Fréttablaðið - 02.06.2005, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 02.06.2005, Blaðsíða 8
1Hvað heitir uppljóstrarinn frægi íWatergate-málinu, „Deep Throat“, réttu nafni? 2Hvaðan er flóttafólkið sem væntanlegter til Íslands í sumar? 3Hvað heitir nýr forstjóri IcelandicGroup (SÍF)? SVÖRIN ERU Á BLS. 50 VEISTU SVARIÐ? 8 2. júní 2005 FIMMTUDAGUR Hannes Hólmsteinn: Reyndi a› ná sáttum DÓMSMÁL „Hljóðið í mér er ljóm- andi gott. Margir lögfræðingar segja mér að málatilbúnaður þeirra sem sækja málið sé ekki mjög vandaður því ekki er bent nægilega vel á einhverja sök í málinu. Ég hef enga trú á því að hægt sé að sakfella mig fyrir þetta,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson og er ánægður með hvernig málflutningurinn fór í gærmorgun. Hannes segir að fyrst ættingj- ar Halldórs Laxness hafi ákveðið að fara í mál við sig hefði verið rökrétt að þeir hefðu einnig farið í mál við þann sem gaf bókina út. „Ég hef reynt að leita sátta við fjölskyldu Laxness því mér finnst leiðinlegt að standa í stappi við gamla konu eins og Auði Laxness. Ekki hefur verið tekið vel í það,“ segir Hannes. Aðalástæðuna fyrir mála- ferlunum gegn sér segir Hannes vera þá að vinstrisinnaðri fjöl- skyldu Laxness og bókmennta- mönnum í kringum hana finnist að hægrimaður megi ekki skrifa um Halldór Laxness. - ifv Bæjarstjóraskipti í Kópavogi: Engin bylting KÓPAVOGUR „Það koma alltaf nýir siðir með nýjum mönnum en breytingar verða ekki byltingar- kenndar,“ sagði Gunnar I. Birgis- son þegar hann tók við starfi bæj- arstjóra í Kópavogi í gær. Hans- ína Ásta Björgvinsdóttir hefur verið bæjarstjóri frá því að Sig- urður Geirdal lést á síðasta ári. Hansína og Gunnar hafa stóla- skipti því hún tekur nú við starfi formanns bæjarráðs Kópavogs en Gunnar hefur verið formaður ráðsins frá 1990. Gunnar lætur af þingmennsku fyrsta október. - jh Krafinn um átta milljónir Fjölskylda Halldórs Laxness fer fram á a› Hannes Hólmsteinn Gissurarson ver›i dæmdur fyrir brot á höfundarlögum í 120 tilvikum. Flugfélagið Ernir: N‡ flugvél í notkun SAMGÖNGUR Flugfélagið Ernir tók nýja flugvél í notkun á mánudag. Fyrsta ferð vélarinn- ar var eins og hálfs klukku- stundar útsýnisflug um Suður- land sem kallast Jöklar og eld- fjöll þar sem flogið var að Gull- fossi og Geysi og yfir Tindfjalla- og Eyjafjallajökul. Flugvélin er eins hreyfils Cessna 207 og getur tekið allt að sjö farþega. Ernir rekur nú fjórar flugvél- ar; tvær níu farþega og tvær eins hreyfils vélar sem taka sjö og níu farþega. - ifv H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 3 3 3 2 Glerskápur kr. 124.470 Hurðaskápur kr. 116.640 Skenkur kr. 94.230 Borðstofuborð kr. 125.280 Stóll kr. 22.410 Bekkur kr. 25.920 Vönduð eikarhúsgögn. Hönnuð og framleidd í Belgíu. Ármúla 44, sími 553 2035 FOCUS GLJÚFRASTEINN Dóms í máli erfingja Halldórs Laxness gegn Hannesi Hólmsteini Gissurar- syni er beðið með nokkurri eftirvæntingu bæði hér á landi og erlendis. Myndin er samsett. GUNNAR I. BIRGISSON OG HANSÍNA Á. BJÖRGVINSDÓTTIR Gunnar tekur við lyklavöldum af Hansínu á bæjarstjóra- skrifstofu Kópavogs í gær. HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON Hefur enga trú á að hann verði sakfelld- ur fyrir brot á höfundarlögum. SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR » DÓMSMÁL Hannes Hólmsteinn Giss- urarson, prófessor og rithöfundur, er sakaður um að hafa brotið höfundarlög í 120 tilvikum í fyrsta bindi bókar sinnar um ævi nóbels- skáldsins Halldórs Laxness sem kom út haustið 2003. Lögmaður Auðar Laxness, ekkju Halldórs, setur fram refsikröfu í málinu og fer fram á að Hannes verði dæmdur til greiðslu nærri átta milljóna króna í miska- og skaðabætur auk greiðslu máls- kostnaðar. Meginrök lögmanns Hannesar fyrir því að vísa beri málinu frá eru aðallega þau að málið hafi verið vanreifað þar sem hvert þeirra 120 atriða sem tekin eru fram í stefnu sé ekki nægilega vel rökstutt. Auk þessa sagði lögmaðurinn að réttur stefnanda til að höfða einkarefsimál á hendur Hannesi væri fallinn niður þar sem meira en sex mánuðir hefðu liðið frá því að stefnandi fékk vitneskju um meint brot Hannesar þar til ákæra var lögð fram. Kröfunni um miskabætur að upphæð 2,5 milljónir króna hafnaði lögmaður Hannesar á þeim forsend- um að ekki væri rökstutt af hverju þessarar upphæðar væri krafist auk þess sem einungis höfundur verks gæti krafist miskabóta en ekki erfingjar hans. Skaðabótakröf- unni að upphæð 5 milljónir var hafnað með þeim rökum að bótakrafa mætti ekki vera hærri en ávinningur meints brotaaðila og ekki hefði verið sýnt fram á ávinn- ing Hannesar af skrifunum. Lögmaður Auðar hafnaði því að málið væri vanreifað þar sem flest þeirra 120 atriða sem tiltekin væru í stefnunni féllu undir sömu greinar laga um höfundarrétt og því óþarft að tiltaka nákvæman rökstuðning fyrir hverju atriði í stefnunni. Hann sagði rök lögmanns Hannesar fyrir fyrningu refsikröfunnar ekki nægi- leg. Ábyrgðina fyrir útgáfu bókar- innar sagði lögmaðurinn hvíla hjá Hannesi þar sem hann væri höfund- ur bókarinnar. Úrskurður um frávísunarkröf- una verður kveðinn upp í síðasta lagi 14. júní. ingi@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.