Fréttablaðið - 04.06.2005, Qupperneq 44
Finnbogi Pétursson var ekkinema átta ára þegar hannfór að fikta með rafmagn
bak við luktar dyr heima í
Nökkvavogi. Hann tengdi nagla
við straumbreyti, straumbreyti
við hátalara, og úr hátalaranum
kom ægifagurt hljóð sem Finn-
bogi kallar hjartslátt rafmagns-
ins. Drengurinn fékk vitanlega
rafstuð við fiktið og sjokk í kjöl-
farið. Kom ekki nálægt rafmagni
fyrr en mörgum árum síðar.
„Allt sem ég geri í listinni er af-
leiðing þessarar lífsreynslu og ég
skynjaði að þarna lágu ókannaðar
og spennandi brautir. Stuðið gerði
að verkum að ég beið með frekari
tilraunir þar til ég hafði hugrekki
til en mörgum árum síðar hafði ég
skilið hvaða fagri tónn þetta var:
semsagt fimmtíu riða tónn raf-
magnsins,“ segir Finnbogi dreym-
inni röddu, enda enn að kynnast
töfrum frumkraftanna.
Tími tækifæra
Það er margt að gerast í lífi Finn-
boga þessa dagana. Verk hans
Hringur var vígt í húsakynnum
Orkuveitu Reykavíkur nú í maí
og í tengslum við Listahátíð sýnir
Finnbogi nýtt verk í vatnstönkun-
um við Háteigsveg til 5. júní.
Þann 18. júní verður svo afhjúpuð
innsetning Finnboga við Vatns-
fellsvirkjun og sjálfur hefur hann
verið tilnefndur til Carnegie-list-
verðlaunanna 2006, sem afhent
verða í Noregi í lok september,
auk þess sem hann var valinn til
að taka þátt í Carnegie-sýning-
unni sem ferðast milli höfuð-
borga Norðurlanda í heilt ár og
endar í Lundúnum.
„Hlutir hafa tilhneigingu til að
hlaðast upp á ákveðin móment og
slíkt móment er núna hjá mér,“
segir Finnbogi sem vinnur verk
sín einkum úr tónum sem hann
varpar úr hátölurum á fleti sem
mynda teikningar eða skúlptúra
úr lofti.
„Ég hef alltaf kallað mig
myndlistarmann í stað hljóðlista-
manns, enda ekkert sem mælir
mót því að þessi tegund listar eigi
heima í myndlist. Ég er ekki held-
ur að finna þetta upp. Vatn hefur
verið notað öldum saman til að
sýna hljóðbylgjur; hringgárur
myndast þegar steinn er látinn
detta ofan í vatn og þannig haga
hljóðbylgjur sér líka, eins og
menn fyrri alda uppgötvuðu fyrir
löngu,“ segir Finnbogi sem sjálf-
ur byrjaði að gera tilraunir með
vatn og vatnsgárur þegar hann
frumsýndi Hringinn í Nýlista-
safninu árið 1991, verk sem þótti
nýstárlegt og íslenska þjóðin fjöl-
mennti til að sjá.
Dagdraumabylgjur
Finnbogi segir vatn og rafmagn
vinna fallega saman og að lista-
verkin snúist líka um tímann.
„Eftir að ég var sleginn út af
rafmagnspúkanum, svo lítill búkur
og brá auðvitað mikið, greiptist
þessi fallegi raftónn í vitund mína.
Eftir nám í myndlist var því eðli-
legt framhald að byrja að vinna
með þennan grunntón, en í dag
tefli ég einnig saman lægri tónum
og fæ frá hverju pari sterkari
millibylgju. Þá tækni nota ég í
verkinu sem í haust keppir til
Carnegie-listverðlaunanna,“ segir
Finnbogi en sú innsetning tilheyrir
sömu fjölskyldu og innsetningin
sem hann setti upp í Ásmundarsal
árið 1993 og var keypt af austur-
rískri barónessu.
„Verkið nú verður minna í snið-
um og í stað eins tóns nota ég tvo
fimm til átta riða millitóna sem í
raun eru pheta-bylgjur, þær sömu
og finnast í svefnstigum manns-
ins. Pheta-bylgjur eru fyrsta stig
dáleiðslu, stundum kallað dag-
draumaástand, eins og á við um
þorra bílstjóra í umferðinni þegar
þeir keyra vanabundna leið ann-
ars hugar og vita ekki af tíma sín-
um fyrr en á áfangastað.“
Líf listamannsins
Á uppvaxtarárum Finnboga kom
ekki til greina annað en að verða
listamaður.
„Ég fullyrti við kennara mína í
barnaskóla, þegar þeir reyndu að
beina mér á þær brautir að vera
duglegur að læra, að ég hefði lítil
not fyrir námið þar sem ég ætlaði
í myndlistarskóla,“ segir Finnbogi
sem alltaf hefur haft lifandi
ímyndunarafl.
„Ég á auðvelt með að fá hug-
myndir, en maður þarf að gera
meira en að hugsa. Það þarf að
hrinda hlutunum í framkvæmd.
Verk sem þessi eru dýr í uppsetn-
ingu, en nú í fyrsta sinn fékk ég
Burðarás til að styrkja mig fjár-
hagslega til verksins við tankana og
Orkuveitan lánaði mér vatnstank-
ana. Fyrir vikið gat ég ráðið fólk til
að vinna fyrir mig vissa hluti sem
annars hefðu kannski verið ófull-
komnari, tekið mun lengri tíma og
sett fjölskylduna á hausinn,“ segir
Finnbogi, en síðustu tvö ár hefur
hlutskipti hans verið fátæki hug-
sjónalistamaðurinn, þar sem hon-
um var ekki úthlutað listamanns-
launum á því tímabili.
