Fréttablaðið - 04.06.2005, Page 51

Fréttablaðið - 04.06.2005, Page 51
LAUGARDAGUR 4. júní 2005 35 N‡ andlit í byrjunarli›i Íslands gegn Ungverjum Landsli›sfljálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson stilla upp nokku› sókndjörfu li›i gegn Ungverjum í dag og eru flrír leikmenn me› mjög litla reynslu í byrjunarli›i íslenska li›sins. FÓTBOLTI Gunnar Heiðar Þorvalds- son og Stefán Gíslason munu í fyrsta sinn verða í byrjunarliði landsliðsins þegar liðið tekur á móti Ungverjalandi í undan- keppni HM á Laugardalsvelli í dag. Gunnar Heiðar mun leysa af Heiðar Helguson sem fremsti maður, en Heiðar er í leikbanni, og Stefán tekur stöðu Jóhannesar Karls Guðjónssonar sem djúpur miðjumaður en Jóhannes ákvað fyrir skemmstu að gefa ekki lengur kost á sér í landsliðið. Tilvera Gunnars í liðinu kemur nokkuð á óvart þar sem hann er einn reynsluminnsti leik- maður liðsins og á alls að baki ekki nema tvær mínútur með ís- lenska liðinu frá því að hann kom inn á í lok leiksins gegn Ítalíu í lok mars á þessu ári. Stefán á að baki fjóra landsleiki, alla sem varamaður. Annars er ekki svo margt sem kemur á óvart í liðsvali Ásgeirs og Loga og stilla þeir upp í eins konar 4-4-1-1 leikkerfi. Eiður Smári Guðjohnsen mun leika fyrir aftan Gunnar Heiðar og sinna svipuðu hlutverki og hann gerði síðari hluta nýafstaðinnar leiktíðar með Chelsea. Hann mun vera í hlutverki arkitektsins hjá íslenska liðinu og sjá um að byggja upp sóknaraðgerðir þess. Stefán verður við hlið Brynjars Björns Gunnarssonar og eiga þeir að sjá um að riðla miðjuspili Ungverja og stöðva þeirra aðalmann, leikstjórnandann Zoltan Gera hjá WBA. Þá tekur Pétur Marteinsson stöðu Hermanns Hreiðarssonar við hlið Ólafs Arnar Bjarnasonar í miðri vörninni en Hermann á við meiðsli að stríða. Á milli stanganna fyrir aftan þá stendur að sjálf- sögðu Árni Gautur Arason. Fróðlegt verður að sjá hvernig öðrum reynslulitlum leikmanni, Grétari Rafni Steinssyni, vegnar af í hægri bakverðinum, en hann er mun sókndjarfari leikmaður en Kristján Örn Sigurðsson, sem leikið hefur þá stöðu í síðustu leikjum íslands en þarf nú að sætta sig við sæti á bekknum. Indriði Sigurðsson verður að venju í vinstri bakverðinum en á vængjunum er síðan að finna þá Arnar Þór Viðarsson og Gylfa Einarsson, leikmenn sem báðir eru vanir að spila inni á miðjunni með sínum félagsliðum og eru því ekki í sinni kjörstöðu. SMÁÞJÓÐALEIKAR Björn Þorleifs- son og Auður Anna Jónsdóttir unn bæði gull í tækvondó- keppni Smáþjóðaleikanna í gær og það með miklum glæsibrag. Björn vann báða bardaga sína með yfirburðum. Úrslita- bardaginn var á móti Christos Pilavakis frá Kýpur og hann vann Björn 13-8. Það sama var uppi á teningn- um hjá Auði Önnu, sem einnig vann báða sína bardaga með yfirburðum. Í úrslitabardagan- um mætti hún Angelica Medina De Diego frá Andorra. Auður Anna var komin yfir með 8-0 í fyrstu lotunni þegar handklæð- inu var hent inn í hringinn frá þjálfara Angelicu. Annað gull kom í hús í borð- tennis í gær. Þá tryggðu þeir Guðmundur Stephensen og Adam Harðarson gull í tvíliða- leik. -ooj Smáþjóðaleikarnir í Andorra í gær: Tvö gull í hús í tækvondó Árni Gautur Arason Eiður Smári Guðjohnsen 4-4-1-1 Ólafur Örn Bjarnason Pétur Marteinsson Indriði Sigurðsson Brynjar Björn Gunnarsson Stefán Gíslason Gylfi Einarsson Arnar Þór Viðarsson Gunnar Heiðar Þorvaldssson Grétar Rafn Steinsson Íslenska sundfólkið gerði frábæra hluti í Andorra: Allir fengu ver›laun SUND Íslenska sundfólkið lauk keppni á Smáþjóðaleikunum í gær og uppskeran er glæsileg. Ísland vann alls 34 verðlaun, tvöfalt fleira en næsta þjóð, Kýpur, og einum verðlaunum meira en á síð- ustu leikum sem fram fóru á Möltu. Ísland fór út með mjög ungt lið að þessu sinni en þessir krakkar stefna öll á að komast inn á Ólympíuleikanna í Peking eftir þrjú ár og fengu þetta framtíðar- sundfólk Íslands dýrmæta keppn- isreynslu á þessum elleftu Smá- þjóðaleikum. Íslensku krakkarnir unnu 11 gull, 11 silfur og 12 brons að þessu sinni en fyrir þremur árum vann Ísland 11 gull, 14 silfur og 8 brons eða alls 33 verðlaun. Það sem gladdi kannski hópinn mest var þó það að allir sundfólk- ið vann sér inn verðlaun. Hilmar Pétur Sigurðsson var sá síðasti til að næla sér í verðlaunapening þegar hann vann brons í 1500 metra skriðsundi. Anja Ríkey Jakobsdóttir vann flest gull í íslenska sundliðinu auk þess sem hún kom að báðum Ís- landsmetunum sem voru sett á leikunum. Anja Ríkey sem syndir fyrir Ægi vann fjögur gull og eitt silfur þar af tvö gull í einstak- lingsgreinum. Anja setti sjálf Ís- landsmet í 100 metra baksundi á fyrsta spretti í 4x100 metra fjór- sundi í fyrradag og var síðan í boðssundsveitinni sem setti glæsilegt Íslandsmet í 4x100 metra skriðsundi á síðasta degin- um í gær. Jakob Jóhann vann flest verð- laun í íslenska sundliðinu eða alls sjö, eitt gull, fimm silfur og eitt brons. Jakob Jóhann vann 4 af þessum verðlaunum í einstak- lingsgreinunum og þrjú með boð- sundssveitunum. Hin 15 ára Sigrún Brá Sverris- dóttir úr Fjölni í Grafarvogi vann flest verðlaun hjá stelpunum en hún vann til sex verðlauna á sín- um fyrstu leikum, 3 gull, 1 silfur og 2 brons en fjögur af verðlaun- um hennar komu í einstaklings- greinum. Ragnheiður Ragnarsdóttir og Erla Dögg Haraldsdóttir unnu báðar þrjú gull og fjögur verðlaun alls en Erla Dögg ásamt Sigrúnu Brá og Önju Ríkey voru þær einu í íslenska hópnum sem náðu að vinna tvær einstaklingsgreinar í sundkeppninni í Andorra. ooj@frettabladid.is SJÖ SINNUM UPP Á PALL Sundmaðurinn Jakob Jóhann Sveinsson fór oftast upp á verðlaunapalla af íslenska sundfólkinu á Smáþjóðaleikunum í Andorra. Jakob Jóhann vann alls sjö verðlaun, 1 gull, 5 silfur og 1 brons. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.