Fréttablaðið - 02.06.2005, Blaðsíða 4
KAUP
Gengisvísitala krónunnar
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
USD
GBP
EUR
DKK
NOK
SEK
JPY
XDR
64,47 64,77
116,79 117, 35
78,81 79,25
10,59 10,65
9,94 9,99
8,63 8,68
0,59 0,60
94,66 95,22
GENGI GJALDMIÐLA 01.06.2005
GENGIÐ
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
SALA
110,63 -0,59%
4 2. júní 2005 FIMMTUDAGUR
Héraðsdómur Reykjavíkur:
Öryggismálin í ólestri
DÓMSMÁL Barbara Björnsdóttir,
skrifstofustjóri í Héraðsdómi
Reykjavíkur, segir öryggis-
gæslu óviðunandi í húsi héraðs-
dóms sem stendur. Sérstaklega
verði að gera breytingar þar
sem umgangur almennings í
húsið, þar sem það stendur í al-
faraleið í miðbænum, sé tölu-
verður. „Við höfum óskað eftir
því við Dómstólaráð að öryggis-
gæsla verði aukin í húsinu. Við
teljum orðið nauðsynlegt að
auka hér öryggi, ekki síst fyrir
starfsfólkið,“ segir Barbara, en
staða öryggismála hefur komist
í umræðuna að undanförnu eftir
að sparkað var í Reyni Trausta-
son, ritstjóra Mannlífs, rétt áður
en hann bar vitni í héraðsdómi á
þriðjudag.
Elín Sigrún Jónsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Dómstólaráðs,
segir ráðið hafa tekið málið til
greina. „Við höfum óskað eftir
því að settir verði auknir fjár-
munir í þetta verkefni á næsta
starfsári. Vonandi verður hægt
að verða við þeirri beiðni“. - mh
Sí›asti naglinn í kistu
stjórnarskrársáttmálans
EVRÓPUSAMBANDIÐ Hollenskir
kjósendur fylgdu Frökkum á
eftir og felldu stjórnarskrár-
sáttmála Evrópusambandsins í
þjóðaratkvæðagreiðslu í gær
með afgerandi hætti. Allt útlit
er því fyrir að dagar sáttmálans
séu þar með taldir.
Það væri synd að segja að
dómur hollenskra kjósenda hafi
komið á óvart því allar skoðana-
kannanir bentu til að þeir myndu
kjósa á sömu lund og Frakkar
gerðu á sunnudaginn. Þegar
kjörstaðir voru opnaðir í gær-
morgun var ljóst að Hollending-
ar vildu ólmir nýta sér kosninga-
rétt sinn og þegar yfir lauk höfðu
62 prósent þeirra greitt atkvæði.
Það er mun betri kjörsókn en
bjartsýnustu spár höfðu gert ráð
fyrir. Útgönguspár sem birtar
voru fljótlega eftir lokun kjör-
staða í gærkvöld bentu til að 62
prósent hefðu hafnað sáttmálan-
um á móti þeim 38 prósentum
sem greiddu honum atkvæði sitt.
Fréttamenn sem ræddu við
kjósendur í gær áttu í stökustu
vandræðum að finna fólk sem
var hlynnt stjórnarskránni. Hin-
ir fjölmörgu andstæðingar
plaggsins sögðust hins vegar ótt-
ast að yrði hún samþykkt myndi
rödd Hollands verða heldur
mjóróma í risastóru sambands-
ríki Evrópu. Aðrir sögðust óá-
nægðir með frammistöðu ríkis-
stjórnarinnar í innanlandsmál-
um og enn aðrir töldu að ef
stjórnarskráin yrði samþykkt
yrði fljótlega dregið úr því
frjálsræði sem Hollendingar
kjósa, eins og sést á afstöðu
þeirra til kannabisefna, líknar-
dráps og vændis.
Eftir atkvæðagreiðsluna í
Frakklandi hvöttu leiðtogar að-
ildarríkja Evrópusambandsins
til að staðfestingarferlið héldi
áfram í hinum löndunum. Nú
þegar annað stofnríki sam-
bandsins hefur hafnað stjórnar-
skrársáttmálanum á fáeinum
dögum er vandséð hvaða til-
gangi það þjónar því öll
aðildarríkin 25 verða að leggja
blessun sína yfir hann.
Þegar næsti leiðtogafundur
sambandsins verður haldinn í
Brussel eftir tvær vikur er því
líklegra að ráðamenn brjóti
grundvallaratriði Evrópusam-
vinnunnar til mergjar í stað
þess að leita leiða til að fá
stjórnarskrána samþykkta í ein-
hverri mynd í aðildarríkjunum.
Ekki er þó búist við að
sambærileg uppstokkun sé fram
undan í hollensku ríkisstjórn-
inni og þeirri frönsku þar sem
Jean-Pierre Raffarin forsætis-
ráðherra var leystur frá störf-
um og nýr maður skipaður í
hans stað.
sveinng@frettabladid.is
Ríkisstjórnarfundur:
Hrókurinn
fær styrk
SKÁK Samþykkt var á ríkisstjórnar-
fundi á mánudag að veita skákfélag-
inu Hróknum þrjár milljónir króna í
styrk vegna unglingastarfs. Sam-
kvæmt upplýsingum frá forsætis-
ráðuneytinu þótti eðlilegt að styðja
við bakið á því góða starfi sem skák-
félagið hefur haldið uppi undan-
farin ár.
