Fréttablaðið - 04.06.2005, Page 56

Fréttablaðið - 04.06.2005, Page 56
MÓÐUR VIKUNNAR > MARTA SMARTA FER YFIR MÁLIN Gleraugun í lífi mínu Frá því að ég man eftir mér hefur mér ávallt þótt súpersvalt að nota gleraugu. Þetta hefur gert það að verkum að ég hef öfundað alla þá sem þjást af sjónskekkju, nærsýni, fjarsyni, rangeygð, ald- urstengdri fjarsýni og fleiru sem gleraugnanotendur þurfa að lifa við. Þetta ferli hófst í sex ára bekk þegar mesta skvísan í bekknum fékk forláta gleraugu með eplamynstri. Mér fannst toppnum náð og þegar við bekkjarfélagarnir vorum kallaðir upp til skólahjúkkunn- ar í þyngdar- og sjónmælingu þóttist ég ekki sjá neitt. Skólahjúkk- an hafði af þessu miklar áhyggjur enda skrítið að barn með svona hroðalega sjón gæti almennt stundað nám með heilbrigðum börn- um. Ég var því send í allsherjarrannsókn. Læknirinn sem ég lenti á var örlítið aðgangsharðari en skólahjúkkan og var mér hætt að lít- ast á blikuna. Ég neyddist því til að éta þennan skrípaleik ofan í mig og var skömmuð dálítið fyrir vikið. Þrátt fyrir það hélt ég áfram að láta mig dreyma um eplagleraugu á næturnar og svaf vært án martraða. Tíminn leið og um tvítugt var ég alveg viss um að sjón- inni væri að hraka enn á ný. Á þessu tímabili hafði ég uppgötvað Max Mara og Prada og fannst ekkert annað koma til greina en að eignast slík hjálpartæki, þó upp á stílinn. Því miður rættist draum- urinn ekki í það skiptið því ég var mæld með nánast 100% sjón. Frá því að draumurinn um eplagleraugun byrjaði að gera vart við sig hefur gleraugnatískan gjörbreyst. Fólk er orðið mun meðvitaðra um að gleraugu séu ekki bara gleraugu heldur flottur fylgihlutur. Gleraugnalínurnar frá Gucci, YSL, Cartier, Alain Mikli, Chanel, Karen Millen og Prada hafa til dæmis sjaldan verið flottari. Þegar ég uppgötvaði að sjóninni minni færi ekki að hraka fyrr en upp úr fertugu spurði ég föður minn hvort ég mætti ekki fá gleraugu með rúðugleri. Hann hélt nú ekki og tilkynnti að það færi svo ógurlega illa með augun að vera með rúðugler í umbúðum. Þessu trúði ég þangað til ég kynntist manninum mínum. Hann hló og sagði: „Marta smarta, það er svona álíka óhollt eins og að horfa út um gluggann.“ 40 4. júní 2005 LAUGARDAGUR Íeina tíð þótti ekki smart að þurfa á hjálpartækj-um eins og gleraugum að halda. Óhappapésarsem þurftu að brúka slík hjálpartæki voru jafn- vel kallaðir ónefnum eins og gleraugnaglámar eða eitthvað þaðan af verra. Í dag er allt annað upp á ten- ingnum og í dag flokkast gleraugu sem tískuvara. Flestir hátískuhönnuðir senda frá sér gleraugnalínur meðfram fatalínum sínum og yfirleitt er hannað und- ir sama þema. Þegar gleraugu eru valin skal varast að feta praktísku leiðina. Vanda skal valið og mælt er með því að viðkomandi kaupi það sem hann dreymir um. Aðallega þó vegna þess að þessi fylgihlutur eða tískuhjálpartæki er staðsett í andlitinu og flestir ganga með gleraugu sjö daga vikunnar allt árið um kring. Það er því skemmtilegra að eiga til skiptanna og hafa hjálpartækið í smekklegri kantinum. Þeir allra hörðustu eiga gleraugu við hvert tækifæri eða í stíl við fataskápinn. Franski gleraugnahönnuðurinn Alain Mikli hefur verið leiðandi í gleraugnatískunni síðan hann byrjaði að hanna þau árið 1978. Hann hefur unnið mest úr plasti og hafa gleraugnaumgjarðir hans verið með rík karaktereinkenni. Nýjasta línan frá Mikli er súpersvöl. Þar mætir svarti liturinn hinum glæra og útkoman er stórkostlega frumleg og dásamleg. Hönnuðurinn útskýrir þetta þannig að þegar svörtu gleraugun kynntust þeim glæru varð til nýtt sam- band sem hann kallar PACT. Svarti liturinn er einn mest notaði liturinn í plastumgjörðum í dag en hið glæra er minnst notað. Með því að sameina þessi tvö efni verður til frum- leg blanda sem gefur gler- augunum ákveðinn karakter en um leið léttleika. Gleraug- un í PACT-línunni koma í tak- mörkuðu upplagi og eru eng- in tvö gleraugu eins. martamaria@frettabladid.is Bjútítips a› hætti J-Lo Byrjaðu á því að undirbúa húðina vel með góðu rakakremi og notaðu varasalva með sólarvörn. Berðu kremaðan farða á andlitið með fingrunum eða bursta og varastu að hylja andlitið eins og grímu. Berðu farðann frekar á þau svæði sem þurfa farða til að halda áferðinni léttri. Galdratrikkið til að líta út eins og stórsöngkonan Jenni- fer Lopez er að bera ferskjulitaðan hyljara í kringum aug- un og þá sérstaklega undir augun og örlítið niður á kinnarn- ar og meðfram nefi. Berðu þunnt lag af ljósum sanseruðum augnskugga yfir augnlokin og upp að augabrún. Dustaðu sólarpúðri létt yfir krem skuggann því það gefur hon- um festu og er góður grunnur undir venjulegan augnskugga. Nú er komið að ljósa blýantinum. Berðu hann í kringum augum (Í glóbus línuna) til að gefa augunum meiri dýpt. Næst skaltu krulla augnhárin og bera á þau maskara. Ljósgulur blýantur er settur inn í augnkrók- ana til að opna augun og gefa þeim meiri ljóma. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L O G F LE IR I. PACT-LÍNAN er sérlega falleg og spennandi. Línan fæst í heild sinni í Linsunni, Aðalstræti 9. SÖNGKONAN hefur dálæti af MAC-snyrtivörum enda lumar merkið á ógrynni af sniðugum snyrtivörum til að láta mann líta vel út og geisla. Stjarnfræðilega sjarmerandi Niður með sléttujárnið Söngkonan Ashanti sannaði það á dög- unum að það er kúl að vera með liði í hárinu. Ekki er laust við að söngkonan hafi verið með örlítið „Dallas-útlit“ á MTV- hátíðinni sem haldin var í Japan á dög- unum. Til þess að geta haft hár eins og Ashanti er nauðsynlegt setja í sig kar- menrúllur og blása hárið svo til með krullubursta. Sérfræðingar segja að þetta sé ekki sérlega flókið, það þurfi bara að kunna réttu handtökin og svo er hin gullna regla alltaf í gildi sem segir að æf- ingin skapi meistarann. SÖNGKONAN ASHANTI er með frábært hár í Dallas-stíl.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.