Fréttablaðið - 02.06.2005, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 02.06.2005, Blaðsíða 24
Mikið tap á Magasin Danir hafa ekki tekið íslenskum fjárfestum opnum örmum og eru þeir ósparir á gagnrýni í garð Ís- lendinga. Íslendingar sem eiga viðskipti í Dan- mörku þurfa oft að svara gagnrýni og rangfærslum Dana um íslenskt viðskiptalíf og hversu ótraustum fótum það standi. Danir gráta því örugglega ekki aukið tap Magasin á síðasta ári. Í danska viðskipta- blaðinu Börsen segir að Magasin bjóði eigendur sína velkomna með tvöfalt meira tapi en árið áður. Haft var eftir Hreiðari Má Sigurðssyni, forstjóra KB banka, á RÚV í gær að KB banka hefði verið vel tekið eftir kaupin á FIH en það hefði breyst eftir kaup Baugs á Magasin du Nord. Einnig birti RÚV viðtal við danskan viðskiptablaðamann sem rifjaði upp þegar óðaverð- bólga ríkti á Íslandi og krónan var felld á tveggja vikna fresti. Færri vissu hversu miklar framfarir hefðu átt sér stað síðan. Fylgst með einkavæðingarumfjöllun Á vef Iceland Review er daglega að finna hinar ýmsu fréttir af Íslandi og mun vefurinn vera mjög mikið lesinn af erlendum áhugamönnum um land og þjóð og ekki síður þeim sem búa hér á landi en eiga hægara með að lesa ensku en íslensku. Á þriðjudag birtist myndarleg út- tekt á vefnum þar sem farið var í saumana á greinarflokki Sigríðar Daggar Auðunsdóttur í Fréttablaðinu um einkavæðingu ríkisbankanna. Úttektin á Iceland Review er ansi ítarleg og gefur erlendum áhugamönnum um íslenskt viðskiptalíf vafalaust verulega innsýn í samspil stjórnmála og viðskipta. Nú þegar íslenskir at- hafnamenn eru orðnir svo umsvifamiklar að ef Íslendingur sést í Lundúnum eru hann umsvifa- laust grunaður um að ætla að kaupa stórfyrir- tæki er líklegt að útlenskir blaðamenn taki þessum skrifum Iceland Review fegins hendi þegar þeir vilja koma sér inn í mál hinna kaup- glöðu víkinga úr norðri. MESTA HÆKKUN ICEX-15 4.041 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 227 Velta: 2.323 milljónir +0,01% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Patricia Kap og Vito Kap seldu í gær ríflega tuttugu millj- ónir hluta í Flögu í gær á genginu 6,0. Gengi félagsins í gær var 4,87 en salan er í samræmi við samn- ing sem gerður var í fyrra. Yfirtökutilboð KB banka í Singer & Friedlander hefur verið framlengt til 14. júní. Greiningardeild KB banka spáir því að verðbólgan í ár verði 3,8 prósent en tólf mánaða verð- bólga nái lágmarki í næsta mán- uði og verði þá 2,4 prósent. Greiningardeild Landsbankans spáir 3,3 prósent verðbólgu í ár. Úrvalsvísitalan lækkaði í maí mánuði eftir að hafa hækkað stöðugt fyrstu fjóra mánuði árs- ins. Lækkunin í maí var 1,66 pró- sent. Þetta kom fram í Hálf fimm fréttum KB banka. 