Fréttablaðið - 06.06.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 06.06.2005, Blaðsíða 1
firífur me› Snoop Doggy Dogg BIRNA BJARNADÓTTIR: MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 MENNING Í dag eru 25 ár frá því að Bubbi Morthens gaf út fyrstu plötu sína, Ísbjarnarblús. Í tilefni af því gefur Bubbi út tvær plötur með nýju efni í dag, samtals 23 lög. Tvennir tónleikar verða haldnir í Þjóðleikshúsinu í dag og tvennir á morgun í tilefni afmæl- isins. „ Ég er mjög sáttur við þessar viðtökur. Ég er mjög ánægður með að selja á ferna tónleika í röð í Þjóðleikhúsinu. Þetta verður bara gaman,“ segir Bubbi. „Ég mun halda áfram í fimm- tíu ár til viðbótar. Síðustu 25 árin hafa verið ein samfelld veisla. Ég bjóst við því frá því að ég var sex ára gamall að verða það sem ég er í dag, ég efaðist aldrei,“ segir tón- listarmaðurinn sem samið hefur 470 lög á ferlinum og gefið út 35 sólóplötur. Ísbjarnarblús er án efa ein af tímamótaplötum íslenskrar rokk- sögu. Hún er af mörgum talin marka upphaf nýs skeiðs í íslensku tónlistarlífi, tímabils ferskleika og uppreisnar. Bubbi vildi ekki segja neitt frekar um dagskrána hjá sér á af- mælisdaginn því hann sagði að það myndi bara spilla partíinu. Fjallað verður um Bubba á Tal- stöðinni milli klukkan 7 og 9 fyrir hádegi í dag. - ifv 25 ára tónlistarafmæli Bubba Morthens: Fimmtíu ár í vi›bót&Hellur steinar S. 540 6800 www.steypustodin.is Í DAG ÞYKKNAR UPP og fer að rigna. Fyrst vestanlands en færist svo yfir landið allt. VEÐUR 4 MÁNUDAGUR 6. júní 2005 - 151. tölublað – 5. árgangur Guðmundur spilar sinn síðasta landsleik Guðmundur Hrafnkelsson verður í síðasta sinn á milli stanganna hjá íslenska lands- liðinu í hand- bolta í kvöld. ÍÞRÓTTIR 23 Hið fullkomna samfélag Þau hoppuðu. Sum hátt, önnur varfærnislega, hjá sumum var þetta hálfgert hlunkadunk, hjá öðrum áreynslulaust svif. Sum voru virk en önnur stóðu og létu sig berast með hreyfingum dýnunnar. Skrifar Guðmundur Andri Thorsson m.a. um hopp barnanna í Fjölskyldugarð- inum. UMRÆÐAN 16 Stjúpurnar skila alltaf sínu SIGRÍÐUR HELGA SIGURÐARDÓTTIR: Í MIÐJU BLAÐSINS ● hús ● fasteignir ▲ Ófri›ur í Landakoti Skólastjóri Landakotsskóla hefur sagt upp störfum í kjölfar átaka um stjórn skólans. Foreldrar barna í skólanum eru rei›ir og óttast a› fjöldi kennara hverfi me› skólastjóranum. Stjórn skólans ber vi› a› taka hafi flurft á fjárhagsvanda. SKÓLAMÁL Séra Hjalti Þorkelsson, skólastjóri Landakotsskólans, hef- ur sagt upp störfum og eru sögu- sagnir um að honum muni fylgja stór hluti kennara. Margir for- eldrar eru ævareiðir yfir þróun mála. Í maí sagði Gunnar Örn Ólafsson, formaður stjórnar rekstrarfélags skólans, Bessí Jó- hannsdóttur aðstoðarskólastjóra upp störfum. Við skólaslit nýverið kom fram í máli séra Hjalta að hann hefði á engan hátt komið að þeirri ákvörðun eða öðrum skipu- lagsbreytingum tengdum rekstri skólans. Í dag verða fundahöld vegna breytinganna í Landakotsskóla. Stjórn skólans fundar með kenn- urum klukkan tíu og svo með for- eldraráði skólans klukkan ellefu og kynnir þá stöðu sem upp er komin. Klukkan sex í kvöld hafa svo foreldrar boðað til fundar þar sem þeir ætla að ræða stöðuna. Árdís Þórðardóttir, rekstrar- hagfræðingur og móðir drengs í Landakotsskóla, segist hafa þung- ar áhyggjur af þróun mála. „Þetta er afleit staða. Ég er búin að eiga tvo drengi í Landakotsskóla og hef verið mjög ánægð og hefur þótt skólinn vera á réttri leið,“ sagði hún og furðaði sig á vinnubrögðum rekstrarnefndarinnar við uppsögn aðstoðarskóla- stjórans, en hún lét þegar af störfum. „Það getur vel verið að kaþólska kirkjan hafi getað hagað sér svona fyrir 600 árum, en það getur hún ekki gert núna öðruvísi en að fólk rísi upp og segi eitt- hvað,“ sagði hún. Gunnar Örn segir Hjalta hafa sagt starfi sínu lausu síðasta föstudag, en telur óvíst að fleiri kennarar fylgi í kjölfarið. Hann segir stjórnina hafa lagt að séra Hjalta að halda áfram en hann ekki viljað. „Við útskýrum stöð- una á fundum í dag og greinum frá að búið sé að gera ráðstafanir til að skólastarf geti verið óbreytt næsta haust,“ sagði hann. Gunnar Örn segir fjárhags- vanda skólans hafa verið orðinn mikinn og legið við ákvörðun um að skólastarfinu yrði hætt. „En svo kom loforð frá Reykjavíkur- borg um að hækka framlög með hverjum nemanda og stofnað var nýtt rekstrarfélag um skólann,“ segir hann. Í kjölfarið var svo gripið til sparnaðaraðgerða, en þar á meðal segir hann hafa verið uppsögn aðstoðarskólastjórans. „Ef við hins vegar komum rekstr- inum ekki á réttan kjöl núna þá hættum við þessu bara. Það er sorglegt ef til þess þyrfti að koma. Skólinn á 110 ára afmæli á næsta ári.“ olikr@frettabladid.is. ▲ FÓLK 30 ELSTI RAPPAÐDÁANDINN SPERRILEGGURINN BROTNAÐI Varnarjaxlinn Pétur Hafliði Marteinsson meiddist illa í leiknum gegn Ungverjum á laugardaginn. Hann fór í aðgerð í gærmorgun og voru settar skrúfur í ökklann á honum því að sperrileggurinn brotnaði. Pétur verður þess vegna að dúsa í gifsi í sex vikur. Íslendingar etja kappi við Maltverja á miðvikudaginn. Öll varnar- línan sem keppti á móti Ungverjum verður hins vegar fjarri góðu gamni, ýmist vegna meiðsla eða leikbanna. Sjá síðu 20. VEÐRIÐ Í DAG FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Howard Shore bestur Bestu kvikmyndatónverk sög- unnar voru valin á dögunum og þótti tónlistin úr Lord Of The Rings best. FÓLK 25 BUBBI ER KÓNGURINN Bubbi Morthens lætur sér ekki nægja að gefa út eina plötu í tilefni dagsins heldur verða þær tvær. Fernir tónleikar verða haldnir vegna útgáfunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.