Fréttablaðið - 06.06.2005, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 06.06.2005, Blaðsíða 10
FAGURT UMHVERFI Alþjóðadagur umhverf- isins var haldinn hátíðlegur víða um heim í gær, meðal annars í Brasilíu. Á Corcovado-fjalli í Rio de Janeiro settu sam- tökin World Wildlife Foundation upp stór- an og mikinn vatnskrana. 10 6. júní 2005 MÁNUDAGUR Annar hluti líbönsku þingkosninganna: Hizbollah-samtökin sækja í sig ve›ri› LÍBANON, AP Annar hluti þingkosning- anna í Líbanon var haldinn í gær en þá var kosið í suðurhluta landsins. Kosningarnar gengu að mestu vel fyrir sig en þó voru einhver átök á milli drúsa og stjórnarhers í mið- hluta landsins þar sem kosið verður næsta sunnudag. Fyrstu tölur bentu til að Hiz- bollah-samtökin hefðu sigrað í kosn- ingunum og jafnvel búist við að samtökin hljóti öll 23 þingsætin sem þessi hluti landsins hefur yfir að ráða. Hizbollah á miklu fylgi að fagna á meðal fátækra sjía en þeir eru í meirihluta í Suður-Líbanon. Samtökin hafa verið undir mik- illi pressu frá alþjóðasamfélaginu um að afvopnast og vinna í staðinn að sínum pólitísku markmiðum á friðsamlegan hátt. Sýrlendingar hafa haft mikil ítök í Líbanon síðan hernámi Ísraela lauk en þeir fluttu herlið sitt fyrst frá landinu nú í apríl. Í kosningun- um í Beirút fyrir viku fengu and- stæðingar Sýrlendinga yfirburða- kosningu. Sjíarnir í suðrinu hafa hins vegar notið verndar og velvild- ar Sýrlendinga. Tvær andstæðar fylkingar hafa þannig unnið sigra í fyrsta og öðrum hluta líbönsku kosninganna. Næstu tvo sunnudaga verður kosið í norður- og vesturhluta lands- ins. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ERILL Í KEFLAVÍK Lögregla í Keflavík hafði í nógu að snúast í fyrrinótt. Mikið var um ölvun og pústra af þeim sökum. Upp komu tvö fíkniefnamál í heimahúsum og nokkrir voru teknir grunaðir um ölvun undir stýri. FERÐAMENN VELTU BÍL Franskt par velti bílaleigubíl sínum á Næfurholtsvegi skammt frá Heklu rétt fyrir hádegisbil í gær. Bíllinn er því sem næst ónýtur en parið slapp með skrámur og fékk að fara að lokinni skoðun á heilsugæslustöð. RÓLEGT Í HAFNARFIRÐI Ólíkt grönnum sínum sunnar á Reykja- nesskaga reyndist síðasta nótt óvenju róleg fyrir lögregluna í Hafnarfirði. Þar voru tveir öku- menn teknir vegna ölvunar en að öðru leyti var tíðindalaust með öllu. Göngum lokað: Tveir létust í eldsvo›anum MODANE, FRAKKLAND, AP Frejus- göngunum í Alpafjöllunum sem tengja borgirnar Lyon í Fraklandi og Tórínó á Ítalíu verður lokað um óákveðinn tíma eftir slys sem átti sér þar stað á laugardag. Eldur kviknaði í vörubíl sem flutti hjólbarða og urðu í það minnsta þrjú önnur ökutæki eld- inum að bráð. Tveir slóvenskir vörubílstjórar létu lífið í slysinu. Samgönguráðherra Ítalíu og franskur starfsbróðir hans hittust á slysstað og hrósuðu samvinnu ítalskra og franskra slökkviliðs- manna við þær erfiðu aðstæður sem sköpuðust. ■ ALNÆMI Meira en 39 milljónir manna um heim allan eru smitað- ar af HIV-veirunni og á síðasta ári létust meira en 3 milljónir úr al- næmi. Mest fjölgun smita hefur orðið í Austur-Asíu, austurhluta Evrópu og í Mið-Asíu. Kofi Annan, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, ávarpaði ráðstefnu SÞ sem haldin var í New York fyrir helgi og var helguð alnæmisvandanum. Sagði hann á fundinum að ef einhver von ætti að verða til að ná þúsald- armarkmiðum SÞ sem miða að því að ná tökum á alheimsfaraldrin- um fyrir árið 2015 þyrfti að stór- auka fjárframlög til málaflokks- ins. Hann tók einnig fram í ræðu sinni að lykilatriði sé að uppræta alnæmi til að hægt verði að efla heilsu og.jafnrétti í heiminum. Kofi Annan lofaði Brasilíu- menn sérstaklega fyrir að hafa staðið sig vel í baráttunni við al- næmi og minntist einnig á Taíland og Kambódíu en yfirvöld eru talin hafa náð góðum árangri í forvörn- um gegn sjúkdómnum. Margar þjóðir eiga þó enn eftir að gera að- gerðaáætlun. Einungis 12 prósent af