Fréttablaðið - 02.06.2005, Blaðsíða 73
Hljómsveitin The Strokes er að
leggja lokahönd á þriðju plötu
sína – en svo gæti farið að
hún yrði ekki gefin út
fyrr en í janúar á
næsta ári. Sveitin
stefnir að því að gefa út
fyrstu smáskífuna í
haust og fara í tónleika-
ferðalag um Evrópu í
kjölfarið.
Platan hefur
ekki enn fengið
nafn en um hljóð-
blöndun sér Andy
Wallace, sá sami
og vann með Nir-
vana og Jeff
Buckley. „Ég get
sagt ykkur að það eru
þrettán lög á plötunni
og þau eru næstum tilbúin, en við
eigum eftir að hljóðblanda þau.
Við höldum vinnunni áfram í
júní og júlí. Það þýðir samt ekki
að það verði þrettán lög á plöt-
unni, sum gætu orðið b-hliðar
lög en við ákveðum það
þegar þau verða öll til-
búin,“ sagði Ryan
Gentels, starfsmaður
Strokes, á heimasíðu
sveitarinnar. ■
FIMMTUDAGUR 2. júní 2005 45
Skífan Laugavegi 26 opið alla daga til 22 • Skífan Smáralind • Skifan Kringlunni • www.skifan.is
...skemmtir þér ; )
Helgi Valur - Demise Of Faith
Hildur Vala
1.999 kr.
1.999 kr.
System Of A Down-Mezmerize
Kalli á þakinu Black Eyed Peas-Monkey... Oasis-Don’t Believe The Truth
Audioslave - Out Of Exile Gorillaz-Demon Days
Í NÆSTU
VIKU...
Bubbi-Ást Bubbi-Í 6 skrefa fjarlægð... Coldplay - XY
Eurovision Song Cont. Kiev 2005
SUMAR
TILBOÐ!
Nýjar og vinsælar geislaplötur á sumartilboði í verslunum Skífunnar
1.999 kr.1.999 kr.1.999 kr.
1.999 kr. 1.999 kr. 1.999 kr. 1.999 kr.
2.499 kr.
CD+DVD
THE STROKES Sveitin
hyggur á tónleikaferða-
lag til Evrópu og jafnvel
Asíu í sumar.
The Strokes a› klára n‡ja plötu
Hinn sextugi rokkari RodStewart hefur staðfest að
hann sé að verða faðir í sjöunda
sinn. Unnusta hans Penny
Lancaster er komin þrjá
mánuði á leið og
hyggst parið ganga í
það heilaga eftir að
barnið hefur fæðst.
Það er þó einn
annmarki á þess-
um áætlunum, því
hann hefur ekki
enn gengið frá
skilnaðinum við
eiginkonu sína Rachel Hunter,
þrátt fyrir að hafa verið með Penny
í sex ár. Rod vonast þó til að þau
nái að semja fyrir næsta vor en lík-
legt þykir að Rachel eigi eftir að
sækjast eftir stórum hluta af auð-
legð hans.
Þegar hjartaknúsarinn Brad Pittvar spurður að því hvað væri
eftirlætishlutverk hans á ferlinum
var svarið nokk-
uð sérstakt.
Hann sagðist
vera stoltastur
af hlutverki
sínu í Spike
Jonze-mynd-
inni Being John
Malkovich. Það
undarlega er að
þar birtist hann
í eina sekúndu
sem hann sjálf-
ur. „Ég held að það sé mín besta
frammistaða,“ sagði Brad alvarleg-
ur í bragði.
Leikstjórinn og kvikmyndagerðar-maðurinn Oliver Stone var tek-
inn af lögreglunni í Los Angeles á
föstudagskvöld grunaður um ölvun
við akstur og fíkniefnaeign. Honum
var hent beint í steininn en borg-
aði tryggingu, upp á eina milljón,
snemma á laugardagsmorgun.
Undanfarnir mánuðir hafa verið
Stone erfiðir en mynd hans Alex-
ander kolféll í miðasölu. Karlinn
hefur þó áður komið við sögu lög-
reglunnar og ját-
aði sig meðal
annars sekan
um fíkniefna-
misferli árið
1999. Hann
hefur nokkrum
sinnum
farið í
meðferð
en ekki
haft ár-
angur
sem erfiði.
Le Bon bjarga›ist á nærklæ›unum
Simon Le Bon gerir ekki mikið
úr slysinu sem hann varð fyrir
árið 1985 þegar skútan hans
Drum sökk í siglingakeppni.
Þrátt fyrir að vera hætt kominn
og við það að leggjast í vota gröf
segist söngvari Duran Duran
geta séð spaugilegu hliðina á öllu
saman. „Ég var að reyna að ná
andanum en gerði mér grein
fyrir því að ég yrði að fara úr
buxunum. Ég bjargaðist því á
nærbuxunum einum saman,“
sagði söngvarinn og hefur bara
gaman af.
Le Bon er þó hvergi nærri
hættur afskiptum sínum af
seglskútum því hann ætlar að
taka þátt í keppni þann sjöunda
ágúst á Drum, sem skoskur auð-
kýfingur, Sir Arnold Clark, hefur
látið gera við. Hann veitti góð-
fúslegt leyfi til þess að nota skút-
una enda mun keppnin vera
aukaatriði. Le Bon mun hitta þar
fyrir alla gömlu skipsáhöfnina
sem keppti með honum þennan
örlagaríka dag. Aðdáendur sveit-
arinnar verða því bara að biðja
til æðri máttarvalda um að
enginn kafbátur merktur Wham
verði á svæðinu. ■
SIMON LE BON Söngvari Dur-
an Duran er mikill seglskútaá-
hugamaður. Hann ætlar að
keppa aftur á Drum-skútunni,
sem sökk eins og frægt er orðið,
en skoskur auðkýfingur hefur lát-
ið gera við hana.
FRÉTTIR AF FÓLKI