Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.06.2005, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 04.06.2005, Qupperneq 10
4. júní 2005 LAUGARDAGUR Könnun meðal fólks á vinnumarkaði: Margir flekkja líti› til réttar síns RÉTTINDI Rúmur þriðjungur starf- andi Íslendinga veit ekki í hvaða lífeyrissjóð þeir greiða að sögn Guðjónu Bjarkar Sigurðardóttur, útskriftarnema við Viðskiptahá- skólann á Bifröst. Guðjóna gerði á vormánuðum rannsókn meðal tæplega þrjú hundruð starfs- manna á vinnumarkaði og kannaði hversu vel þeir þekkja ýmis rétt- indi sín. „Þekking ungmenna reyndist almennt langminnst,“ segir Guð- jóna en í ljós kom að nær helming- ur starfsmanna á aldrinum 16-25 ára hafði ekki hugmynd um í hvaða stéttarfélag þeir greiða. Þessi aldurshópur kom einnig verst út þegar fólk var spurt hvort brotið hefði verið á rétti þeirra, en 40 prósent ungmenna töldu svo vera. „Þeim sem helst er brotið á virðist síst kunnugt um réttindi sín,“ segir Guðjóna. „Þessi niðurstaða er áhyggju- efni,“ segir Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands. Grétar bendir þó á að sambærileg rannsókn hafi að sínu viti ekki verið gerð áður. „Ég efast um að niðurstöðurnar hefðu orðið öðru- vísi fyrir tíu eða tuttugu árum, en við þurfum að gera meira af því að upplýsa okkar fólk.“ - ht Skinnai›na›ur stefnir í flrot Skinnai›na›ur á Akureyri hefur sagt upp um 40 manns og fyrirtæki› rær lífró›ur til a› halda starfseminni gangandi. Fátt bendir til a› félagi› nái landi og útlit fyrir a› skinnai›na›ur sem atvinnugrein leggist af á Akureyri me› haustinu. IÐNAÐUR Nær öllum starfsmönnum Skinnaiðnaðar á Akureyri verður sagt upp um næstu mánaðamót en flestir þeirra eru með þriggja mánaða uppsagnarfrest. Fimm starfsmenn munu starfa áfram við hrávinnslu skinna á Sauðár- króki og hugsanlega einn eða tveir starfsmenn á skrifstofu fé- lagsins. Ormarr Örlygsson, fram- kvæmdastjóri Skinnaiðnaðar, seg- ir fátt í spilunum sem komið geti í veg fyrir að starfsemi félagsins leggist að mestu leyti niður. „Reksturinn hefur verið mjög erf- iður að undanförnu vegna sölu- tregðu og gengismála. Þar að auki höfum við þurft að liggja lengi með hráefnisbirgðir en því fylgir hár fjármagnskostnaður. Efna- hagsástandið í Evrópu hefur vald- ið því að færri hafa áhuga á þeim hágæða kuldaflíkum sem fram- leiddar eru úr afurðum okkar og sumir segja að sölutregðuna megi einnig rekja til hlýnandi lofts- lags,“ segir Ormarr. Skinnaiðnaður á Akureyri ehf. er í 54 prósenta eigu Staka en það er félag sem starfsmenn Skinna- iðnaðar eiga. Aðrir eigendur eru Landsbankinn og KEA. „Félagið var stofnað árið 2002 á grunni al- menningshlutafélags sem Lands- bankinn eignaðist. Reksturinn gekk mjög vel á fyrsta starfsári, heldur verr árið 2003 en í fyrra, og það sem af er ári, hefur rekst- urinn verið mjög dapur,“ segir Ormarr. Til að bregðast við erfiðleikum í rekstrinum í fyrra var gripið til uppsagna. „Við sögðum þá upp um 30 manns og fækkuðum niður í um 40 en það dugði ekki til. Við erum að gera allt sem hægt er til að bjarga starfseminni og endan- leg niðurstaða ætti að liggja fyrir innan mánaðar en útlitið er ekki gott,“ segir Ormarr. Samband íslenskra samvinnu- félaga (SÍS) byrjaði með skinna- iðnað á Akureyri árið 1923 þegar Gæruverksmiðja SÍS í Listagilinu á Akureyri hóf starfsemi. Nú er útlit fyrir að verkun skinna legg- ist af á Akureyri en skinnaiðnað- urinn er einu leifarnar af iðnaðar- starfsemi Sambandsins sem eftir eru á Akureyri. kk@frettabladid.is Framhaldsskólanemar: Kolféllu í fjármálalæsi FJÁRMÁL Framhaldsskólanemar fengu falleinkunn í fjármálalæsi í könnun sem Breki Karlsson, nemandi í Háskólanum í Reykja- vík, gerði í vetur. Breki segir að niðurstaðan hafi verið skelfileg. Könnunin hafi staðfest grun- semdir sínar en sér hafi komið óvart hve mikinn yfirdrátt nem- arnir hafa. Um 17,5 prósent framhalds- skólanema hafa yfirdrátt í bönk- um og er yfirdrátturinn 146 þús- und krónur að meðaltali. Hæsti yfirdrátturinn nam þó 600 þús- undum króna en algengastur var yfirdráttur að fjárhæð 50 þúsund krónur. Tæp 24 prósent nemanna eru með mánaðarlegar afborganir af lánum og 13 prósent hafa lent í vanskilum en 72,4 prósent hafa aldrei reynt að fylla út skatt- framtal. 63 prósent þeirra vita ekki hvað það þýðir að taka gengistryggt bílalán. Breki sendi 40 spurninga krossapróf til tæplega 70 fram- haldsskólanema. „Meðaleinkunn var 4,6 sem er fall. Skólakerfið virðist ekki gera ráð fyrir að þurfa að mennta krakka í þess- um efnum,“ segir hann. Sjálfur fékk hann 9,5 sem var hæsta einkunnin í vor. -ghs GAF FALLEINKUNN Í FJÁRMÁLALÆSI Breki Karlsson, nýútskrifaður nemandi í við- skiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík, kannaði fjármálalæsi framhaldsskólanema og gaf þeim falleinkunn fyrir kunnáttuna. Sjálfur fékk hann 9,5 eða hæstu einkunn sem gefin var frá Háskólanum í Reykjavík við útskriftina í vor. GUÐJÓNA BJÖRK SIGURÐARDÓTTIR Rannsakaði hversu vel íslenskir starfsmenn þekkja réttindi sín á vinnumarkaði og komst að því að mest er brotið á yngsta aldurshópnum sem jafnframt þekkir síst réttindi sín. ORMARR ÖRLYGSSON Megnið af framleiðslu Skinnaiðnaðar á Akureyri, 98 prósent, hefur verið flutt til landa Evrópu, Asíu og Ameríku. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /K K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.