Fréttablaðið - 02.06.2005, Blaðsíða 22
Eitt er næsta víst um stjórnmála-
menn og flokka, sem hafa látið
sig hafa það að afhenda fáum út-
völdum verðmætar sameignar-
auðlindir á sérpússuðu silfurfati
í stað þess að setja upp sann-
gjarnt verð, og það er þetta:
þeim er þá varla heldur
treystandi til að koma ríkisfyrir-
tækjum í verð. Úr því að þeir af-
hentu völdum útvegsmönnum
fiskikvótann án endurgjalds (og
harðneita enn sem fyrr að opna
flokksbækurnar aftur í tímann),
hví skyldu þeir þá ekki hafa
sama háttinn á einkavæðingu
ríkisfyrirtækja? Hví ekki?
Tökum bankana. Landsbank-
inn og Búnaðarbankinn voru
seldir einkavinum á undirverði.
Annað stóð ekki til, enda hefði
eðlileg einkavæðing viðskipta-
bankanna verið eitur í beinum
beggja stjórnarflokkanna og
öndverð innsta eðli þeirra ekki
síður en t.a.m. rétt verð fyrir að-
gang að fiskimiðunum. Þjóðin
fékk smjörþefinn af því, sem
koma skyldi, þegar SR mjöl hf.
var selt undir sannvirði 1993
eins og ekkert væri sjálfsagðara,
þótt miklu hærra verð væri í
boði annars staðar að, utan
einkavinahópsins.
Það er hollt í þessu viðfangi að
rifja upp nokkrar vendingar á
ferli viðskiptabankanna úr ríkis-
eigu í einkaeign síðan 1999. Í
upphafi var fulltrúum Skandi-
naviska Enskilda Banken boðið
hingað heim frá Svíþjóð til við-
ræðna um hugsanleg kaup á hlut
í Landsbankanum, en þær fóru
út um þúfur, og Svíarnir voru
sendir heim, enda hefðu þeir
aldrei tekið það í mál að hafa
framkvæmdastjóra Sjálfstæðis-
flokksins áfram í bankaráðinu og
fleira í þeim dúr. Þá birtist Sjálf-
stæðisflokkurinn skyndilega
með Björgólf Guðmundsson,
dyggan flokksmann frá fyrri tíð,
og hann virtist til í allt, og bank-
inn var þá seldur honum á undir-
verði og syni hans við þriðja
mann, og ítök flokksins í bankan-
um voru þá tryggð. Undirverðið
mátti m.a. ráða af því, að Lands-
bankinn og Búnaðarbankinn
voru settir á markað báðir í einu
til að þrýsta verðinu niður, enda
hækkaði verðið á bréfum í báð-
um bönkum eftir söluna. Fyrir-
heitin um dreifða eignaraðild
ruku út í veður og vind.
Nú var röðin komin að Fram-
sóknarflokknum og Búnaðar-
bankanum. Það kemur fram í
reikningum KB banka og Eglu
hf., sem er samheiti á fáeinum
framsóknarfyrirtækjum, að Egla
þessi hagnaðist um tæpa sextán
milljarða króna á því einu að
hafa óþarfa milligöngu um
einkavæðingu Búnaðarbankans,
eins og Guðmundur Ólafsson
hagfræðingur o.fl. hafa bent á.
Það hefði því verið hægt að selja
bankann á mun hærra verði en
gert var með því að afþakka
milligöngu Finns Ingólfssonar,
fyrrverandi varaformanns
Framsóknarflokksins, og félaga
hans. Til að dreifa athygli al-
mennings frá því, sem þarna
gerðist, var þýzkum banka,
Hauck & Aufhäuser, blandað inn
í málið, eins og nú stæði til að
laða erlenda menn að íslenzkum
bankarekstri, en það stóð aldrei
til: þýzki bankinn tók lán í Lands-
bankanum til að fjármagna sinn
hlut í Búnaðarbankanum, eins og
fram kemur í greinaflokki Sig-
ríðar Daggar Auðunsdóttur
blaðamanns hér í blaðinu. Þýzka
bankanum var bersýnilega ekki
ætlað annað hlutverk en það að
láta málið líta betur út.
Í þeim löndum, þar sem fyrir-
tæki hafa verið færð úr ríkiseigu
í einkaeign undanfarin ár, hafa
víða verið sett sérstök lög til að
tryggja, að einkavæðingin nái til-
gangi sínum og rétt verð fáist
fyrir eignirnar, og einnig til að
girða fyrir mistök eða bæta fyrir
þau í tæka tíð. Í slíkri löggjöf eru
því gjarnan endurskoðunar-
ákvæði til taks, komi t.d. á dag-
inn, að almannahagur hafi verið
borinn fyrir borð. Hér hafa engin
slík ákvæði verið leidd í lög.
