Fréttablaðið - 04.06.2005, Síða 24

Fréttablaðið - 04.06.2005, Síða 24
Árni Magnússon félagsmálaráð- herra heldur upp á fertugsafmælið sitt með Walt Disney, Mikka Mús og félögum. Árni er staddur ásamt fjölskyldu sinni, eiginkonu og tveimur yngri börnum sínum, í Flórída þar sem þau ætla að dvelja í tíu daga. Þau ætla að halda upp á afmæl- ið með því að verja deginum í skemmtigarði. Árni telur þetta ekki vera mjög stór tímamót í lífi sínu. „Það er mesti munurinn að vera ekki leng- ur rúmlega þrítugur,“ segir Árni kíminn og tekur þessu eins og hverju öðru hundsbiti. Hann telur málsháttinn Allt er fertugum fært í fullu gildi. Árni segist ekki vera stórkost- legur afmælismaður og ætlar ekki að halda neina stórveislu þegar hann kemur heim. „Ætli það verði ekki þannig að maður segist vera að heiman og blóm og kransar af- þakkaðir,“ segir félagsmálaráð- herran og hlær. „Það er alltaf gaman að fá eitt- hvað nýtt, hins vegar er það vanda- mál að mann vantar ekki neitt og það er snúin staða,“ segir Árni sem segir að líklega hafi hann fengið bestu gjafirnar undir sex ára aldri. Í ár fékk Árni forláta veiðistöng en hann hefur mjög gaman að því að veiða silung. Hann fer nokkra daga á sumrin til veiða í vötnum í Skaftafellssýslu þangað sem hann á rætur að rekja. Þegar hann er spurður hvað sé svona skemmti- legt við veiði svarar hann því til að „þeir sem ekki hafi upplifað það skilji það ekki og því þýði ekki að útskýra það.“ Árni hefur lítið séð af sólinni í Flórída, hins vegar sé hlýtt og notalegt og kannski eins gott að ekki sé of mikil sól þegar sprangað er um á stuttbuxum og ermalaus- um bol í skemmtigarði allan dag- inn. ■ 24 4. júní 2005 LAUGARDAGUR GEORG III (1738-1820) fæddist á þessum degi. TÍMAMÓT: ÁRNI MAGNÚSSON FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA FERTUGUR Heldur upp á afmælið með Disney og félögum „Svikari er hver sá sem er mér ósammála.“ Ævi Georgs III var harmsaga mikil; hann varð geðveikur á þrítugs- aldri og missti smám saman öll tök á tilverunni. timamot@frettabladid.is ANDLÁT Kristján Belló Gíslason, fyrrverandi leigubílstjóri, Vogatungu 101, Kópavogi, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnu- hlíð að kvöldi þriðjudagsins 31. maí. Sigurður Þorgrímsson, Sóltúni 2, áður Langholtsvegi 150, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni miðvikudag- inn 18. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Sigurður Ingi Sigurðsson, áður til heimilis að Víðivöllum 4, Selfossi, lést á Hrafnistu í Reykjavík aðfaranótt 1. júní. Á þessum degi árið 1989 fjölmenntu kínverskir hermenn á Torg hins himneska friðar í Peking og drápu hundruð stúdenta við mótmæli og þúsundir til viðbótar voru handteknar. Sjö vikum áður hófu kínverskir stúdentar mótmæli á Torgi hins himneska friðar og er talið að allt að því milljón manns hafi safnast á torginu þegar mest lét. Mótmælendur kröfðust afsagnar leiðtoga Kommúnistaflokksins og lýðræðislegra umbóta í stjórnkerfi landsins. Stjórnvöld gerðu nokkrar misheppnaðar tilraunir til að reka fjöldann á braut áður en herinn lét til skar- ar skríða. Þó að margir hafi vissulega átt von á að það myndi slá í brýnu milli mótmælenda og hers- ins kom ofsafenga árásin flestum í opna skjöldu. Mikill glundroði skapaðist þegar tugþúsundir manna reyndu að flýja undan hermönnunum. Sumir börðust á móti og grýttu hermennina og kveiktu í bifreiðum þeirra og skriðdrekum. Erlendir erindrekar á staðnum töldu að að minnsta kosti 300 manns hefðu látið lífið í átökunum og allt að tíu þúsund manns hefðu verið handteknir. Senni- lega verður aldrei endanlega ljóst hversu margir létu lífið þennan dag. ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1070 Roquefort-ostur er búinn til í fyrsta skipti í helli skammt frá Roquefort í Frakklandi. 1913 Súfragettan Emily Davinson kastar sér fyrir veðhlaupa- hross konungs og lætur líf- ið. 1927 Johnny Weissmüller setur met í hundrað og tvö hundruð metra sundi. 1944 Hornsteinn lagður að Sjó- mannaskólanum. 1956 Leyniræða Krútsjoffs er gerð opinber. 1959 Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, er stofnuð. 1965 Rolling Stones gefa út lag- ið „Satisfaction“. 1977 Hornsteinn er lagður að Hrafnistu, dvalarheimili aldraðra sjómanna. Fjöldamor› á Torgi hins himneska fri›ar JAR‹ARFARIR 13:30 Guðný Bjarnadóttir, frá Gerðis- stekk, Norðfirði, Lóurima 6, Selfossi, verður jarðsungin frá Selfosskirkju. 14.00 Sigurður Matthías Benedikts- son, frá Kirkjubóli, Lækjartúni 21, Hólmavík, verður jarðsunginn frá Hólmavíkurkirkju. 14.00 Anna Fríða Stefánsdóttir, Grund, Vestmannaeyjum, verður jarð- sungin frá Vestmannaeyjakirkju. 14.00 Þórarinn Pálsson, bóndi, Selja- landi, Fljótshverfi, verður jarð- sunginn frá Kálfafellskirkju. 14:00 Minna Elísa Bang, Aðalgötu 19 (gamla apótekinu), Sauðárkróki, verður jarðsungin frá Sauðár- krókskirkju. AFMÆLI Páll Skúlason háskólarekt- or er 60 ára. Þórður Ægir Óskarsson, sendiherra í Jap- an, er 51 árs. Stefán Sturla Sigurjónsson leikari er 46 ára. Erla Rut Harðardóttir leik- kona er 44 ára. Sesselja Kristjánsdóttir söngkona er 35 ára. Lárus Orri Sigurðsson knattspyrnumaður er 32 ára. Róbert I. Douglas leikstjóri er 32 ára. Elskuleg systir okkar og mágkona, Jófríður Ólafsdóttir Staðarhrauni 3, Grindavík, lést á heimili sínu fimmtudaginn 2. júní. Jarðarförin auglýst síðar. Jón Ólafsson Agnes Jónsdóttir Pálína Ólafsdóttir Ísleifur Harðarson Gísli Örn Ólafsson Njála Vídalín Magnús Ólafsson Ragnheiður Arngrímsdóttir 60 ára Sæmundur Kristjánsson Álfhólsvegi 43a, Kópavogi, verður 60 ára á morgun 4. júní. Tek á móti á gestum á Hótel Loftleiðum laugardaginn 4. júní milli 15-18. Áttræðisafmæli! Lilja Sveinsdóttir, frá Neðri-Hundadal, varð áttræð þann 1. júní síðastliðinn og í tilefni þess langar hana að bjóða ættingjum og vinum í afmæliskaffi í Félagsheimilinu Árbliki í Dala- sýslu sunnudaginn 5. júní milli kl. 15 og 18. FYRSTA SÝNING VÍKURINNAR: Togarar í 100 ár Fyrsta sýning hins nýja safns, Víkurinnar – Sjóminjasafnsins í Reykjavík, verður opnuð með formlegum hætti í dag klukkan hálf ellefu. Hr. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands mun opna sýninguna ásamt Gísla Jónssyni sjómanni sem starfaði lengi á skipum Bæjarútgerðar- innar og vann í frystihúsinu sem hýsir sjóminjasafnið nú. Þessi fyrsta sýning safnsins er sett upp í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá því að Íslendingar hófu útgerð togara og nefnist hún Togarar í 100 ár. Sambærileg sýning er varðar sögu togaraút- gerðar hefur ekki verið sett upp hér á landi áður. Sýningin verður opin almenn- ingi frá klukkan tvö til fimm í dag og á morgun og er aðgangur ókeypis þessa helgi. Þar sem sýn- ingin er hluti af hátíð hafsins sem haldin er þessa helgi verður boð- ið upp á ókeypis ferðir frá Mið- bakkanum og upp í safn. Sýningin er á annarri hæð hússins og verður tæknin nýtt til að gestir geti glöggvað sig á sög- unni. Þá getur fólk fylgst með ferðum skipa inn og út úr höfn- inni með ratsjá sem komið hefur verið fyrir uppá þaki. ■ COOT Teikning af Coot, fyrsta togara Ís- lendinga. ÁRNI MAGNÚSSON Er staddur í Flórída með fjölskyldu sinni og ver deginum í skemmtigarði. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. SÓLHLÍFAR Mannfjöldi í Bagdad skýlir sér fyrir sólinni meðan á bænahaldi stendur.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.