Fréttablaðið - 04.06.2005, Side 50

Fréttablaðið - 04.06.2005, Side 50
4. júní 2005 LAUGARDAGUR > Við mælum með ... ... að fólk fjölmenni í Laugardalinn í dag og taki þátt í að styðja íslenska knatt- spyrnulandsliðið til sigurs gegn Ungverjum. Spáin er góð, miðaverð í sögulegu lágmarki og því engin ástæða til annars en að skella sér á völlinn og hafa gaman af. Áfram Ísland! Heyrst hefur ... ... að úrvalsdeildarfélag West Ham sé á eftir Íslendingunum Heiðari Helgusyni og Ívari Ingimarssyni, sem báðir gerðu frábæra hluti í ensku 1. deildinni í vetur. West Ham er talið ætla að bjóða eina og hálfa milljón punda í Heiðar, sem skoraði 20 mörk fyrir Watford. Ívar fer á eitthvað minna. sport@frettabladid.is 34 > Við hrósum ... .... Snorra Steini Guðjónssyni fyrir að sýna einstakan karakter þegar á móti blés. Í stað þess að leggjast niður og væla reif hann sig upp og spilaði frábæran handbolta. Hann uppskar landsliðssæti á ný, sem og sæti í liði ársins í þýsku úrvalsdeildinni, sem er einstakur árangur. Íslenska 21 árs landsli›i› olli miklum vonbrgi›um í 0-1 tapi fyrir Ungverjum á Víkingsvellinum í gær. Vorum arfaslakir í fyrri hálfleik FÓTBOLTI Íslenska 21 árs-liðið tapaði 0-1 fyrir Ungverjum í undan- keppni Evrópumótsins í gær og olli leikur liðsins miklum von- brigðum. Ungverjar skoruðu sigurmarkið á 13. mínútu og hélst á þessu eina marki út leikinn og þar með eru allir möguleikar ís- lenska liðsins úr sögunni. Eftir frábæra frammistöðu í heimaleikjum sínum síðasta haust var allt annað uppi á teningnum á Víkingsvellinum í gær, íslenska liðið virkaði stemningslaust og spilið gekk mjög illa enda allir leikmenn liðsins óöruggir með boltann og lítið sjálfstraust var í öllum aðgerðum. Ungverjar gáfu eftir svæðin í kjölfar marksins og íslenska liðið hafði völdin á vellin- um í seinni hálfleik, sem var betri en sá fyrri en langt frá því að vera ásættanlegur. Ungverjar fögnuðu vel í leikslok enda eiga þeir enn möguleika á að komast áfram en vonandi lagði íslenska liðið ekki línurnar fyrir A-landsliðið, sem mætti og horfði á leikinn en þarf að gefa miklu meira af sér í dag ef Ísland ætlar sér einhver stig út úr þessari heimsókn Ungverja. Eyjólfur Sverrisson, þjálfari ís- lenska liðsins, gat ekki verið sáttur með leikinn. „Við vorum ekki að ná eins og í fyrra að spila okkar besta leik. Við vorum alveg arfaslakir í fyrri hálfleik og strákarnir voru alls ekki nægilega stemmdir. Við vorum langt frá okkar mönnum og þeir hirtu alla lausa bolta. Seinni hálfleikurinn var hins vegar virki- lega góður og þá var miklu meiri kraftur í okkar leik og allt annað að sjá til liðsins. Með heppni hefð- um við getað jafnað leikinn. Þeir voru ekki að skapa sér nein færi og við vorum að setja pressu á þá,“ sagði Eyjólfur en úrslitin hljóta að vera svekkjandi því ekki er þetta ungverska lið sterkt. Eyjólfur segir þessa leiki vera mikinn skóla. „Þetta eru strákar sem eru að læra og taka framför- um og þeir eiga eftir að læra af þessum leik að það gengur ekki að mæta til leiks á 80% hraða. Menn verða að mæta af 100% krafti ef árangur á að nást.“ ooj@frettabladid.is Handboltamaðurinn Snorri Steinn Guðjónsson átti frábæran seinni hluta á nýliðnu tímabili með þýska liðinu Grosswallstadt, sem sést best á því að hann hefur verið valinn í lið ársins í þýsku deildinni en það er hið virta tímarit Handball Woche sem sér um valið á liðinu. Þrátt fyrir hvern stórleik- inn á fætur öðrum eftir áramót ákvað nýr þjálfari Grosswallstadt að láta Snorra fara og taldi sig ekki hafa not fyrir hann og hann er nú genginn til liðs við Minden. „Þetta er virkilega gaman og mér er sýndur mikill heiður með þessu. Þetta gefur mér kannski ekkert mikið meira en það en samt er ekki leiðinlegt að fá svona viðurkenningu fyrir góða frammistöðu.“ sagði Snorri Steinn. „Kannski ýtir þetta eitt- hvað við þeim hjá Grosswallstadt en ég lít samt ekki þannig á það. Það besta var að ég stóð mig vel eftir ára- mót og gat kvatt liðið á þann hátt eftir erfiða tími fyrir jól. Mér leið vel hjá liðinu og eignað- ist góða vini, það voru margir sem reyndust mér vel. Þjálfarinn sem vildi ekki hafa mig hugsar sig kannski tvisvar um núna.“ Auk Snorra eru í liði ársins Jan Holpert, Lars Christiansen, Kyung- Shin Yoon, Johan Pettersson, Marcus Ahlm og Björn Navar- in. „Það er óneitanlega gaman að sjá nafnið sitt kringum þessa menn og það eykur sjálfstraustið og gefur mér til kynna að ég er á réttri leið. Það vantar náttúrlega ekki úrval- ið af góðum miðjumönnum og bara leikmönnum al- mennt í þessari deild og fyrir mig, ungan mann á öðru ári í deildinni, kemur þetta nokkuð á óvart. Þetta eykur kannski pressuna á mig frá stuðningsmönnum Minden en ég er ákveðinn í að standa mig enn betur á næsta tímabil.“ sagði Snorri. HANDKNATTLEIKSKAPPINN SNORRI STEINN GUÐJÓNSSON: FRÁBÆR ENDIR Á TÍMABILINU Í li›i ársins í fl‡sku úrvalsdeildinni HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 1 2 3 4 5 6 7 Laugardagur JÚNÍ ■ ■ LEIKIR  18.05 Ísland og Ungverjaland mætast á Laugardalsvelli í undankeppni HM.  18.05 HK og Völsungur mætast á Kópavogsvelli í 1. deild karla í knattspyrnu. ■ ■ SJÓNVARP  14.50 Heimsliðið – Ciudad Real á RÚV.  17.55 Ísland-Ungverjaland á RÚV. Bein útsending frá undankeppni HM.  19.05 Ísland-Ungverjaland á RÚV. Bein útsending frá undankeppni HM.  22.00 Hnefaleikar á Sýn. Viðureign Tszyu og Hatton í beinni útsendingu. EMIL SÁST EKKI Emil Hallfreðsson fann sig ekki í gær og var einn margra leikmanna liðsins sem spiluðu langt undir getu. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.