Fréttablaðið - 02.06.2005, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 02.06.2005, Blaðsíða 47
Bakpokaferðalag Á bakpokaferðalögum er gott að rúlla fötunum sínum upp í pylsur og geyma þau þannig í bakpokanum. Fötin krumpast síður ef þau eru upprúlluð og það er auðveldara að finna rétta flík þegar leitað er í pokanum.[ ] Útivistarföt eru líka tískufatnaður GLÆNÝ 66˚ NORÐUR VERSLUN Í BANKASTRÆTI 5 Í REYKJAVÍK VAR OPNUÐ Á DÖGUNUM. Verslunin er afar glæsileg og stílhrein og aðgengilega uppsett. Þar fæst allt það nýjasta frá 66˚ Norður og auðvit- að er allur fatnaður í versluninni ís- lensk hönnun. Það sem einkennir útivistarföt 66˚ Norður er að þau eru flott – rétt eins og tískuföt. Þau henta í alls kyns veðri en geta líka vel gengið við gallabuxur og pils í vinnunni eða bænum. Þetta er lífstílssföt sem eru ekki bara flott heldur líka þægileg. lilja@frettabladid.is Hvít ullarpeysa 9.990 krónur Svört peysa 7.990 krónur Svartar buxur 6.990 krónur Peysa er glæný og fæst bara í versl- uninni Bankastræti bæði í karla- og kvennastærðum. Buxurnar og peys- an eru úr öndunarefni og mjög þægileg. Þetta eru í raun nærföt en eru það flott að hægt er að nota þau sem venjuleg föt. Útivistarjakki 22.900 krónur Útivistarbuxur 22.900 krónur Buxur eru ekki til en eru væntanleg- ar í haust. Fleiri litir af jakkanum koma í haust. Þetta eru fullkom- in útivistarföt. Þau eru fyrir þá sem eru mikið í útivist þar sem þau eru vindheld, hrinda frá sér vatni og anda. Jakki 18.990 krónur Buxur 13.990 krónur Peysa 7.990 krónur Þetta er léttur fatnaður sem er vind- og vatns- heldur og andar. Rennilás er vatnsheldur. Stuðningur er við alla álagspunkta. Frágangur er mjög góður og allir saumar límdir. Barnagalli 3.950 krónur Vettlingar frá 950 krónum Gengur á hvaða árstíð sem er fyrir litla fólkið sem má ekki láta sér verða kalt. Ratleikur Hafnarfjarðar eru tíu ára í ár en það er útivist- arleikur sem stendur í allt sumar. Keppendur í leiknum þurfa að ná sér í ratleikskort sem er ókeypis en hægt er að nálgast það í Þjón- ustuveri Hafnarfjarðar, á sund- stöðum á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Þema leiksins í ár er hellar, skútar og fylgsni í nágrenni Hafn- arfjarðar. Ratleikurinn gengur út á að finna ratleiksspjöld með hjálp ratleikskortsins og frekari vísbendinga. Í ár er í fyrsta sinn boðið upp á þrjá styrkleikaflokka: Léttfeta, Göngugarp og Þrauta- kóng en munurinn felst í fjölda þeirra spjalda sem þátttakendur leita að. Dreginn verður út einn vinningshafi í hverjum styrk- leikaflokki og þrír þátttakendur fá einnig glaðning. Þegar þátttakandi hefur fundið átta ratleiksspjöld getur hann skilað inn lausnum í Léttfeta- flokki, eftir tuttugu spjöld er hann gjaldgengur í Göngugarpa- flokkinn og eftir öll 28 spjöldin er sá hinn sami svo sannarlega Þrautakóngur. Þegar tilskildum fjölda spjalda er náð er lausnar- blaðinu skilað í Þjónustuver Hafnarfjarðar í síðasta lagi 19. september. ■ Veiðifréttir í samstarfi við flugur.is Dúndurfiskar í veiðinni! Það þarf ekki að fara í laxveiði til að ná í stóra fiska: Síðasta vika sannaði að stórsilungar eru á ferð líka. Bragi Guðbrandsson náði níu punda urriða í Mjósundi í Laxá á urriðasvæðinu í opnun þar, fiskurinn tók svartan Nobbler og komst þar með á forsíðu flugur.is! Það sem meira var, félagi Braga, Yngi Örn Kristinsson tók sjö pundara. Í Varmá kom svo risableikja á land, Ríkharður Hjálmarsson tók 11 punda fisk við Stífluna og alls 14 fiska á bilinu 4-11 pund! Menn hefðu þakkað fyrir slíkan afla í opnun í Norðurá, en þar hafði enginn lax veiðst fram að hádegi! Opnunin á ur- riðasvæðinu var stórfín, loksins kom vorið norður, fiskurinn var fallegur og mörg svæði gáfu ævintýralega veiði, bæði á púpur og straumflugur. Rekt- orinn var sterkur að venju í straum- flugnadeildinni. Laxa hefur orðið vart víða: í Kjós og Borgarfirði, svo vænta má góðrar byrjunar, en Blanda fer í gang 5. júní og þegar sést fimm fisk- ar þar. Mikill þurrkur hefur verið að undanförnu og því gilda ekki sömu gömlu vorveiðiráðin og áður með þungum flugum og sökklínum; vatns- staða er núna í júní svipuð og oft áður í júlíveiði, hví ekki að fara beint í smáflugur og jafnvel örflugur í laxin- um? Gæðaflugur? Nokkur umræða hefur skapast um gæði flugna í búðum. Þær eru satt að segja mjög misjafnar og kalla veiði- menn nú eftir því að verslunareig- endur „gæðamerki“ flugurnar. Að minnsta kosti þarf einhvers konar flokkun til að tryggt sé að menn standi ekki með handónýtar flugur á bakkanum, en á því hafa verið brögð. Veiðimenn hafa kvartað nokkuð í bréfum til okkar á flugur.is og telja ódýrar innfluttar flugur séu í sölunni og þær ekki allar góðar -við ráðleggj- um mönnum að ræða málið við upp- áhalds veiðikaupmann sinn. Umfjöll- un um gæðaflugur og veiði verður í Flugufréttum á flugur.is í fyrramálið. Heilræði vikunnar: Hugaðu að línunni! Hvort sem menn veiða með flugulínu eða girni á kasthjóli þarf að huga að línunni áður en haldið er í fyrsta veiðitúr. Fluguveiðimenn ættu að bóna línuna með sleipiefnum og treysta alla hnúta – og ekki nota taumgirni frá í fyrra! Þeir sem nota kasthjól ættu að fara beint í næstu búð og skipta, krullað girni er óbæri- lega truflandi við veiðar! Fleiri veiðifréttir daglega og heilræði við veiðar á www.flugur.is; Flugufrétt- ir koma alla föstudaga í tölvupósti til áskrifenda á flugur.is með ítarlega umfjöllun um allt sem varðar veiði- skap í sumar. Óskar Páll Sveinsson tók flottan í Mý- vatnssveit. Hægt er að nálgast ratleikskortið í Þjónustuveri Hafnarfjarðar og á sundsstöðum á höfuð- borgarsvæðinu. Léttfeti, Göngugarpur og Þrautakóngur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.