Fréttablaðið - 06.06.2005, Blaðsíða 77
MÁNUDAGUR 6. júní 2005 21
Annarrar deildarlið Aftureldingarhefur fengið leikmanninn Jón
Orra Ólafsson að láni frá Fram út
sumarið. Jón Orri hefur ekki náð að
festa sig í sessi í byrjunarliði Fram í
sumar og sló því til og skellti sér í
Mosfellsbæinn. Framarar vona að
Jón muni snúa til þeirra reynslunni
ríkari eftir sumarið. Þetta kemur
fram á heimasíðu félagsins um
helgina.
Svíinn Freddie Ljungberg hefurgefið forráðamönnum Arsenal úr-
slitakosti varðandi framlengingu á
samningi sínum við félagið og seg-
ist ekki vilja semja fyrr en liðið sýni
fram á að geta styrkt sig almenni-
lega fyrir átökin á næstu leiktíð. „Ég
mun ekki fram-
lengja samning
minn ef þeirra
metnaður mætir
ekki mínum eigin,“
sagði sá sænski dig-
urbarkalega í sam-
tali við BBC. „Ég get
ekki séð að við
munum vinna meistaradeildina ef
við treystum á átján og nítjan ára
gamla krakka til að bera uppi liðið.
Þetta snýst ekki um peninga – þetta
snýst um metnað,“ sagði Ljungberg.
Manchester City hefur skrifaðundir framlengingu á samningi
Kiki Musampa við félagið og mun
hann verða hjá þeim á lánssamn-
ingi út næsta tímabil frá liði sínu At-
letico Madrid. Musampa vakti mikla
hrifningu hjá City í vetur og liðinu
var mikið í mun að fá að njóta
krafta hans áfram. „Hann var okkur
gríðarlega mikil-
vægur þann tíma
sem hann var hjá
okkur á síðustu
leiktíð og ég er
mjög sáttur fyrir að
halda honum í eitt
ár í viðbót. Ef hann
spilar jafn vel með
okkur á næsta tímabili og hann
gerði síðast, erum við í góðum mál-
um,“ sagði Stuart Pearce, knatt-
spyrnustjóri Manchester City.
Spánverjinn Fernando Alonso erbjartsýnn á að geta orðið yngsti
heimsmeistari í formúlu eitt frá upp-
hafi, en hann er sem kunnugt er
með örugga forystu í stigakeppni
ökumanna það sem
af er tímabili. „Ég
held að liðið eigi
ágæta möguleika á
að halda upptekn-
um hætti í keppn-
unum sem eftir eru
og ef ég held áfram
að keyra vel, má vel
vera að ég hafi það sem til þarf til
að verða meistari,“ sagði Spánverj-
inn ungi, sem er að verða að dýr-
lingi í heimalandi sínu eftir frábær-
an árangur í ár. Hann hefur örygga
forystu í heildarstigakeppni
ökumanna en á eftir honum kemur
hinn finnski Kimi Raikkönen.
Finnski markvörðurinn AnttiNiemi hjá Southampton, sem ný-
verið féll úr ensku úrvalsdeildinni, er
ekki á leið til West Brom eins og til
stóð, því Bryan
Robson, knatt-
spyrnustjóri liðsins,
ku vera á höttun-
um eftir yngri
markverði. Það er
engu líkara en að
umboðsmaður
hans hafi orðið fúll,
því hann gaf það út að vissulega
gæti West Brom orðið sér úti um
yngri markvörð, en bentu á að þeir
fengju engan betri en þann finnska.
Evrópumeistaramót í knattspyrnukvenna hófst á Englandi í gær
með leik heimamanna gegn Finnum
á City of Manchester leikvanginum.
Lið Englands vann leikinn, 3–2, og
kom sigurmarkið ekki fyrr en í upp-
bótartíma. Riðill Englands er sann-
kallaður Norður-
landariðill því ásamt
Finnum eru þar
einnig Svíar og Dan-
ir. Þær þjóðir léku
einmitt einnig í gær
og skildu liðin jöfn,
1–1. Í hinum riðli
keppninnar eru
Þýskaland, Frakk-
land, Noregur og
Ítalía en þær þjóðir
hefja leik í kvöld. Tvö efstu liðin í
hvorum riðli komast í undanúrslit
sem munu fara fram um miðja
næstu viku og sjálf úrslitin svo um
helgina eftir.
ÚR SPORTINU
Spænska undrabarni›
bar sigur úr b‡tum
TENNIS Spænska undrabarnið Raf-
ael Nadal bar sigur úr býtum á
opna franska meistaramótinu í
tennis með sigri á Argentínu-
manninum Mariano Puerta í úr-
slitum í gær eftir að hafa unnið
Roger Federer frá Sviss í undan-
úrslitum. Nadal, sem var settur í
fjórða sætið á styrkleikalista
mótsins, kom til baka eftir að hafa
tapað fyrsta settinu, vann næstu
þrjú og þar með leikinn.
„Tilfinningin er ótrúleg. Þetta
er gamall draumur sem er að ræt-
ast,“ sagði Nadal í sigurvímu eftir
úrslitaleikinn sem stóð yfir í þrjár
og hálfa klukkustund.
„Þessi viðureign var ótrúleg og
ég þurfti að spila minn allra besta
leik til að vinna sigur. Ég hélt að
ég myndi tapa eftir að ég tapaði
fyrsta settinu en sem betur fer
náði ég að snúa leiknum mér í
vil,“ bætti Nadal við.
Þetta var fyrsti sigur Nadals á
stórmóti en hann er sagður ein-
hver efnilegasti tennisspilari sem
komið hefur fram á sjónarsviðið á
síðustu árum. Hann verður 19 ára
eftir tvo daga en hafði fyrir opna
franska mótið sigrað á sex mótum
á keppnistímabilinu þrátt fyrir
þennan unga aldur. Helstu spek-
ingar í íþróttinni segja að Nadal
hafi alla burði til að verða sá besti
í heimi en sjálfur er hann hinn ró-
legasti og kveðst aðeins vilja spila
tennis. „Ég mun fagna í dag en á
morgun fer ég að undirbúa mig
fyrir opna breska meistaramót-
ið,“ segir hann.
-vig
Opna franska meistaramótið í tennis:
RAFAEL NADAL
Er talinn einn
efnilegasti
tennisspilari
síðustu ára.