Fréttablaðið - 04.06.2005, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 04.06.2005, Blaðsíða 18
Hvert fer spilið næst? Það vakti athygli í gær þegar Samband ungra sjálf- stæðismanna afhenti Alfreði Þorsteinssyni, stjórn- arformanni Orkuveitu Reykjavíkur, eintak af spilinu Monopoly – sem einnig er þekkt undir nafninu Matador. Með afhendingunni vildu ungir sjálfstæð- ismenn vekja athygli á umsvifum Orkuveitunnar á hinum ýmsu sviðum atvinnulífsins – sumum þeirra sem ekkert tengjast rekstri orkuveitna. Alfreð lét ekki ungu sjálfstæðismennina slá sig út af laginu og sendi þeim spilið aftur og bað þá um að koma því til Davíðs Oddssonar, formanns Sjálfstæðis- flokksins. Ekki skal fullyrt um hvort ungir sjálfstæðismenn verði við tilmælum Al- freðs og sendi formanni sínum spilið. Gárungarnir telja þó víst að viðbrögðin yrðu svipuð þar á bæ – og Davíð myndi umsvifalaust senda spilið til baka með þeim skilaboðum að koma ætti því rak- leiðis til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, for- stjóra Baugs. Óskabarnið til útlanda? Kaup Magnúsar Þorsteinssonar á Eimskipi hafa vakið mikla athygli og miklar vangaveltur uppi um hver verði örlög skipafélagsins, nú þegar Björgólfs- feðgar hafa sleppt takinu á því. Eimskip var í marga áratugi hornsteinn í íslensku atvinnulífi en hefur á undanförnum árum breyst í að vera undir- deild í fjárfestingarfélagi og verður nú undirdeild í flugfélagi. Mörgum finnst þetta áhugaverð ör- lög og velta fyrir sér hvort þrautagöngu fyrir- tækisins sé ekki enn lokið. Talið er víst að Björgólfsfeðgar hafi skoðað mjög alvarlega þann kost að selja Eimskip úr landi fyrir nokkrum misserum. Það hefði ekki verið lík- legt til vinsælda að selja „óskabarn þjóðarinn- ar“ erlendum kaupahéðnum. Það er þó líklegt að Magnús Þorsteinsson ætti auðveldara með að gera slíkan samning heldur en hinir virðulegu Björgólfsfeðgar og því ekkert hægt að útiloka um hvar Eimskip endar. MESTA HÆKKUN ICEX-15 4.081 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 247 Velta: 4.036 milljónir +0,51% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Íslandsbanki varð aðili að kauphöllinni í Osló samkvæmt frétt á vefsetri norska blaðsins Dagens Næringsliv. Íslandsbanki hefur því heimild til að eiga við- skipti með hlutabréf í kauphöll- inni í Osló líkt og í Kauphöll Ís- lands Lyf og heilsa hafa keypt rekst- ur verslunar Össurar í Orkuhús- inu við Suðurlandsbraut og hefur Össur því dregið sig út úr öllum rekstri á innanlandsmarkaði sem ekki tengist kjarnastarfsemi fé- lagsins. Þórshafnarhreppur hagnaðist um þrjár milljónir á síðasta ári. Vinnslustöðin hefur keypt 43 prósenta hlut í útgerðarfélaginu Huginn ehf. á 605 milljónir króna. 18 4. júní 2005 LAUGARDAGUR Aðilar tengdir Straumi vilja kaupa fjögurra pró- senta hlut Steinunnar Jónsdóttur í Íslands- banka. Þetta gæti gjör- breytt valdahlutföllum í bankanum. Átökin um bankann hafa harðnað og stjórnendur Íslandsbanka eru sakaðir um óeðlilega varnarbaráttu. Viðræður standa yfir um sölu á fjögurra prósenta hlut Steinunnar Jónsdóttur í Íslandsbanka. Báðar fylkingar innan Íslandsbanka eru líklegar til að vilja kaupa hlutinn enda getur eignarhluturinn skipt miklu um valdahlutföllin innan bankans. Í gærkvöld hafði sala á hlutnum ekki átt sér stað og óvíst hvort af henni yrði. