ekki til aðalmeðferðar í gær. JÓN MAGNÚSSONBRYNJAR NÍELSSON Lögreglan átti a› láta fyrr til skarar skrí›a Lögmenn sakborninga í Dettifossmálinu gagnr‡ndu lögreglu í gær fyrir a› grípa ekki fyrr inn í fíkniefnasmygl. fieir segja a› varhugavert geti veri› a› láta spennustigi› hækka í svo stórum glæpamálum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.