24 2. júní 2005 FIMMTUDAGUR Peningaskápurinn… Actavis 40,30 -0,49% ... Atorka 5,94 - 0,34% ... Bakkavör 35,60 +1,14% ... Burðarás 14,60 -0,68% ... FL Group 14,40 -0,35% ... Flaga 4,87 -1,22% ... Íslandsbanki 13,40 +0,37% ... KB banki 528,00 – ... Kögun 60,80 -0,33% ... Landsbankinn 16,40 – ... Mar- el 56,50 +0,36% ... Og fjarskipti 4,04 -0,25% ... Samherji 12,10 – ... Straumur 11,80 – ... Össur 76,50 -0,65% HB Grandi 2,94% SÍF 2,41% Bakkavör 1,14% Flaga -1,22% Tryggingamiðstöðin -0,95% Burðarás -0,68% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Umsjón: nánar á visir.is Haustakur Hvannakur Hjálmakur Jafnakur Krossakur Kaldakur Kornakur Nánari upplýsingar um lóðirnar, stærðir þeirra og nýtingu, einnig upplýsingar um hvernig væntanlegir kaupendur bera sig að við tilboðsgerð er að finna á vefsíðu Akralands www.akraland.is Þar er einnig að finna nauðsynleg gögn sem tilboðsgjafar þurfa að kynna sér, s.s. tilboðsskilmála, tilboðsskrá og sölu- og skipulagsskilmála. 23 lóðir í Akrahverfi, Garðabæ. Byggingarhæfar á haustmánuðum 2005. Tilboðum skal skila eigi síðar en föstudaginn 3. júní kl. 15:00 Tilboðum skal skila á skrifstofu Akralands þar sem allar nánari upplýsingar eru veittar um lóðirnar. Fasteignasölurnar Borgir og Eignamiðlun munu einnig annast milligöngu um sölu lóðanna og geta þeir sem hafa áhuga snúið sér þangað. gullmolinn á höfuðborgarsvæðinu Tilboðsfrestur útrunninn, var 20. maí Tilboðsfrestur 03. júní hz et a Akraland ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík sími 599 4000, fax 599 4001 www.akraland. is ATH. Lokafrestu r rennur út á morgun k l. 15.00 Skandia skilar gó›u uppgjöri Spár KB banka um af- komu á fyrsta ársfjórð- ungi voru oftast lengst frá hagnaði. Spár Íslands- banka og Landsbanka jafnoft lengst frá hagnaði. Greiningardeildir bankanna spáðu fyrir afkomu 13 fyrir- tækja á fyrsta ársfjórðungi og í sex tilvikum var greiningar- deild KB banka lengst frá réttri niðurstöðu. Bæði greiningardeild Íslands- banka og Landsbanka voru í fjórum tilvika lengst frá hagn- aði. Hagnaður Landsbankans var lengst frá spám en hann skilaði rúmlega 800 milljónum krónum meira í hagnað en spáð var. Hagnaður Íslandsbanka var lengst undir spám, spár gerðu ráð fyrir tæplega fjórum millj- örðum króna en bankinn skilaði rúmlega þremur milljörðum króna. Taka verður tillit til þess að aðeins tveir bankar spá fyrir um hagnað bankanna. Hlutfallslega voru spár um hagnað FL Group lengst frá hagnaði félagsins á fyrstu þrem- ur mánuðum ársins. FL Group var spáð tapi en hagnaðist um 25 milljónir. Sjö fyrirtæki voru yfir með- altalsvæntingum greiningar- deilda og sex voru undir. Þegar frávik spánna eru skoðuð hlutfallslega þá kemur í ljós að spár Íslandsbanka voru næst hagnaði fyrirtækjanna en KB banki var lengst frá. dogg@frettabladid.is Hagnaðurinn á fyrsta árshluta var 3,4 milljarð- ar íslenskra króna. Skandia-samstæðan er að rétta úr kútnum eftir taprekstur á síðasta ári en uppgjör félagsins sem var birt á þriðjudaginn var framar vonum markaðarins. Hagnaður Skandia-samstæðunnar, sem er að hluta til í eigu Burðaráss og KB banka, fyrir skatta á fyrsta árs- hluta, tvöfaldaðist á milli ára og var um 3,4 milljarðar króna. Tekjur fyrirtækisins námu um 33 milljörðum króna og jukust um tólf prósent frá fyrsta ársfjórð- ungi 