Fréttablaðið - 02.06.2005, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 02.06.2005, Blaðsíða 23
KARL GÚSTAF ÁSGRÍMSSON SKRIFAR UM LÍFEYRISGREIÐSLUR TIL ALDRAÐRA                Upplýst var á Alþingi fyrir skemmstu að við Íslendingar höfum verið að taka upp innan við 6,5% af lagagerðum Evrópu- sambandsins í gegnum samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) á þeim rétt rúma áratug sem við höfum verið aðilar að honum. Voru þessar upplýsingar fengnar frá skrifstofu EFTA í Brussel en ljóst er að þær eru í hrópandi mót- sögn við þann áróður sem íslenzkir Evrópusambandssinnar hafa haldið að almenningi hér á landi á undan- förnum árum þess efnis að umrætt hlutfall væri 70-80% og jafnvel allt upp í 90%. Hafa þær fullyrðingar verið eitt af lykilatriðunum í áróðri þeirra fyrir því að Ísland ætti að ganga í Evrópusambandið, þ.e. að við værum hvort sem er að taka upp nánast allar lagagerðir sam- bandsins og gætum því allt eins gengið í það. Nú hefur hins vegar verið sýnt fram á svo um munar að ekki hefur staðið steinn yfir steini í þessum málflutningi. Það hefur annars verið afar fróðlegt, svo ekki sé meira sagt, að fylgjast með neyðarlegum viðbrögðum þeirra forystumanna íslenzkra Evrópu- sambandssinna sem tjáð hafa sig um þessar nýfengnu upplýsingar. Hafa viðbrögðin helzt einkennst af fálmi og vandræðalegum tilraunum til þess að hanga á einhverjum smá- atriðum í því skyni að reyna að draga 6,5% töluna í efa. Það er reyndar ekki sama hvaða forystu- maður Evrópusambandssinna á í hlut. Þannig hafa Eiríkur Berg- mann Einarsson, fyrrv. stjórnar- maður í Evrópusamtökunum, og Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmað- ur Samfylkingarinnar, reynt að draga niðurstöðu skrifstofu EFTA í efa á sama tíma og Andrés Péturs- son, formaður Evrópusamtakanna, hefur gengizt við henni eftir því sem bezt verður séð. Andrés ritaði grein í Morgunblaðið á dögunum þar sem ekki kom fram neinn efi um það að 6,5% talan ætti við rök að styðjast. Hins vegar vildi hann meina að áhrif þeirra tæplega 6,5% lagagerða Evrópusambandsins, sem Ísland hefur gengizt undir vegna EES-samningsins, skiptu meira máli en hversu hátt hlutfall af heildarlagagerðum sambandsins við hefðum tekið upp. Þarna kveður auðvitað við algerlega nýjan tón í málflutningi Evrópusambands- sinna í þessum efnum sem einmitt hefur hingað til allur snúist um það hversu hátt hlutfallið væri en ekki um vægi einstakra lagagerða. Eins og áður segir hefur tilgangurinn með þeim málflutningi verið sá að telja almenningi á Íslandi trú um að við værum að taka yfir nánast allar lagagerðir Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn og gætum því allt eins bara gengið í sambandið. Einn sjálfskipaði „Evrópusérfræðingurinn“ úr þeirra röðum gekk jafnvel svo langt hér um árið að segja að Evrópuumræðan hér á landi ætti ekki að snúast um það hvort Ísland ætti að ganga í Evrópusambandið heldur hvort það ætti að ganga úr því. En nú hefur sem sagt verið sýnt fram á með afgerandi hætti að þessi ómerkilegi áróður hefur verið algerlega úr lausu lofti gripinn og rúmlega það. Þar með hefur verið gert að engu eitt af lykilatriðunum í málflutningi íslenzkra Evrópusam- bandsinna og því í sjálfu sér ekki að furða að þeir séu í sárum. Höfundur er stjórnarmaður í Heims- sýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum, og sagnfræðinemi. Evrópusambandssinna›ur vandræ›agangur HJÖRTUR J. GUÐMUNDSSON SKRIFAR UM REGLUGERÐIR ESB Undanfarin misseri hefur farið fram nokkur umræða um mál- efni aldraðra og hafa stuðnings- menn ríkisstjórnar talað mikið um að vel sé gert að öldruðum og þá sérstaklega við hina lægst launuðu og vitna þar í að tekju- tryggingarauki hafi hækkað verulega, sem er rétt, hann hækkaði um 2000 kr. eftir samn- ing 2002, en það gleymist alltaf að segja frá því að þennan tekju- tryggingarauka óskertan fengu aðeins 347 manns miðað við 1. des. 2004, og ef menn vinna fyrir nokkrum krónum þá skerðist tekjutryggingaraukinn strax. Er þetta réttlæti fyrir aldraða? Eldri borgarar, sem eru komnir á eftirlaun, eða við það að komast á eftirlaun hafa alla sína tíð greitt til almannatrygg- inga án þess að það hafi nokkurn tíma verið dregið frá skatti, verða nú að greiða skatta af grunnlífeyri sem þeir fá frá almannatryggingum. Þarna eru aldraðir að greiða skatta af endurgreiðslu sem þeir eru að fá og voru búnir að greiða skatta af áður. Þarna er því raunverulega um tvísköttun að ræða. Er þetta réttlæti fyrir aldraða? Þeir eldri borgarar sem fá einhverjar greiðslur úr lífeyrissjóðum, verða að búa við það, að þessar greiðslur hafa áhrif á tekjutryggingu Trygg- ingastofnunar, að tekjutrygging lækkar í hlutfalli við auknar greiðslur úr lífeyrissjóði, þannig virka auknar tekjur úr lífeyrisjóði, sem lækkun annara tekna. Þá má benda á að hækkun frítekjumarka fylgir ekki kaup- gjalds- eða launavísitölu, og skattleysismörk hafa lækkað mikið sem hlutfall að launum frá 1988 er staðgreiðslukerfið var tekið upp. Er þetta réttlæti fyrir aldraða? Nú eru margir eftirlauna- þegar sem fá greiðslur úr lífeyr- issjóðum og eru þessar greiðsl- ur skattlagðar sem launatekjur, sem er alveg furðulegt þar sem vitað er að, um tveir þriðju af útgreiðslum lífeyrissjóða eru vegna vaxta tekna, en ekki beinnar inngreiðslu. Tveir þriðju af lífeyristekjum, eða því sem næst, eiga því að skatt- leggjast sem fjármagnstekjur en ekki sem venjulegar launa- tekjur. Á þetta vill fjármálaráðherra ekki fallast og bendir öldruðum á dómstóla til að fá úrskurð. Ráðherra getur breytt reglu- gerð og fengið í gegn lagabreyt- ingu mjög fljótlega til að fá þetta á hreint ef lög og reglu- gerðir eru það illa úr garði gerð- ar að menn geta ekki verið sam- mála. Þetta er sjálfsagt enn ein grein af réttlæti til handa öldruðum. Höfundur er ellilífeyrisþegi. Réttlæti og aldra›ir 23FIMMTUDAGUR 2. júní 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.