Fréttablaðið - 02.06.2005, Blaðsíða 12
MALAÐIR MÉLINU SMÆRRA Brot á höf-
undarrétti eru býsna algeng í Rússlandi. Í
viðleitni sinni til að sporna við þeim lét
lögreglan í Moskvu stórvirkar vinnuvélar
mala rúm hundrað tonn af geisladiskum
og myndbandsspólum í smátt.
12 2. júní 2005 FIMMTUDAGUR
Sjálfstæðismenn í Orkuveitu:
L‡sa fur›u á framkvæmdinni
FRÍSTUNDABYGGÐ „Reykjavíkurlist-
inn ætlar aldrei að læra. Fjárfest-
ingar Orkuveitunnar í fjarskipta-
rekstri og risarækjueldi hafa
kostað borgarbúa milljarða og
áfram er haldið,“ segir Guðlaugur
Þór Þórðarson, fulltrúi sjálfstæð-
ismanna í stjórn Orkuveitunnar.
Í bókun sem sjálfstæðismenn
lögðu fram á stjórnarfundi Orku-
veitunnar í gær lýsa þeir furðu
sinni á því að Orkuveitan muni
taka þátt í að byggja upp frí-
stundabyggð við Úlfljótsvatn. Á
stjórnarfundinum samþykkti
meirihluti stjórnarinnar að
annast skipulag jarðarinnar við
Úlfljótsvatn með það í huga að
þar rísi frístundabyggð.
Sjálfstæðismenn segja að
orkunefnd borgarinnar hafi skilað
niðurstöðu um að fjárfestingar
Orkuveitunnar tengist fyrst og
fremst þeim sviðum sem fyrir-
tækið hafi sérþekkingu á og í ljósi
þess komi þessi fjárfesting á
óvart.
Segja sjálfstæðismenn að af-
staða Vinstri grænna í málinu
komi mjög á óvart og telja þeir
hana niðurstöðu baktjaldamakks
innan R-listans. - hb
Frístundabygg› vi›
Úlfljótsvatn samflykkt
FRÍSTUNDABYGGÐ Stjórn Orkuveit-
unnar samþykkti á fundi sínum í
gær að stofna hlutafélag um rekst-
ur frístundabyggðar við Úlfljóts-
vatn í samvinnu við Klasa, dóttur-
félag Íslandsbanka. Eins og Frétta-
blaðið greindi frá í gær hefur hið
nýja félag í hyggju að skipuleggja
sex hundruð bústaða frístunda-
byggð í landi Úlfljótsvatns.
Í hluthafasamningi félaganna
tveggja segir meðal annars: „Stefnt
skal að því að félagið annist skipu-
lagningu jarðarinnar, mögulega
uppbyggingu húsa á jörðinni, sölu
þeirra og þjónusti frístundabyggð-
ina.“
Alfreð Þorsteinsson, stjórnarfor-
maður Orkuveitunnar, segir að
þrátt fyrir þetta orðalag sé það ekki
ætlunin að Orkuveitan byggi bú-
staðina sem eiga að rísa á landinu.
„Þetta er sett þarna inn til að hafa
alla möguleika fyrir hendi. Það er
líka verið að hugsa að þarna geti
risið einhvers konar þjónusta og
þess vegna er þetta haft svona.
Fyrst og fremst er verið að þróa
svæði þar sem risið getur sumar-
húsabyggð.“ Alfreð segir að við-
skiptaáætlun sem fylgdi hluthafa-
samningnum beri ekki með sér að
ætlunin sé að nýja félagið hafi eign-
arhald á bústöðunum.
Í áðurnefndu hluthafasamkomu-
lagi kemur fram að stefna hluthafa
félagsins sé að stækka skipulags- og
uppbyggingarsvæðið, meðal annars
með því að leita samninga um kaup
á landi í nágrenni Úlfljótsvatns. Hin
nýja frístundabyggð er alls tæplega
fimmtán hundruð hektarar en ekki
liggur fyrir með hvaða hætti selja á
sumarhúsalöndin sem eiga að rísa
né heldur hvað þau eiga að kosta.
Í bókun meirihluta stjórnar
Orkuveitunnar segir að tilgangur-
inn með verkefninu sé að skapa arð
af landinu. Þá sé stefnt að því að
gera landið aðlaðandi með því að
skipuleggja það með þeim hætti
sem fyrirhugað er, meðal annars
með vegalagningu, bryggjum og
golfaðstöðu.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins voru ýmsir möguleikar í
umræðunni um aðkomu Orkuveit-
unnar að uppbyggingu svæðisins
við Úlfljótsvatn. Meðal þeirra voru
hugmyndir um að einstaklingum
byðist kaupleiga á sumarhúsum.
hjalmar@frettabladid.is
Sjálfstæðismenn í Orkuveitu:
Alfre› haf›ur
undir
HELGUVÍK Sjálfstæðismenn í
stjórn Orkuveitunnar lögðu
fram bókun á stjórnarfundi
fyrirtækisins í gær þar sem þeir
lýstu furðu sinni á því að vilja-
yfirlýsing um sölu raforku til ál-
vers í Helguvík væri ekki á dag-
skrá fundarins.