þeim íbúum þróunarlanda sem eru smitaðir hafa aðgang að þeim lyfj- um sem til eru til að halda sjúk- dómnum niðri. Fjölmargir þeirra smituðu vita ekki einu sinni að sjúkdómurinn sé til, hvað þá að þeir sjálfir séu smitaðir. Eins og staðan er í dag eru um 25 milljónir smitaðar af HIV- veirunni í Afríku og er því spáð að á næstu 20 árum smitist 90 millj- ónir Afríkubúa til viðbótar, um tíu prósent af íbúum álfunnar. Sam- einuðu þjóðirnar áætla að um 13.000 milljarða króna þurfi til að hefta útbreiðslu veikinnar en um 520 milljörðum króna er nú varið árlega í málaflokkinn. Undanfarin ár hefur smitum fjölgað hlutfallslega mest í fátæk- um löndum í Austur-Asíu, astur- hluta Evrópu og í Mið-Asíu þar sem yfirvöld virðast hafa sofnað algjörlega á verðinum. Annað sem veldur áhyggjum er það að íbúar Vesturlanda virðast sumir hverjir halda að vandamálið sé ekki til staðar þar. Bandarískir HIV-smit- aðir unglingar virðast til að mynda sýna mun óábyrgari kyn- hegðun nú en áður en auk þess láta margir hjá líða að taka lyf samkvæmt læknisráði. oddur@frettabladid.is M yn d/ AP FREJUS-GÖNGIN Um 4/5 hlutar allra við- skiptasamgangna á vegum milli Frakklands og Ítalíu fara um göngin. M yn d/ AP Faraldurinn magnast Á sí›asta ári létust fleiri úr alnæmi í heimnum en nokkru sinni fyrr. Á rá›- stefnu á vegum Sameinu›u fljó›anna sem haldin var fyrir helgi vi›urkenndu rá›amenn a› ekki liti út fyrir a› flúsaldarmarkmi› um a› ná tökum á faraldr- inum fyrir ári› 2015 næ›ist. ÁSTANDIÐ ER VÍÐA SLÆMT Þótt mest fjölgun HIV-smitaðra á síðasta ári hafi orðið í Asíu er ástandið samt verst í Afríku. Í sumum löndum álfunnar er ríflega þriðjungur íbúanna smitaður og eru allmörg börn þar á meðal. FERÐAÞJÓNUSTA Fyrirtæki í ferða- þjónustu berjast í bökkum vegna hás gengis krónunnar. Bjarnheiður H a l l s d ó t t i r , framkvæmda- stjóri Kötlu- DMI, sem selur Þ j ó ð v e r j u m ferðir til Ís- lands, segir að f y r i r t æ k i n verðleggi þjón- ustu sína meira en ár fram í tímann. Því var verðskrá fyrir- tækjanna kynnt í fyrrasumar þegar gengi evrunnar var miklu hærra en nú. „Þessi mismunur er það sem fyr- irtækin þurfa að þola. Þau fá minni tekjur en reiknað var með þegar verðskrárnar voru gefnar út,“ segir hún. „Þetta hefur alvarlegar afleið- ingar. Það er ekki mikil arðsemi í þjónustu og það er lítið svigrúm í verðlagningu til að skapa arð,“ sagði hún þegar hágengið og afleið- ingar þess voru til umræðu í Hádeg- isútvarpinu á Talstöðinni á föstu- dag. „Það er ljóst að hágengið mun hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyrir mörg fyrirtæki í ferðaþjón- ustu,“ bætti hún við og kvaðst telja ástandið nú hafa áhrif til verðhækk- unar á næsta ári ef svo fer fram sem horfir. Það gæti aftur leitt til fækkunar ferðamanna. - ghs BJARNHEIÐUR HALLSDÓTTIR Fyrir- tæki í ferðaþjónustu eru í kröggum þessa dagana vegna há- gengisins og sjá ekki fyrir endann á þreng- ingunum. Hágengið hefur áhrif á ferðaþjónustuna: Ver›hækkanir a› ári fyrirsjáanlegar Áætlun sett í salt: Íranar s‡na sveigjanleika TEHERAN, ÍRAN, AP Ríkisstjórnin í Íran sagðist á sunnudag reiðu- búin til að fresta umdeildri kjarnorkuáætlun sinni þar til í lok júlí til þess að gefa sátta- semjurum Evrópusambandsins tíma til þess að að útbúa tillögu sem er Írönum meira að skapi. Með tilkynningunni skapast stund á milli stríða í umræðun- um um kjarnorkuaætlun Írana. Eftir sex mánaða umræður hefur ekki náðst samkomulag um helsta deiluatriðið sem er krafa Írana um rétt sinn til að auðga úran og andstöðu Evrópu- sambandsins við þá kröfu. Íranar segjast áskilja sér rétt til að auðga úran enda sé vinnslan einungis í friðsamlegum tilgangi. Ýmis ríki Vesturlanda, sér-staklega Bandaríkin, gruna hins vegar klerkastjórnina um græsku. ■ Á KJÖRSTAÐ Eftirlitsmaður frá Evrópusambandinu fylgist með framkvæmd kosninganna í suðurhluta Líbanon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.