Fréttablaðið - 04.06.2005, Page 8

Fréttablaðið - 04.06.2005, Page 8
4. júní 2005 LAUGARDAGUR 20% afsláttur Heimilisostur með 20% afslætti í næstu verslun! Nú færðu Heimilisost í sérmerktum kílóastykkjum á tilboði í næstu verslun! Sumarhúsaló›ir seldar á útsöluver›i Fasteignasali á Su›urlandi segir jör›ina Úlfljótsvatn hafa veri› selda á spott- prís. Forstjóri Orkuveitunnar segir samanbur›inn ekki raunhæfan og segir ver›mætaaukninga ver›a til vi› flróun landsins. FRÍSTUNDABYGGÐ „Ef sumarhúsalóð, á þessum stað, kostar ekki nema tvö hundruð og fimmtíu þúsund krónur er það spottprís,“ segir Sigurður Sveinsson, löggiltur fasteignasali hjá fasteignasölunni Bakki.com á Selfossi. Hann segir að eins hektara lóðir í Grímsnes- og Grafningshreppi seljist á um tvær til tvær og hálfa milljón og landið á Úlfljótsvatni sé ekki síðra. Hin nýja byggð Orkuveitunnar og Klasa við Úlfljótsvatn á að rúma að minnsta kosti 600 sumar- hús en jörðin var lögð fram sem hlutafé í nýtt félag í eigu aðilanna fyrir hundrað og fimmtíu milljón- ir króna. Í hluthafasamkomulagi milli félaganna kemur fram að gert sé ráð fyrir því að lóðirnar sem byggjast eiga, verði um hálf- ur hektari að stærð. Þannig má ætla að hver lóð sé að jafnaði um tvö hundruð og fimmtíu þúsund króna virði en það getur verið breytilegt eftir stærð og legu hverrar lóðar. Guðmundur Þóroddsson, for- stjóri Orkuveitunnar, segir að ákvörðun um verð fyrirtækisins hafi verið ákveðið eftir mat Magnúsar Leópoldssonar fast- eignasala. „Það var miðað við það verð sem hefur verið í gangi þarna undanfarið.“ Magnús segir að verðmætaaukningin á landinu verði til þegar landið verði þróað og það skipulagt með Klasa sem sé fyrirtæki sem búi yfir þekk- ingu. „Við hefðum auðvitað getað staðið í því sjálfir að skipuleggja og selja landið en teljum réttara að leita til aðila sem hafa sérþekk- ingu á þessu sviði,“ segir Guð- mundur. Hann gefur lítið fyrir þá aðferð að bera saman verð sumarhúsa- lóða með þessum hætti. „Við hefð- um sjálfir getað sett nokkur hund- ruð milljónir í það að búa til vegi, byggja bryggju og svo framvegis og hver lóð hefði þá orðið meira virði. Við höfum ákveðið að gera það ekki og ætlum að láta aðra í þessa vinnu og þannig búum við til verðmæti en tökum ekki einir áhættuna að því þar sem við höf- um fagaðila með okkur í þessu verkefni,“ segir Guðmundur. hjalmar@frettabladid.is Sjúkrasjóður Eflingar um heyrnartækjakaupin: Átti ekki rétt á styrkveitingu FÉLAGSMÁL „Staða þessa einstaklings gagnvart sjúkrasjóði Eflingar var sú, að hann var fyrir nokkru farinn af vinnumarkaði og því höfðu vinnu- veitendur ekki greitt af honum ið- gjöld til sjóðsins. Þess vegna hafði hann ekki rétt á styrkveitingu til kaupa á heyrnartækjum.“ Þetta segir Guðrún Kr. Óladóttir forstöðumaður sjúkrasjóðs Eflingar. Kristján Vilmundarson, 74 ára ellilífeyrisþegi, greindi frá því í Fréttablaðinu í gær, að honum hefði verið hafnað um styrk úr sjóðnum til að kaupa sér nýtt heyrnartæki. Honum þótti þetta ósanngjarnt, þar sem hann hefði greitt í félagið alla tíð, eins og hann orðaði það. „Þarna gætir misskilnings,“ sagði Guðrún. „Iðgjöld til sjúkra- sjóðsins og félagsgjöld til Eflingar eru tveir aðskildir hlutir. Félags- gjöldin standa því ekki undir styrkj- um sjóðsins, heldur undir starfi fé- lagsins í þágu félagsmanna. Við erum með þónokkurn hóp af fólki hér, eldra en þessi maður, sem fær styrki úr sjóðnum. Það fólk er allt í vinnu og því greidd fyrir það ið- gjöld.“ -jss HJÁLPARTÆKI Margir missa heyrn á efri árum og þurfa þá nauðsynlega á heyrnartæki að halda. GUÐMUNDUR ÞÓRODDSSON Segir jörðina Úlfljótsvatn hafa vera lagða inn sem hlutafé á raunhæfu verði.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.