Einkavæðing ýmissa ríkis-
fyrirtækja og banka er að sönnu
nauðsynleg í landi, þar sem ríkis-
valdið hefur um langt árabil haft
alla þræði atvinnulífsins í hendi
sér og haldið aftur af heilbrigð-
um markaðsbúskap með illum
afleiðingum. En ríkisstjórnin
hefur haldið illa á einkavæðing-
unni, enda var varla við öðru að
búast, úr því að hún heyktist á að
koma fiskikvótanum í verð
handa réttum eigendum. Fyrir
fáeinum misserum sakaði þáver-
andi forsætisráðherra formann
framkvæmdanefndar um einka-
væðingu um að hafa boðið sér
300 mkr. í mútur. Þessi ásökun
dugði þó ekki til þess, að fram-
kvæmdanefndin og störf hennar
væru tekin til skoðunar. Var
þetta kannski bara business as
usual? Ætli Egla dugi?
Eftir hverju skyldi hún vera
að bíða þessi þjóð? – sem lætur
þvílíkt og annað eins yfir sig
ganga von úr viti án þess að rísa
upp eða rumska. Meira næst. ■
Þ essa dagana sitja fulltrúar Framsóknarflokks, Samfylk-ingar og Vinstri grænna á fundum og ræða framboð ínafni Reykjavíkurlistans í borgarstjórnarkosningunum
að ári. Það segir sína sögu að ekki er verið að ræða um málefna-
áherslur framboðsins heldur skiptingu sæta á milli flokkanna og
vegtyllur innan borgarkerfisins, haldi listinn meirihlutanum.
R-listinn hafði að ýmsu leyti á sér ferskan blæ þegar hann
kom fyrst fram fyrir ellefu árum, vorið 1994. Sjálfstæðisflokk-
urinn hafði þá stjórnað höfuðborginni nær samfellt áratugum
saman. Eina undantekningin var hin misheppnaða vinstri stjórn
1978 til 1982. Mörgum fannst tími til kominn að leiða nýtt fólk og
ný viðhorf til öndvegis við stjórn borgarinnar. Jafnréttissjónar-
mið höfðu sitt að segja og það réð líklega úrslitum að Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir var borgarstjóraefni R-listans.
Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Þótt ýmislegt hafi
verið vel gert á þessu tímabili er hitt ekki síður áberandi sem
miður hefur tekist. Þar ber hæst stórfellda skuldaaukningu
borgarinnar og vanmátt borgaryfirvalda í skipulags- og bygg-
ingarmálum. Það má orða það svo að eitt helsta afrek R-listans
hvað skipulagsmálin snertir sé uppbyggingin í nágrannasveitar-
félögunum, ekki síst Kópavogi og Garðabæ. Þangað hafa Reyk-
víkingar flykkst þúsundum saman á undanförnum árum.
Hugmyndin um að sameina fjóra til fimm stjórnmálaflokka
til að ná meirihlutanum í Reykjavík úr höndum sjálfstæðis-
manna var ekki óskynsamleg pólitísk herkænska á sínum tíma,
en hún er barn síns tíma. Flokkarnir sem upphaflega stóðu að
R-listanum eru hættir starfsemi og nýir flokkar komnir til sögu.
Viðhorfin í stjórnmálum hafa breyst. Skoðanir á því hverjir eigi
samleið og hverjir ekki hafa líka breyst. Hinn gamli hugmynda-
grundvöllur R-listans er í rauninni löngu horfinn, en samstarf-
inu er haldið gangandi af fámennum hópi forystufólks sem ekki
er sjáanlegt að hafi aðrar hugsjónir en að halda völdum í borg-
arstjórn.
Ljóst er að innan flokkanna sem standa að R-listanum eru
ýmsir sem telja mikilvægara að málefni og hugmyndir fái fram-
gang í borginni en að vera í bandalagi sem snýst um völdin ein.
Þetta fólk spyr hvort ekki sé heiðarlegra að einstakir stjórn-
málaflokkar sýni nafn sitt og númer í kosningum og bjóði kjós-
endum að velja á milli mismunandi stefnumála og áhersluatriða.
Kjósendur í Reykjavík eru orðnir þreyttir á stjórnmálum kjöt-
katla og hlöðukálfa. Undirtektir þær sem skipulagstillögurnar
sem sjálfstæðismenn kynntu á dögunum fengu sýna að það er
orðin eftirspurn eftir hugmyndastjórnmálum. Tími er til
kominn að flokkarnir sem mynda R-listann átti sig á þessu. ■
2. júní 2005 FIMMTUDAGUR
SJÓNARMIÐ
GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
Reykjavíkurlistinn er orðinn tímaskekkja.
