Fréttablaðið - 02.06.2005, Síða 47

Fréttablaðið - 02.06.2005, Síða 47
Bakpokaferðalag Á bakpokaferðalögum er gott að rúlla fötunum sínum upp í pylsur og geyma þau þannig í bakpokanum. Fötin krumpast síður ef þau eru upprúlluð og það er auðveldara að finna rétta flík þegar leitað er í pokanum.[ ] Útivistarföt eru líka tískufatnaður GLÆNÝ 66˚ NORÐUR VERSLUN Í BANKASTRÆTI 5 Í REYKJAVÍK VAR OPNUÐ Á DÖGUNUM. Verslunin er afar glæsileg og stílhrein og aðgengilega uppsett. Þar fæst allt það nýjasta frá 66˚ Norður og auðvit- að er allur fatnaður í versluninni ís- lensk hönnun. Það sem einkennir útivistarföt 66˚ Norður er að þau eru flott – rétt eins og tískuföt. Þau henta í alls kyns veðri en geta líka vel gengið við gallabuxur og pils í vinnunni eða bænum. Þetta er lífstílssföt sem eru ekki bara flott heldur líka þægileg. lilja@frettabladid.is Hvít ullarpeysa 9.990 krónur Svört peysa 7.990 krónur Svartar buxur 6.990 krónur Peysa er glæný og fæst bara í versl- uninni Bankastræti bæði í karla- og kvennastærðum. Buxurnar og peys- an eru úr öndunarefni og mjög þægileg. Þetta eru í raun nærföt en eru það flott að hægt er að nota þau sem venjuleg föt. Útivistarjakki 22.900 krónur Útivistarbuxur 22.900 krónur Buxur eru ekki til en eru væntanleg- ar í haust. Fleiri litir af jakkanum koma í haust. Þetta eru fullkom- in útivistarföt. Þau eru fyrir þá sem eru mikið í útivist þar sem þau eru vindheld, hrinda frá sér vatni og anda. Jakki 18.990 krónur Buxur 13.990 krónur Peysa 7.990 krónur Þetta er léttur fatnaður sem er vind- og vatns- heldur og andar. Rennilás er vatnsheldur. Stuðningur er við alla álagspunkta. Frágangur er mjög góður og allir saumar límdir. Barnagalli 3.950 krónur Vettlingar frá 950 krónum Gengur á hvaða árstíð sem er fyrir litla fólkið sem má ekki láta sér verða kalt. Ratleikur Hafnarfjarðar eru tíu ára í ár en það er útivist- arleikur sem stendur í allt sumar. Keppendur í leiknum þurfa að ná sér í ratleikskort sem er ókeypis en hægt er að nálgast það í Þjón- ustuveri Hafnarfjarðar, á sund- stöðum á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Þema leiksins í ár er hellar, skútar og fylgsni í nágrenni Hafn- arfjarðar. Ratleikurinn gengur út á að finna ratleiksspjöld með hjálp ratleikskortsins og frekari vísbendinga. Í ár er í fyrsta sinn boðið upp á þrjá styrkleikaflokka: Léttfeta, Göngugarp og Þrauta- kóng en munurinn felst í fjölda þeirra spjalda sem þátttakendur leita að. Dreginn verður út einn vinningshafi í hverjum styrk- leikaflokki og þrír þátttakendur fá einnig glaðning. Þegar þátttakandi hefur fundið átta ratleiksspjöld getur hann skilað inn lausnum í Léttfeta- flokki, eftir tuttugu spjöld er hann gjaldgengur í Göngugarpa- flokkinn og eftir öll 28 spjöldin er sá hinn sami svo sannarlega Þrautakóngur. Þegar tilskildum fjölda spjalda er náð er lausnar- blaðinu skilað í Þjónustuver Hafnarfjarðar í síðasta lagi 19. september. ■ Veiðifréttir í samstarfi við flugur.is Dúndurfiskar í veiðinni! Það þarf ekki að fara í laxveiði til að ná í stóra fiska: Síðasta vika sannaði að stórsilungar eru á ferð líka. Bragi Guðbrandsson náði níu punda urriða í Mjósundi í Laxá á urriðasvæðinu í opnun þar, fiskurinn tók svartan Nobbler og komst þar með á forsíðu flugur.is! Það sem meira var, félagi Braga, Yngi Örn Kristinsson tók sjö pundara. Í Varmá kom svo risableikja á land, Ríkharður Hjálmarsson tók 11 punda fisk við Stífluna og alls 14 fiska á bilinu 4-11 pund! Menn hefðu þakkað fyrir slíkan afla í opnun í Norðurá, en þar hafði enginn lax veiðst fram að hádegi! Opnunin á ur- riðasvæðinu var stórfín, loksins kom vorið norður, fiskurinn var fallegur og mörg svæði gáfu ævintýralega veiði, bæði á púpur og straumflugur. Rekt- orinn var sterkur að venju í straum- flugnadeildinni. Laxa hefur orðið vart víða: í Kjós og Borgarfirði, svo vænta má góðrar byrjunar, en Blanda fer í gang 5. júní og þegar sést fimm fisk- ar þar. Mikill þurrkur hefur verið að undanförnu og því gilda ekki sömu gömlu vorveiðiráðin og áður með þungum flugum og sökklínum; vatns- staða er núna í júní svipuð og oft áður í júlíveiði, hví ekki að fara beint í smáflugur og jafnvel örflugur í laxin- um? Gæðaflugur? Nokkur umræða hefur skapast um gæði flugna í búðum. Þær eru satt að segja mjög misjafnar og kalla veiði- menn nú eftir því að verslunareig- endur „gæðamerki“ flugurnar. Að minnsta kosti þarf einhvers konar flokkun til að tryggt sé að menn standi ekki með handónýtar flugur á bakkanum, en á því hafa verið brögð. Veiðimenn hafa kvartað nokkuð í bréfum til okkar á flugur.is og telja ódýrar innfluttar flugur séu í sölunni og þær ekki allar góðar -við ráðleggj- um mönnum að ræða málið við upp- áhalds veiðikaupmann sinn. Umfjöll- un um gæðaflugur og veiði verður í Flugufréttum á flugur.is í fyrramálið. Heilræði vikunnar: Hugaðu að línunni! Hvort sem menn veiða með flugulínu eða girni á kasthjóli þarf að huga að línunni áður en haldið er í fyrsta veiðitúr. Fluguveiðimenn ættu að bóna línuna með sleipiefnum og treysta alla hnúta – og ekki nota taumgirni frá í fyrra! Þeir sem nota kasthjól ættu að fara beint í næstu búð og skipta, krullað girni er óbæri- lega truflandi við veiðar! Fleiri veiðifréttir daglega og heilræði við veiðar á www.flugur.is; Flugufrétt- ir koma alla föstudaga í tölvupósti til áskrifenda á flugur.is með ítarlega umfjöllun um allt sem varðar veiði- skap í sumar. Óskar Páll Sveinsson tók flottan í Mý- vatnssveit. Hægt er að nálgast ratleikskortið í Þjónustuveri Hafnarfjarðar og á sundsstöðum á höfuð- borgarsvæðinu. Léttfeti, Göngugarpur og Þrautakóngur

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.