Fréttablaðið - 06.06.2005, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 06.06.2005, Blaðsíða 21
5MÁNUDAGUR 6. júní 2005 Á sumrin ráðast margir í það verk að höggva niður stór tré í garðinum sem eru að bera húsið ofurliði. Við slíkt verk er tréð bút- að niður og í stað þess að losa sig við trjábol- ina er tilvalið að nýta þá sem garðhúsgögn. Hægt er að saga stykkin til þannig að þau geta nýst sem borð eða kollar. Auðvelt er að pússa létt yfir hrjúfa hluta trésins og lakka yfir þannig að það standist veður og vinda. Trjábolirnir geta nýst sem litlir kollar, smáborð eða sem fætur undir borðplötur og jafnframt hægt að smíða úr þeim bekki og hillur. Trjágreinarnar má nýta til að festa inn á skjólveggi og hengja í þær blóm og luktir. Garðurinn fær á sig persónulegan blæ þegar húsgögnin eru smíðuð úr trjánum sem uxu þar og döfnuðu í mörg ár og veita yl í stað skugga. Persónuleg og heillandi garðhúsgögn Efniviðurinn úr garðinum nýttur til hins ýtrasta. Viðarplata er fest ofan á fallegan trjábol. Fallegur bekkur úr trjábolum sem sómir sér vel í garðinum. Til skrauts og nytja Kryddjurtir lífga upp á eldhús- gluggann og fallegt er að hafa þær í heimilislegum taupokum. Þessir fást í Blómavali og þeir eru fóðraðir með plasti. Basilíka er einær kryddjurt. Hún þrífst ekki utandyra hér á landi en getur þroskast vel í glugga. Þá þarf að gæta þess að klípa af henni blómin. Basilíkan er upp- runnin í Indlandi fyrir þúsundum ára þar sem hún var talin helg jurt en lítið notuð í matargerð. Hún er hinsvegar undirstöðu- krydd í Miðjarðarhafselda- mennsku. Basilíka er til í nokkrum afbrigðum og sum þeirra bera fjólublá blöð. Þau eru sérlega falleg til skreytinga. Oreganojurtin þolir að vera í gluggakistunni ef henni er haldið rakri en verður enn bragðmeiri sé hún ræktuð úti. Oregano eða bergmynta eins og jurtin heitir á íslensku á heimkynni sín við Mið- jarðarhaf. Hún þykir ómissandi í ítalskri matargerð og þurrkuð er hún uppistaðan í pitsukryddi sem mikið er notað. Bragðið er milt og hefur sætan keim enda fer orega- no ljómandi vel með tómatsósum, hvítlauk og ólífum og ýmsum kjötréttum. Kóríanderjurtin á sínar upphaf- legu rætur í Austurlöndum nær en er fyrir löngu orðin þekkt víða um heim. Hún er afar vinsæl í Indlandi. Af blöðunum er eilítið beiskur anískeimur og þau eru oft notuð fersk, til dæmis í kaldar sósur og ídýfur. Þau eru líka not- uð í heitan mat og er þá gjarnan bætt út í við lok matreiðslunnar til að bragðið nái að halda sér. Heil lauf eru ákjósanleg til skreytingar, líkt og steinselju- laufin. Timjan eða garðablóðberg, eins og það er stundum nefnt, er af ættkvísl plantna af varablóma- ætt. Hér á landi vex ein tegund blóðbergs og er algeng á melum og í mólendi. Blóðbergið er með- al elstu jurta í heiminum og vitað er að Grikkir til forna kunnu með jurtina að fara en orðið timí- an er einmitt komið af gríska orðinu thymon. Talið er að timían eigi uppruna sinn í sunnanverðri Evrópu og hafið vaxið villt í löndunum við Miðjarðarhaf öld- um saman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.