Í bókuninni segir að það sé
augljóst að Alfreð Þorsteinsson,
stjórnarformaður Orkuveitunn-
ar, hafi verið hafður undir í mál-
inu og að hann njóti ekki trausts
innan samstarfsflokkanna
tveggja innan Reykjavíkur-
listans, Vinstri grænna og Sam-
fylkingarinnar. - hb
Ólga í Írak:
Njósnara
Saddams ná›
BAGDAD, AP Bandarískir hermenn
handtóku í gærmorgun mann
sem talinn er hafa njósnað fyrir
Saddam Hussein á valdatíma
hans. Yfirvöld hafa ekkert viljað
gefa upp um handtökuna að öðru
leyti.
Um svipað leyti gerðu upp-
reisnarmenn sprengjuárás nærri
flugvellinum í Bagdad. Enginn
lést í tilræðinu en að minnsta
kosti fimmtán Írakar særðust al-
varlega. Tilræðismennirnir
fylgdu sprengingunni eftir með
því að hefja vélbyssuskothríð á
bandarískar og íraskar öryggis-
sveitir við flugvöllinn.
670 manns féllu í átökum í
Írak í maí, rúmlega tvö hundruð
fleiri en í mánuðinum þar á
undan. ■
LÖGREGLUFRÉTTIR
HRAÐAKSTUR Á REYKJANES-
BRAUT Lögreglan í Keflavík tók
fjóra ökumenn fyrir of hraðan
akstur á Reykjanesbrautinni í
gærmorgun. Sá sem hraðast fór
keyrði á um 130 kílómetra
hraða.
MAÐUR FUNDINN Maðurinn sem
leitað var að á svæðinu í kringum
Hafnarfjall frá þriðjudegi fannst
í gær. Samkvæmt lögreglunni í
Borgarnesi var hann við ágæta
heilsu þegar hann fannst.
Samtök fámennra skóla:
Vilja aukna
skólaskyldu
SKÓLAMÁL Samtök fámennra skóla
hafa áhyggjur af „þeirri tilhneig-
ingu sem nú virðist vera ríkjandi í
landinu að sameina og leggja niður
hvern skólann af öðrum í nafni fjár-
hagslegrar hagræðingar“ eins og
segir í ályktun samtakanna.
Á nýafstöðnum aðalfundi þeirra
var og lýst yfir áhuga á því að ríki
og sveitarfélög ynnu saman að því
að gera síðasta árið í leikskóla að
skólaskyldu. Það fæli í sér endur-
gjaldslausan leikskóla að hluta.
Á fundinum lýstu fundarmenn
einnig yfir áhyggjum vegna áætl-
aðrar styttingar náms til stúdents-
prófs. - oá
LÖGREGLUFRÉTTIR
BRUNI Í BREIÐHOLTI Eldur kom
upp í íbúð í Rangárseli í Breið-
holti á þriðjudag og voru lögregla
og slökkvilið kölluð á vettvang.
Talið er að kviknað hafi í út frá
eldavélarhellu. Um tíma var talið
að ein manneskja væri inni í íbúð-
inni en svo reyndist ekki vera.
BÍLBRUNI Á HÖFN Eldur kviknaði
í gær í bíl við hafnarvogina á
Höfn í Hornafirði. Talið er að
kviknað hafi í út frá pústkerfi
bílsins, en það er þó ekki vitað
með vissu. Fljótlega náðist að
slökkva eldinn og urðu engin
meiðsl á fólki.
Orkuveitan hyggst ekki byggja sumarhús vi› Úlfljótsvatn heldur a›eins annast skipulag jar›arinnar.
Heimild er í hluthafasamkomulagi milli Orkuveitunnar og dótturfélags Íslandsbanka til a› byggja og
selja hús á jör›inni. Félögin stefna a› frekari jar›akaupum.
JÖRÐIN ÚLFLJÓTSVATN Hvíta línan afmark-
ar jörðina Úlfljótsvatn þar sem hin nýja frí-
stundabyggð Orkuveitunnar á að rísa.
STJÓRNARFUNDUR Orkuveitan samþykkti á fundi sínum í gær að þróa frístundabyggð við
Úlfljótsvatn í Grímsnes- og Grafningshreppi, gegn vilja sjálfstæðismanna.
FRÍSTUNDABYGGÐ „Ég fagna allri
uppbyggingu í sveitarfélaginu,“
segir Gunnar Þorgeirsson, odd-
viti í Grímsnes- og Grafnings-
hreppi, um fyrirhugaða frí-
stundabyggð við Úlfljótsvatn.
Hann segir að honum og öðrum
fulltrúm í sveitarstjórn hafi ver-
ið kynnt málið með óformlegum
hætti fyrir nokkrum mánuðum
þegar hugmyndavinna vegna
málsins var að fara af stað á veg-
um Orkuveitunnar.
„Við höfum ekki fjallað um
þetta formlega, hvorki í sveitar-
stjórn né í skipulagsnefnd. Það
liggur ljóst fyrir að ef það á að
byggja svona þarf að breyta
skipulagi svæðisins en ég á eftir
að sjá útfærslu á þessu,“ segir
Gunnar. Hann segir að nú séu um
tvö þúsund sumarbústaðir í
sveitarfélaginu. Mikil eftirspurn
sé eftir lóðum fyrir sumarhús og
hin nýja sumarhúsabyggð Orku-
veitunnar sé angi af þeirri eftir-
spurn.
-hb
Oddviti Grímsnes og Grafningshrepps:
Fagna uppbyggingu
SUMARBÚSTAÐIR Í GRÍMSNESI Um tvö þúsund sumarbústaðir eru í Grímsnes- og Grafn-
ingshreppi.
GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON
„Reykjavíkurlistinn ætlar aldrei að læra.“