Kjósendur vilja
hugmyndir
FRÁ DEGI TIL DAGS
Flokkarnir sem upphaflega stó›u a› R-listanum eru
hættir starfsemi og n‡ir flokkar komnir til sögu. Vi›-
horfin í stjórnmálum hafa breyst. Sko›anir á flví
hverjir eigi samlei› og hverjir ekki hafa líka breyst.
Í DAG
EINKAVÆÐING
VIÐSKIPTABANKANNA
ÞORVALDUR
GYLFASON
fia› hef›i flví veri› hægt a›
selja bankann á mun hærra
ver›i en gert var me› flví a›
afflakka milligöngu Finns Ing-
ólfssonar, fyrrverandi varafor-
manns Framsóknarflokksins,
og félaga hans.
Tveir fyrir einn til
Prag
9. júní frá kr. 19.990
kr. 19.990 í viku
Flugsæti með sköttum til Prag,
2 fyrir 1 tilboð, út 9. júní, heim
16. júní. Netverð á mann.
Gisting frá kr. 3.400
Netverð á mann í tvíbýli á Hotel
Quality, pr. nótt með morgunmat.
Völ um góð 3ja og 4 stjörnu hótel.
Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á
síðustu sætunum til Prag þann 9. júní.
Þú bókar 2 flugsæti en greiðir aðeins
fyrir 1. Nú getur þú kynnst þessari
fegurstu borg Evrópu á einstökum
kjörum. Þú getur valið um úrval góðra
hótel í hjarta Prag og að sjálfsögðu
nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra
okkar í Prag allan tímann.
Síðustu sætin
Sextán milljar›ar á silfurfati
Engar framfarir
Valgerður Sverrisdóttir, viðskipta- og
iðnaðarráðherra, er á skotskónum í
pistli á vefsíðu sinni í síðustu viku og
tugtar stjórnarandstöðuna. Hún á erfitt
með að ímynda sér að framfarir hefðu
orðið hér á landi ef stjórnarandstöðu-
flokkarnir hefðu verið
við völd. Skattar
hefðu ekki verið
lækkaðir, ekki
hefði verið byggt
álver í Hvalfirði.
Ekki álver á Reyðar-
firði. Kárahnjúka-
virkjun hefði ekki
verið reist, ríkis-
bankar ekki verið
einkavæddir, ekki
heldur Steinullarverksmiðjan, Sements-
verksmiðjan og Áburðarverksmiðjan.
Hagvöxtur hefði ekki aukist yfir 50 pró-
sent og þjóðarframleiðslan ekki vaxið
svona mikið.
Ráðuneyti Ingibjargar Sólrúnar
Þótt fátt verði um framfarir í valdatíð
stjórnarandstöðuflokkanna að mati Val-
gerðar stillir hún engu að síður upp
ráðherralista fyrir nýja vinstri stjórn sem
hún kallar svo. Hún setur Ingibjörgu
Sólrúnu Gísladóttur í stól forsætisráð-
herra. Steingrímur J. Sigfússon verður
utanríkisráðherra, kemur hernum af
landi brott og þjóðinni úr Nató. Val-
gerður setur Guðjón Arnar Kristjánsson
í fjármálaráðuneytið en telur að hann
hafi ekki sýnt mikla þekkingu á skatta-
málum í sjónvarpsumræðum fyrir síð-
ustu þingkosningar. Ágúst Ólaf Ágústs-
son gerir Valgerður að dómsmálaráð-
herra. Og Magnús Þór Hafsteinsson
verður sjávarútvegsráðherra. Kolbrún
Halldórsdóttir verður umhverfisráð-
herra, Björgvin G. Sigurðsson verður
menntamálaráðherra og Ögmundur
Jónasson verður líklega félagsmálaráð-
herra, segir Valgerður. „Kristján Möller
myndi sækjast eftir iðnaðar- og við-
skiptaráðuneytinu en hann hefur „sér-
hæft sig“ í þeim málum í minni tíð.
Mér heyrist hann vita nákvæmlega
hvernig á að leysa mál á þeim bæ,“
segir Valgerður loks.
Sem sagt: Samfylkingin fær fjóra,
Vinstri grænir þrjá og Frjálslyndir tvo
ráðherra.
johannh@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA:
Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL-
SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA:
Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
LESTU GREININA Á VISIR.IS
OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA