Fréttablaðið - 04.06.2005, Síða 4

Fréttablaðið - 04.06.2005, Síða 4
KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 65,65 65,97 119,32 119,90 80,59 81,05 10,83 10,90 10,19 10,25 8,82 8,88 0,61 0,61 96,69 97,27 GENGI GJALDMIÐLA 03.06.2005 GENGIÐ HEIMILD: Seðlabanki Íslands SALA 113,05 +1,49% 4 4. júní 2005 LAUGARDAGUR Breska ríkisstjórnin skorin úr snörunni: Atkvæ›agrei›slan sett í salt EVRÓPUMÁL Fastlega er búist við að Bretar muni slá því á frest að ákveða hvenær eða hvort þjóðar- atkvæðagreiðsla fer fram í landinu um stjórnarskrársáttmála Evrópu- sambandsins. Enda þótt leiðtogar ESB hafi hvatt þau aðildarríki sem eftir eiga að staðfesta sáttmálann til að halda sínu striki ríkir svo mikil óvissa um stöðu hans eftir atkvæðagreiðslurn- ar í Frakklandi og Hollandi að lítill tilgangur virðist vera með því. Breska dagblaðið The In- dependent greindi frá því í gær að allar líkur væru á að Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, myndi draga til baka tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu í landinu í breska þinginu á mánudag vegna þessarar óvissu. Blaðið hermir að með þessu sé ekki verið að slá sátt- málann af heldur vilji stjórnin bíða með að aðhafast nokkuð þar til Frakkar og Hollendingar hafi tekið skjalið í sátt. Áður hafði því verið staðfastlega haldið fram að engar breytingar yrðu gerðar á sáttmálanum en í fyrradag sagði talsmaður fram- kvæmdastjórnarinnar að það kæmi til greina í ljósi úrslitanna í vikunni. Endurbætur á honum verða því ef til vill gerðar á leiðtogafundi ESB- ríkjanna í Brussel síðar í þessum mánuði. ■ Sjö flúsund n‡ir bílar N‡ir bílar hafa selst hra›ar fla› sem af er ári en á›ur hefur flekkst hér á landi. Í maí var slegi› met í n‡skráningu bíla en flá voru n‡skrá›ir meira en 2.000 fólksbílar á einum mánu›i. Meirihluti flessara bíla eru keyptir á lánum. BÍLASALA Aldrei hafa jafn margir bílar selst á jafn stuttum tíma hér á landi og í maímánuði. Þá voru ný- skráðir 2.012 nýir fólksbílar og þá hafa selst meira en 7.000 nýir bílar það sem af er ári. Metið í nýskrán- ingu bíla á ári síðustu ár eru rúm- lega fimmtán þúsund bílar árið 1999. Ef fram heldur sem horfir fellur það met í ár. Þórður Kristinn Jóhannesson, aðstoðarframkvæmdastjóri fjár- mögnunarfyrirtækisins Glitnis, segir að líklega megi að hluta til skýra þessa sprengingu með því að bílaleigurnar séu að endurnýja flota sinn fyrir sumarið. Hann seg- ir það ljóst að að minnsta kosti 50 til 60 prósent af þessum nýju bílum séu fjármagnaðir af fyrirtækjum sem sérhæfa sig í því, fyrirtækjum eins og Glitni, Lýsingu og SP fjár- mögnun. Þórður segir að markaðurinn hafi breyst nokkuð frá síðasta ári. Þá hafi margir viljað nýta sér rekstrarleigusamninga en nú sé það að færast mjög í vöxt að ein- staklingar vilji sjálfir „eiga“ bílinn, það er kaupa hann á lánum. Hann telur einnig nær öruggt að þeir fáu sem staðgreiða bílinn hjá umboði hafi þá margir tekið bankalán og fjármagni þannig kaupin á annan hátt án þess þó að eiga beinlínis fyrir bílnum. P. Samúelsson hf. umboðsaðili Toyota á Íslandi á ansi stóra sneið af markaðnum ef litið er á tölur frá Umferðarstofu. Í maímánuði ein- um seldi umboðið meira en 600 nýja bíla. Haraldur Þór Stefánsson, sölustjóri P. Samúelsson, segist aldrei hafa kynnst öðru eins. Hann segir að bílaleigurnar endurnýi alltaf flota sína á þessum árstíma og það sé með svipuðu móti nú og fyrri ár og því hljóti sprengingin að skýrast af því að einstaklingar séu að endurnýja. Hann segir fólk vera að kaupa allt frá smábílum upp í jeppa og að P. Samúelsson hafi til að mynda selt meira en eitt hund- rað nýja Land Cruiser-jeppa í maí. Nú á fyrstu þremur dögum júní- mánaðar hefur P. Samúelsson þeg- ar selt 54 nýja bíla þannig að júní gæti slegið maí út ef fram heldur sem horfir. oddur@frettabladid.is Úrslit atkvæðagreiðslna: Erdogan er vonsvikinn ANKARA, AP Recep Tayyip Erdog- an, forsætisráðherra Tyrklands, lýsti í viðtali við AP-fréttastof- una í gær von- brigðum sínum með að Frakkar og Hollendingar hefðu fellt s t jórnarskrár - sáttmála Evrópu- sambandsins en sagði að Tyrkir myndu engu að síður þýsta á um að fá aðild að sambandinu. Úrslitin í vikunni þýða að lík- urnar á aðild Tyrkja að ESB hafa dvínað verulega en stór hluti þeirra sem hafnaði sátt- málanum er talinn mjög andsnú- inn henni. Þegar við bætist and- staða Angelu Merkel, sem gæti orðið kanslari í Þýskalandi í haust, við inngöngu Tyrkja er útlitið fyrir þá dökkt. ■ Táningspiltar dæmdir: Teknir me› fíkniefni DÓMSMÁL Fjórir piltar á aldrinum 18 til 19 ára voru í gær dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur í sex til tíu mánaða skilorðsbundið fang- elsi fyrir þjófnaðarbrot og brot á fíkniefnalöggjöf. Lögregla lagði hald á tæp 10 grömm af hassi og um hálft gramm af amfetamíni í bíl eins sakborninganna sem og nokkuð magn af þýfi sem piltarnir höfðu tekið ófrjálsri hendi hér og þar til að fjármagna fíkniefnaneyslu. Pilturinn sem ók bílnum var líka dæmdur fyrir að aka undir áhrif- um fíkniefna. Öllum sakborning- um var einnig gert að greiða verj- endum sínum málsvarnarlaun. -oá DREPNIR MEÐ KÖLDU BLÓÐI Myndirnar af fjöldamorðunum voru sem blaut tuska í andlit margra Serba. Hugarfarsbreyting: Horfst í augu vi› vo›averk BELGRAD, AP Hugarfarsbreyting kann að vera í vændum hjá stór- um hluta serbnesku þjóðarinnar eftir að myndir af fjöldamorði á bosnískum múslimum í bænum Srebrenica árið 1995 voru birtar. Saksóknarar við stríðsglæpa- dómsstólinn í Haag sýndu mynd- bandið við réttarhöldin yfir Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, á miðvikudag- inn og um kvöldið var það svo sýnt í Serbíu. Margir Serbar hafa ekki viljað horfast í augu við voðaverkin sem unnin voru í stríðinu og því hefur gengið illa að handsama eftirlýsta stríðsglæpamenn. Í gær létu hins vegar viðbrögðin við myndunum ekki á sér standa því þá voru tíu meintir stríðsglæpamenn hand- teknir í landinu. ■ KÝPUR LEIÐTOGAR FUNDA Leiðtogar Tyrkja og Kýpur-Tyrkja hittust í Ankara í fyrradag og réðu ráð- um sínum um hvernig binda mætti enda á skiptingu Kýpur. Eynni var skipt á áttunda ára- tugnum eftir að Tyrkir gerðu þar innrás en í fyrra felldu Kýpur-Grikkir tillögu um sam- einingu. Því er einungis suður- hluti Kýpur hluti af Evrópusam- bandinu. Frábær tómstundablöð ... full af spennandi verkefnum! RECEP TAYYIP ERDOGAN VEÐRIÐ Í DAG JACK STRAW Breska ríkisstjórnin er því ef- laust fegin að fá gálgafrest til að halda þjóðaratkvæðagreiðslu. Hampað af PC World: Opera fær ver›laun UPPLÝSINGATÆKNI Greint var frá því í gær að Opera netvafrinn hafi unnið til sérstakra verðlauna tölvutímaritsins PC World, annað árið í röð. Blaðið hampar þar nýj- ustu útgáfu vafrans, sem kallast Opera 8 og segir hann bæði aðlað- andi og haganlega sniðinn þar sem notagildi fái að njóta sín. Norska hugbúnaðarfyrirtækið Opera Software býr til vafrann, en forstjóri þess og annar stofn- andi, er Íslendingurinn Jón S. von Tetzchner. „Það er okkur mikill heiður að taka við þessari verð- launaúthlutun,“ sagði hann. -óká NÝSKRÁNINGAR NÝRRA FÓLKSBÍLA Á ÁRINU 2005 Janúar 1.314 Febrúar 1.092 Mars 1.167 Apríl 1.561 Maí 2.012 Samtals á árinu 2005 7.146 Sama tímabil árið 2004 4.610 Heimild/Umferðarstofa NÝIR BÍLAR Á HAFNARBAKKANUM Algjör sprenging hefur orðið í sölu nýrra bíla það sem af er ári.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.