Fréttablaðið - 06.06.2005, Blaðsíða 72
SELDAR EIGNIR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU*
*Þinglýstir kaupsamningar, heimild Fasteignamat ríkisisins.
0
50
100
150
200
250
300 FJÖLDI
15/4-21/4
190
29/4-5/5
132
6/5-12/5
188
13/5-19/5 20/5-26/5 27/5-2/6
119 204 189
Stjórnarráðshúsið
Húsið var upphaflega fangelsi og
var hannað af dönskum húsasmíða-
meistara og var þá ein hæð með háu
gaflsneiddu risþaki, hlaðið úr til-
höggnu grágrýti með tvöföldum
veggjum. Árið 1815 var því breytt í
bústað fyrir stiftamtmanninn, Molt-
ke greifa, og voru þá gerðar á því
miklar breytingar. Húsið var bú-
staður landshöfðingjans frá 1872-
1904 en þá var því breytt í Stjórnar-
ráð Íslands og hýsir nú skrifstofur
forsætisráðuneytsins. Húsið var
friðað árið 1973.
Menntaskólinn í Reykjavík
Latínuskólinn var fluttur frá Bessa-
stöðum til Reykjavíkur árið 1841 og
var danskur hirðarkitekt fenginn til
að teikna húsið. Það kom tilhöggvið
frá Kristjánssand í Noregi og tók
smíði þess tvö ár. Skólahúsið er eitt
af fyrstu tvílyftu húsunum í
Reykjavík og var lengi vel það
stærsta í bænum. Það er í fábrotn-
um, klassískum stíl en einfaldleik-
inn ljær því glæsileika. Þegar skól-
inn tók til starfa voru kennslustofur
á neðri hæðinni en svefnherbergi
nemenda á þeirri efri. Þar var
einnig lítil rektorsíbúð og hátíðar-
salur þar sem Alþingi kom saman á
árunum 1845-81 og var þjóðfundur-
inn haldinn þar árið 1851. Húsið var
friðað árið 1973.
Seðlabanki Íslands
Í upphafi var fyrirhugað að bygg-
ing Seðlabanka Íslands myndi rísa
að Fríkirkjuvegi 11 en vegna mik-
illa mótmæla var henni fundin ný
staðsetning við Arnarhól og sá Guð-
mundur Kr. Guðmundsson og Ólaf-
ur Sigurðsson arkitektar um að
teikna húsið. Grunnmynd hússins
tekur mið af Batterínu s.k. sem stóð
áður á lóðinni, en það stendur á all-
háum kjallar sem í eru bílastæði
o.fl., en ofan á það eru lágreist hús
sem umlykja hærri skrifstofubygg-
ingu á þrjá vegu. Húsin eru klædd
íslensku gabbrói.
Heimildir úr bókinni Leiðsögn um
íslenska byggingarlist.
SPURNING
VIKUNNAR
á fasteignavef Visis
66%
Nei
Já
SPURNING SÍÐUSTU VIKU:
Ertu tilbúin(n) að borga aukalega
fyrir gott útsýni þegar þú kaupir
íbúð?
34%
Finnst
þér mikilvægt
að hafa aðgang
að garði?
Garðakirkja í Görðum á
Álftanesi er sóknarkirkja
Garðaprestakalls. Talið er
að kirkja hafi staðið í
Görðum allt frá landnámi
og þar sé því einn af elstu
kirkjustöðum hér á landi.
Garðakirkja þjónaði
Garðahreppi og Hafnarfirði allt til ársins 1914 er Hafnarfjarðarkirkja
var vígð. Þá lagðist helgihald af í Görðum og kirkjan sem byggð hafði
verið 1880 grotnaði smám saman niður uns hún var rifin 1938 og
stóð aðeins tóftin eftir. Kvenfélagskonur í Garðahreppi áttu frum-
kvæði að því að hafist væri handa um endurbyggingu Garðakirkju
árið 1953 en kirkjan sem nú stendur var vígð 20. mars 1966 á fjórða
sunnudegi í föstu. Í kirkjunni eru sæti fyrir um 200 gesti. Sóknar-
prestar eru séra Hans Markús Hafsteinsson og séra Friðrik J. Hjartar.
Garðakirkja
Merk hús
í bænum
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/T
EI
TU
R