„Það væri brjálæðislega
skemmtilegt að selja verkin, en
hefði maður gróðasjónarmiðin
eingöngu að leiðarljósi hefði ég
aldrei farið þá leið að gera verk
mín eins og raun ber vitni, því þau
eru nánast vonlaus í sölu. Hins
vegar hafa augu og eyru æ fleiri
beinst að mér að undanförnu og í
útlöndum er heill heimur listunn-
enda sem safna innsetningum af
ástríðu. Því er margt spennandi í
farvatninu og margir sem fylgjast
grannt með, en reynslan hefur
kennt mér að halda logninu og ýfa
ekki upp áhugann fyrr en eitthvað
fast er í hendi,“ segir Finnbogi
sem síðastliðin tvö ár hefur marg-
sinnis fundið sig knúinn til að
blaða í atvinnuauglýsingum dag-
blaðanna.
„Frá 1997 hef ég eingöngu unnið
við myndlistina, en hafði áður unn-
ið fulla vinnu meðfram listsköpun
minni. Það er auðvitað frábært að
hafa tækifæri til að sinna listinni
áhyggjulaust, en líf listamanna er
ekkert auðvelt þótt oftast sé það
ótrúleg upplifun. Inn á milli koma
tímabil streitu og svefnleysis
vegna fjárhagsáhyggna og lista-
verk sem þessi hafa lítið að segja
við kassann í Bónus eða fataversl-
unum barnanna. Sem betur fer
sýnist mér þessir óvissuþættir á
góðri leið með að hverfa með fyrir-
tækjum eins og Burðarási sem
kemur svo myndarlega að þessum
styrk, og er vonandi það sem koma
skal því ég er viss um að fyrirtæki
sem leggja listamönnum lið og list-
viðburðum fjármagn, fá það marg-
falt til baka.“
Tilraunamennska
List Finnboga má gjarnan líkja við
tilraunamennsku, enda prófar
hann oftar en ekki splunkunýjar
leiðir og úrræði, eins og í vatns-
tönkunum við Háteigsveg núna.
„Þar nota ég eld í fyrsta skipti
og hef lært að ætli maður að storka
eðlisfræði þarf maður að beita
ákveðnum aðferðum. Ég vil hafa
stjórnina, láta vatn og eld haga sér
samkvæmt mínum skipunum, en í
vatnstönkunum tók eldurinn yfir-
höndina og sló út margra mánaða
vinnu, rétt viku fyrir opnunina. Í
ljós kom að verkið varð betra með
þessari óvæntu beitingu og miklu
nær því konsepti sem ég hafði
reynt að ná í áföngum, en tankarn-
ir eru tveir og verkin tvö, þótt þau
spili saman. Maður horfir á eldinn
og heyrir í loftinu. Horfir á vatnið
og heyrir í jörðinni. Ég varð því að
sætta mig við vopnin slegin úr
höndum mínum og taka gjöfinni
fagnandi því það gerist ekki á
hverjum degi að maður fái heila
innsetningu gefins frá eldinum,“
segir Finnbogi brosmildur, sáttur
við samvinnu frumkraftanna.
28 4. júní 2005 LAUGARDAGUR
Þann 18. júní verða afhjúpuð ný verk
Finnboga Péturssonar og Gjörninga-
klúbbsins við Vatnsfellsvirkjun í
Þjórsárdal, en verkin sigruðu í sam-
keppni Landsvirkjunar.
Í gegnum virkjunina rennur vatn
sem býr til rafmagn á 50 riða tíðni,
sem Finnbogi kallar hjartslátt raf-
magns.
Í verðlaunaverki Finnboga notar
hann 20 metra löng göng sem vísa
frá norðri til suðurs. Göngin eru
manngeng í fjögurra metra lofthæð
sem lækkar smám saman niður í tvo
og hálfan metra, en aftast mjókkar
rörið niður í hálfs metra breiðan
gang, þar sem norðanvindurinn mun
blása í gegnum göngin og senda 50
riða gnauð í gegnum orgelpípu. Það
er sama tíðni og heyrist í spennum
virkjunarinnar, en 50 riða tónn er
lágstemmdur og inngreiptur í vitund
Íslendinga þar sem öll rafmagnstæki
í umhverfinu ganga á þeirri tíðni.
Verkið virkar aðeins á Íslandi vegna
spennutíðnar og er hugsað sem ljóð
frá norðanvindinum til sunnanvinds-
ins í hliðinu á milli átta.
MYNDLISTARMAÐUR MEÐ MARGT Í GANGI Finnbogi Pétursson kallar sig myndlistarmann þótt mestmegnis vinni hann listaverk sín
með tónum á mismunandi tíðnisviði, ásamt frumkröftunum eldi og vatni.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
TAK
TU
ÞÁT
T!
Taktu þátt þú gætir unnið: Meet the fockers
Lemony Snicket´s A Series Of Unfortunate Events
• Meet the parents SE • Aðrar DVD myndir
Kippur af Coke og margt fleira!
D3
Vinningar verða afhentir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 199 kr/skeytið
HA HA HA
HA HA!
GÖNGIN við Vatnsfellsvirkjun í vinnslu
HJARTSLÁTTUR RAFMAGNS
Hlusta›
á tímann
Rafstu› í æsku opna›i vitund Finnboga Péturssonar
myndlistarmanns fyrir ókönnu›um brautum listar-
innar en allar götur sí›ar var drengurinn sta›rá›inn
í a› gerast listama›ur a› ævistarfi.
fiórdís Lilja Gunnarsdóttir átti samtal vi› Finnboga
undir eldhnetti himins.