Spurður um þýðingu styrksins
fyrir starfið segir Hrafn Jökulsson,
forseti Hróksins: „Við erum að
ljúka við að heimsækja alla grunn-
skóla landsins og styrkurinn trygg-
ir framtíð Hróksins sem skóla- og
barnaskákfélags næstu árin.“ - oá
HEILSAST VEL Fætur Milagros Cerron, 13
mánaða gamals stúlkubarns, voru skildir
að í flókinni aðgerð.
Nýr þjóðarpúls Gallup:
Framsókn í
lágmarki
SKOÐANAKÖNNUN Í nýjasta þjóðar-
púlsi Gallup hlaut Framsóknar-
flokkurinn lægstu útkomu sem
mælst hefur í
skoðanakönnun-
um Gallup, en
hann mældist með
8,5 prósent fylgi.
Áður hafði hann
neðst mælst í 10
prósentum, en
flokkurinn fékk 18
prósent atkvæða í síðustu kosn-
ingum. Ríkisútvarpið sagði frá
þessu í gær.
Fylgi við Samfylkinguna og
Sjálfstæðisflokkinn jókst lítillega
frá síðustu könnun. 38 prósent
svarenda styðja Sjálfstæðisflokk-
inn og 34 prósent styðja Samfylk-
inguna. Fylgi Vinstri grænna er
óbreytt í 15 prósentum og Frjáls-
lyndi flokkurinn var með um 5
prósent og breyttist lítið.
Könnunin var gerð frá 27. apríl
til 25. maí. ■
VEÐRIÐ Í DAG
BANDARÍKIN
BARN ÁKÆRT FYRIR MORÐ Níu
ára stúlka hefur verið ákærð
fyrir að hafa banað ellefu ára
stúlku með því að stinga hana í
brjóstið með steikarhníf. Stúlk-
urnar bjuggu báðar í New York
og segja lögregluyfirvöld að sú
yngri hafi stungið þá eldri vegna
átaka um bolta. Telpan fer nú
fyrir fjölskyldudómstól í New
York-ríki eins og venja er með
börn yngri en 14 ára.
DRÁPU HEIMILISLAUSAN Tveir
táningar í Flórída hafa verið
ákærðir fyrir að hafa drepið
heimilislausan mann sér til
skemmtunar. Samkvæmt rann-
sóknarlögreglumönnum sögðust
táningarnir hafa drepið manninn
„til þess að hafa eitthvað að
gera“. Árásarmennirnir fóru
þrisvar sinnum aftur á vettvang
til að skoða líkið áður en lögregla
fann það.
BARBARA BJÖRNSDÓTTIR
Skrifstofustjóri Héraðsdóms Reykjavíkur
segir orðið nauðsynlegt að koma öryggis-
málum í húsinum í eðlilegt horf.
HALLDÓR
ÁSGRÍMSSON
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P
Heilbrigðisráðherra:
Tólf styrktir
HEILBRIGÐISMÁL Jón Kristjánsson,
heilbrigðis- og tryggingamálaráð-
herra, veitti veitti heilbrigðis-
starfsmönnum tólf gæðastyrki á
mánudag.
49 sóttu um styrki að þessu
sinni og bárust umsóknir hvaðan-
æva af landinu. 26 umsóknir um
gæðastyrki bárust frá starfs-
mönnum Landspítala - háskóla-
sjúkrahúss og sagði ráðherra
þegar hann veitti styrkina að það
sýndi áhuga starfsmanna spítal-
ans á því að gera þjónustuna betri
og markvissari. - jss
Hafmeyjustúlkan:
Vel heppnu›
a›ger›
LÍMA, AP Læknar skildu að til fulls
fótleggi stúlkubarns sem þjáðist af
hafmeyjuheilkenninu svokallaða í
aðgerð í Perú í fyrradag. Þeir
sögðu að henni lokinni að hún hefði
heppnast framar vonum. Lýta-
læknar, barnalæknar og hjarta-
læknar tóku þátt í þessari flóknu
aðgerð. Hafmeyjuheilkennið er
sjaldgæfur erfðagalli sem lýsir sér
á þann hátt að á fósturstigi vaxa
fótleggir barnsins saman í stað
þess að þroskast sjálfstætt.
Aðgerðin tók hálfan fimmta
tíma en upphaflega stóð til að
skilja fætur stúlkunnar að upp að
hnjám í þessari fyrstu atrennu.
Hins vegar gekk aðgerðin það vel
að fæturnir voru skildir að að
fullu. ■
A› líkindum ráku Hollendingar stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins
ná›arhöggi› í fljó›aratkvæ›agrei›slu sinni í gær. 62 prósent fljó›arinnar höfn-
u›u sáttmálanum en a›eins 38 prósent greiddu honum atkvæ›i sitt.
JAN PETER BALKENENDE Þegar hollenski forsætisráðherrann mætti á kjörstað í gær var
hann bjartsýnn á að þorri landa sinna segði já í kjörklefanum. Honum varð ekki að ósk
sinni.