Fréttablaðið - 02.06.2005, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 02.06.2005, Blaðsíða 38
„Skólabúðirnar í Reykjaskóla í Hrútafirði eru opnar allt árið, frá því í endaðan ágúst fram í byrjun júní og yfir veturtímann um helg- ar,“ segir Karl B. Örvarsson, sem rekur Reykjaskóla. Tvenn hjón reka skólann, auk Karls eru það kona hans, Halldóra Árnadóttir, og hins vegar Þorvarður Guðmundsson og Ingunn Petersen. „Á sumrin tökum við á móti hópum til okkar fyrir ættarmót og nemendamót, og einnig félagasamtökum og fyrir- tækjum. Yfir veturinn eru að koma á milli 2.500-2.700 börn til okkar á aldrinum 12 og 13 ára. Ásókn til okkar hefur verið mikil, það komast hingað færri að en vilja. Í Reykjaskóla er mjög góð aðstaða til að taka á móti stórum hópum. Við erum með gistirými fyrir allt að 120 manns í tveggja til fjögurra manna herbergjum. Hér er stórt íþróttahús, stór og bjartur matsalur, 25 metra sundlaug, heitir pottar, gufubað og mjög stórt leikrými innandyra sem þjónar vel þeirri starfsemi sem hér er í gangi. Það er gaman frá því að segja að við reyn- um að leggja áherslu á hollan og góðan mat og afslappað andrúms- loft,“ segir Karl, sem er matreiðslu- maður að mennt. „Við tökum af krökkunum farsímana við komuna, þeir fá ekkert sælgæti og dagurinn er mjög langur hjá þeim, frá átta á morgnana og fram til tíu á kvöldin. Krökkunum finnst við ansi strangir í upphafi, en kyssa okkur og kjassa þegar þeir fara héðan. Þeir átta sig á því að það er mjög gott að vera laus við farsíma og sælgæti í ein- hvern tíma.“ Reykjaskóli er 12 kílómetra fyrir norðan Staðarskála, miðja vegu á milli Reykjavíkur og Akureyrar. „Fjaran hefur mikið aðdráttarafl hjá okkur, þar er mikið fuglalíf og einnig vegna þess að við bjóðum upp á kajakróður í firðinum. Byggðasafnið á staðnum hefur sömuleiðis mikið aðdráttarafl en þar er hið fræga hákarlaskip Ófeig- ur. Á veturna höfum við gjarnan tekið á móti kórum og tónlistar- hópum sem sjá sér hag í því að koma hingað í æfingarbúðir. Þeim finnst gott að geta komið hingað í kyrrðina þar sem ekkert truflar þá æfingarnar.“ Viltu komast í tengsl við náttúruna? Upplifa Ísland í nýju ljósi á hestbaki? Fallegir dalir, vötn, og litríkt og fallegt landslag býður ykkar. Komið og upplifið ekta sveitabæ með öllum dýrum. Polarhestar, Eyjafirði bjóða uppá hestaferðir á Norðurlandi, fyrir bæði vana og óvana og farið er í mislangarferðir. Skelltu þér í magnaða ferð og upplifðu lífið. Nánari upplýsingar: www.polarhestar.is og í síma 463-3179 Tökum að okkur allskyns viðhald, á hurðum, gluggum innréttingum og allt viðtengt húsasmíði. Láttu fagmenn vinna verkið og fáðu meira fyrir peningin. Byggingarfélagi› Berg ehf. Siglufirði. Sími: 467-1655 Ferðaþjónustan í Lundi í Öxarfirði Opið frá 10. júní-28. ágúst 2005 Netfang: lundur@dettifoss.is Símanúmer: 465-2247 gsm: 845-9538 Lundur er í Birkiskógi og við þjóðbraut, í næsta nágrenni eru merkir áningastaðir s.s. Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfr- um (6 km.) Hljóðaklettar, Detti- foss, Rauðinúpur og Hrauhafn- artangi. Í boðið eru uppbúin rúm og svefnpokagisting,einnig er veitingasala á staðnum. Tjaldgisting á góðu tjaldsvæði, mjög góð leikaðstaða er fyrir börnin, einnig er sundlaug með heitum potti. Staðurinn er til- valinn fyrir allskyns ættarmót og stærri samkomur. Veitingahúsið Brekka Hrísey A la carte - Pizza Hamborgarar - kaffi og kökur. Gisting í 2 manna herbergjum Sími/phone: 4661751 - Gsm:6953737 www.sjallinn.is/brekkahrisey - brekka@sjallinn.is Hríseyjarferjan Sævar Hin árlega Flateyjarferð verður farin laugard. 18/6 nk. Munið að panta snemma þar sem margir hafa setið eftir í síðustu ferðum. Sumaráætlun tekur gildi 15/6 nk. Eyfar ehf. sími 695-5544 » Í björgunum við Langanes er mikil svartfuglabyggð. Kajakróður í firðinum nýtur vinsælda, ekki síst í góðu veðri sem þessu. Án farsíma og sælgætis Skólabúðirnar í Reykjaskóla í Hrútafirði hafa verið reknar frá árinu 1988 þegar héraðs- skólinn var lagður niður en tvenn hjón eru búin að reka staðinn síðastliðin fjögur ár. 4 ■■■ { NORÐURLAND } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Reykjaskóli í Hrútafirði. Tökum að okkur réttingar og málun Bílréttingar og Málun ehf Frostagötu 3b 603 Akureyri 4627688 / 8662467
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.