Fréttablaðið - 02.06.2005, Blaðsíða 44
„Minn uppáhaldsstaður á landinu er Haganesvík í Fljót-
um í Skagafirði þaðan sem móðir mín, Björk Jónsdóttir,
er ættuð. Við fjölskyldan eigum okkur afdrep þar og ég
reyni að komast þangað eins oft og kostur er. Vorin eru
afskaplega fallegur tími í Haganesvík, fuglalíf er mikið á
þessum stað, gróðurinn skartar sínu fegursta og Fljótin
eru almennt gríðarlega falleg sveit,“ segir Birkir Jónsson,
þingmaður Framsóknarflokksins, en hann er ættaður frá
Siglufirði.
uppáhaldsstaðurinn minn }
BLÖNDUBÓL
GISTIHÚS Á BAKKA BLÖNDU
Kyrrðin aðeins rofin af fuglahvaki.
Gisting í smáhýsum eftir 1 Júlí.
Svefnpokagisting og uppbúin rúm.
Sími: 8923455
Blöndubyggð 9 / Blönduós
Gistihúsið Skúlagarður í
Kelduhverfi
Sími 465-2280
skulagardur@kelduhverfi.is
Notalegt gistihús sem býður upp á góðar veitingar í mat og
drykk.Tilvalið fyrir smærri ættarmót, veislur og fundi.
Við erum í næsta nágrenni við náttúruperlurnar Ásbyrgi,
Jökulsárgljúfur, Hljóðakletta, Hafragilsfoss og Dettifoss.
Verið velkomin,
Guðrún og Júlíus
NO RÐLENDINGAR ATHUGIÐ!!
Látið okkur sjá um málningarvinnuna í sumar .
Málum heimili, fyrirtæki og stofnanir
að innan og utan.
Málum einnig farkosti svo sem skip o.fl.
Doddi málari ehf alhliða málningarþjónusta
550 Sauðárkróki símar: 453-6769 og 898-5650
Seinni tímamörk tákna þann tíma sem gestir skulu yfirgefa hús.
Gæsla fyrir börn yngri en 8 ára, mánudaga - föstudaga kl. 10:00 - 11:00.
Börn yngri en 8 ára skulu vera í fylgd með 14 ára og eldri. Forstöðumaður.
Sunnudagur ...
Mánudagur ...
Þriðjudagur ...
Miðvikudagur ...
Fimmtudagur ...
Föstudagur ...
Laugardagur ...
10:00-18:00
06:45-21:00
06:45-21:00
06:45-21:00
06:45-21:00
06:45-21:00
10:00-18:00
Opnunartími í sumar frá 2. júní
S
un
dl
au
g
H
ús
av
ík
ur
S
un
dl
au
g
H
ús
av
ík
ur
Bjóðum alla hjartanlega velkomna til okkar í glæsilega kaffiteríu og
bakarí, bjóðum upp á heita súpu í hádeginu og nýbakað brauð
með.
Mikið úrval af tertusneiðum, rjómastykkjum, marsipanstykkjum,
napoleonsstykkjum, súkkulaðitertu og fleira góðgæti, ásamt nýmöl-
uðu rjúkandi kaffi. Einnig kakó, te og gosdrykkir.
Opnum kl 7˚˚ -18˚˚ alla virka daga
Opnum kl 8˚˚ -16˚˚ um helgar
Sauðárkróksbakarí
S-4555000
Gefa dýrunum framhaldslíf
Skinn af ísbjörnum, sauð-
nautum, hreindýrum, ref-
um, kanínum og elgum
ásamt öðrum algengari teg-
undum blasa við á sýningu í
gamla skólahúsinu á Hjalt-
eyri við Eyjafjörð. Einnig
hrosshár, ull og tré.
Þær Lena Zachariasson og Barbara
Kepinski sem reka fyrirtækið
Skruggu standa að sýningunni og
öll skinnin hafa þær unnið sjálfar.
Þær keyptu húsið fyrir tveimur
árum en Skrugga var áður til í
gömlu minkahúsi frammi í Skíða-
dal. Lena segir forvitnina hafa hrint
sér af stað í skinnavinnslu fyrir
tuttugu árum. „Þetta byrjaði þannig
að ég eignaðist nokkur geitaskinn
og langaði að spinna ullina svo ég
rakaði hana af. Þá fór ég að hugsa
um hvað ég gæti gert við skinnin
og reyndi að súta þau. Það
mislukkaðist algerlega en ég hef
ekki stoppað síðan.“ Barbara gekk
til liðs við Lenu fyrir fjórum árum.
„Ég kom til Íslands og hélt ég væri
að fara að vinna á bóndabæ en það
var þá ekkert venjulegur bær held-
ur var það bara Skrugga! Ég kunni
ekkert með skinn að fara en heill-
aðist algerlega af þessari vinnslu og
er því hér enn. Meira að segja búin
að kaupa hús,“ segir hún skellihlæj-
andi.
Þær stöllur súta öll sín skinn sjálf-
ar og vinna þau í höndunum nema
hvað stærstu húðirnar eru settar í
tromlu til mýkingar. „Það er ekkert
til sem heitir vond lykt, ógeðslegt
eða ljótt í sambandi við skinnin
heldur er þetta það sem dýrin gefa
okkur. Hér er til dæmis folald sem
dó í fæðingu og við grétum þegar
við fláðum það,“ segir hún og
strýkur litla skinnið. „En það er líka
gaman að geta snert það og búið til
eitthvað fallegt úr því. Þannig
gefum við því framhaldslíf.“ Hún
fullyrðir að ekkert dýr sé drepið
fyrir þær heldur falli þau til með
öðrum hætti. Þær hafa tileinkað sér
gömlu íslensku hrosshársvinnuna
og líka kynnt sér hvernig hrosshár
var slegið á mexíkóskan hátt.
„Hugmyndin er að fara út í nútíma-
legri hönnun á ýmsu en það er gott
að byggja á gömlum grunni,“ segja
þær.
Andi skólans er í einni stofunni.
Þar hanga landabréf og ýmislegt
sem minnir á upprunalegt hlutverk
hússins. „Við fundum ýmislegt inni
í gamla bókasafninu og reynum að
láta það lifa líka,“ segja þessar
kjarnakonur að lokum.
gun@frettabladid.is
Þær Barbara og Lena segja ekkert dýr drepið fyrir þær heldur falli skinnin til með öðrum
hætti.
10 ■■■ { NORÐURLAND } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
FR
ÉT
TA
BL
AÐ
IÐ
/G
U
N
.
Ýmsir smáhlutir úr skinnum og nautspungum.
Það er húmor í ýmsum hlutum á sýningunni. Þetta heitir rassbest og það er gott að
hafa til að geta sest niður hvar sem er úti í náttúrunni án þess að fá blöðrubólgu.
BIRKIR JÓN JÓNSSON ÞINGMAÐUR
FRAMSÓKNARFLOKKSINS
HAGANESVÍK Í FLJÓTUM