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins verða það hvorki Straumur né Landsbankinn sem kaupa bréfin beint þar sem hendur Straums eru bundnar vegna skilyrða Fjármála- eftirlitsins. Líklegt er að Straumur reyni að komast framhjá þessu með því að selja aðila tengdum sér hlut Steinunnar ef salan gengur í gegn og sjá fram á að geta nýtt sér hlut- inn á hluthafafundi ef til átaka kem- ur. Ljóst er að Fjármálaeftirlitið mun fylgjast vel með því hvort slík- ar trakteringar séu viðhafðar enda ber Straumi að gefa upplýsingar um öll þau atkvæði sem bankinn hefur yfirráð yfir á hluthafafundi. Þó er talið víst að Straumur safni nú liði og sé bakhjarl kaupenda á bréf- um með það fyrir augum að nýta sér stöðuna síðar. Tvær fylkingar hafa áttst við innan bankans. Annars vegar hópur í kringum Bjarna Ármannsson for- stjóra og Einar Sveinsson stjórnar- formann en hins vegar hópur sem tengist Straumi og Landsbankan- um. Nýlega keyptu Bjarni, Einar og fleiri stjórnendur bankans hlut Jóns Helga Guðmundssonar í Byko, föður Steinunnar. Þau viðskipti höfðu ekki áhrif á valdahlutföllin þar sem bæði Jón Helgi og Steinunn hafa staðið með stjórnendum bank- ans. Ef aðilum tengdum Straumi tekst að kaupa hlut Steinunnar getur það breytt jafnvæginu á þann veg að Straumsmenn nái að bæta við manni í stjórn bankans. Ákveðin ró hafði skapast innan Íslandsbanka eftir töluverð átök undanfarin ár. Þegar stjórn bank- ans ákvað að selja Karli Werners- syni Sjóvá Almennar í apríl ýfðust gamlar deilur í hluthafahópnum upp þar sem Straumsmenn töldu óeðlilega að sölunni staðið. Harð- orðar yfirlýsingar í kjölfar þeirrar sölu bentu til þess að stríðsástand ríki milli Straums og Íslandsbanka. Greinilegt er að erjurnar milli fylkinga í bankanum hafa farið stig- vaxandi. Gagnrýnisraddir eru á lofti um kaup Bjarna Ármannsson- ar og annarra stjórnenda á hlut Jóns Helga og sterklega látið að því liggja að það sé Íslandsbanki sem fjármagni kaupin og að það sé ólög- legt eða að minnsta kosti óeðlilegt. Aðspurður um þessar ásakanir segir Einar Sveinsson: „Við stund- um ekki ólögmæt viðskipti.“ dogg@frettabladid.is Peningaskápurinn… Actavis 41,90 +3,20% ... Atorka 5,96 - 0,17% ... Bakkavör 35,40 -0,28% ... Burðarás 14,70 +0,34% ... FL Group 14,45 – ... Flaga 4,95 – ... Íslandsbanki 13,50 – ... KB banki 535,00 +0,75% ... Kögun 60,70 – ... Landsbankinn 16,50 – ... Marel 56,80 – ... Og fjarskipti 4,00 -0,50% ... Samherji 12,10 – ... Straumur 11,80 – ... Össur 76,50 -0,65% Safnað í lið fyrir Íslandsbankaslag Actavis 3,20% HB Grandi 1,19% Tryggingamiðst. 0,96% Össur -0,65% Og fjarskipti -0,50% Bakkavör -0,28% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Umsjón: nánar á visir.is Hús og híbýli - Þinn lífstíll N R . 1 9 5 • 6 . T B L • J Ú N Í 2 0 0 5 • V E R Ð 8 9 9 K R . GARÐAR 2005 50 - gamaldags gistiheimiliGamli bærinn á Berunesi Garðar í borg og sveit síðna umfjöllun garðhúsgögn sumarsins BRÚÐKAUPIÐ Klassískar brúðargjafi r utanhúss Málningin Actavis Group hefur sett tvö ný samheitalyf á markað í níu Evrópu- löndum í gegnum dótturfyrirtæki sitt, Medis. Í fréttatilkynningu frá Actavis segir að viðskiptavinir fé- lagsins hafi getað hafið sölu lyfj- anna um leið og einkaleyfin féllu úr gildi. Um er að ræða taugalyfið Lamotrigine í tveimur mismunandi formum. Um 40 milljón töflur eru í upphafssendingunni en þó er ekki búist við að lyfið verði í hópi tíu söluhæstu lyfja samstæðunnar. - dh ACTAVIS SETTI TVÖ NÝ LYF Á MARK- AÐ Í NÍU LÖNDUM Upphafssendingin var 40 milljón töflur. Lyf á marka› í níu löndum Sala hófst um leið og einkaleyfin féllu úr gildi. HART ER BARIST UM ÍSLANDSBANKA Tvær fylkingar takast á um áhrif í bankanum og reyna að tryggja stöðu sína. Nú er bitist um hlut Steinunar Jónsdóttur. Burðarás hefur keypt um 6,6 prósenta hlut í norska olíu- leitarfyrirtækinu Ex- ploration Resources, sem er skrásett í norsku kauphölll- inni. Nær sextán prósent hlutafjár skiptu um hendur á markaði í gær. Félagið, sem hagnaðist um tæpar 62 millj- ónir króna á fyrsta ársfjórð- ungi, varð til í mars þegar Rieber Shipping setti olíu- leitarhlutann inn í sérstakt félag. Burðarás stefnir að því að þrír fjórðu hlutar eigna fé- lagsins verði erlendis. - eþa Bur›arás fjárfestir í Noregi EXPLORATION RESOURCES – HELSTU STÆRÐIR Markaðsvirði: Um 10 milljarðar króna Eigið fé: Um 3,9 milljarðar króna Hækkun frá skráningu: 18,5 prósent.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.