2004. Gjöldin jukust hins vegar aðeins um sex prósent og voru um 30 milljarðar. Arðsemi eigin fjár var þrettán prósent á fyrsta ársfjórðungi og hækkaði úr ellefu prósentum fyrir sama tímabil í fyrra. Útlitið fyrir árið er gott að sögn tals- manna félagsins en rekstrartekj- ur hafa aukist verulega í apríl og maí frá fyrra ári. - eþa ÍSLENSKIR HAGSMUNIR Bæði Burðarás og KB banki eiga töluverða hagsmuni í Skandia enda stórir hluthafar í sænska tryggingarisanum. ASÍ segir hagstjórn á villigötum Hagdeild ASÍ segir þörf á breyttri hagstjórn eigi að forðast harkalega lendingu. Til að forðast harkalega lendingu þegar stóriðjuframkvæmdum lýkur er þörf á breyttri hagstjórn, segir í Vorskýrslu Hagdeildar Alþýðusambands Íslands. Tekur ASÍ þar með undir þau sjónarmið sem fram koma í nýútkominni skýrslu OECD. Segir í skýrslu ASÍ að hagvöxt- ur verði mikill næstu tvö árin en að jafnframt megi gera ráð fyrir vaxandi ójafnvægi í hagkerfinu auk þess sem viðskiptahalli muni áfram verða í meira lagi. Afleiðingin verði sú að krónan veikist, verðbólga aukist og kaup- máttur skerðist. ASÍ lýsir enn fremur yfir mikl- um áhyggjum af verðhækkunum á fasteignamarkaði og segir hrær- ingar á íbúða- og fasteignalána- markaði hafa ýtt undir ójafnvægi í hagkerfinu, á sama tíma og þensla vegna stóriðjufram- kvæmda nái hámarki. - jsk STÓRIÐJA Í Vorskýrslu ASÍ lýsir samband- ið yfir áhyggjum sínum af ójafnvægi í hag- kerfinu og hvað taki við er stóriðjufram- kvæmdum ljúki. HAGNAÐUR OG SPÁ GREININGARDEILDA BANKANNA Hagnaður* Spá Íslandsb. Spá Landsb. Spá KB banka KB banki 11.439 11.270 11.300 – Landsbanki Íslands 6.045 5.296 – 5.070 Burðarás 4.619 5.384 4.820 4.297 Straumur fjárf.banki 4.577 3.132 4.460 5.265 Íslandsbanki 3.038 – 3.470 4.385 Samherji 676 438 675 557 Og fjarskipti 199 223 34 145 Kögun 105 145 155 255 FL Group 25 -11 -34 -226 Actavis Group 11,1 15,2 16,9 13,8 í milljónum evra Bakkavör Group 4,2 4,5 3 3,6 í milljónum punda Össur 3,2 3,6 3,8 3,8 (í milljónum dollara) Marel 1,8 1,8 1,9 1,95 (í milljónum evra) *Í milljónum króna nema annað sé tekið fram Spár sjaldan á pari SPÁR OFT LANGT FRÁ HAGNAÐI Greiningardeild Ís- landsbanka var nákvæmari en hinar í spám um hagnað fyrirtækja á markaði á fyrsta ársfjórðungi. Fasteignafé- lag hagnast Eignarhaldsfélagið Fasteign skilaði um 120 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. Eignir fyrirtækisins voru 8,3 milljarðar og eigið fé nam 1,6 milljörðum króna. Stjórn félagsins ákvað að helmingur af hagnaðinum rynni til eigenda í formi arðs. Félagið er að stærstum hluta í eigu Íslandsbanka og Reykjanes- bæjar, sem hvor um sig á 35 pró- sent, en aðrir eigendur eru meðal annars Vestamannaeyjabær (12 prósent), Garðabær (8 prósent) og Sandgerðisbær (6 prósent). Eignir félagsins eru til dæmis höfuðstöðvar Íslandsbanka við Kirkjusand, Sjálandsskóli í Garðabæ og nýja Íþróttaaka- demían í Reykjanesbæ, auk fjöl- margra fasteigna í sveitarfélög- um um allt land. - eþa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.