Fréttablaðið - 06.06.2005, Blaðsíða 79

Fréttablaðið - 06.06.2005, Blaðsíða 79
MÁNUDAGUR 6. júní 2005 23 Kveður í Kaplakrikanum Fyrri vináttuleikur handboltalandsli›sins gegn Svífljó› í kvöld ver›ur einnig kve›juleikur fyrir markvör›- inn Gu›mund Hrafnkelsson sem mun leika 403 landsleik sinn. HANDBOLTI „Það er mjög gaman að fá þetta kærkomna tækifæri til að klára landsliðsferilinn hér heima fyrir framan íslenska áhorfend- ur,“ sagði Guðmundur Hrafnkels- son við Fréttablaðið, ánægður með að fá kveðjuleik í kvöld þeg- ar Ísland fær Svíþjóð í heimsókn í Kaplakrika. Hann hefur varið mark landsliðsins í tvo áratugi en þegar Viggó Sigurðsson tók við landsliðinu ákvað hann að hleypa nýjum mönnum að. „Ég er alveg sáttur. Það eru aðrir teknir við og það hlaut að koma að því, ég var búinn að skila mínu þessi 18 ára sem ég var í þessu. Það eru að koma fullt af ungum leikmönnum inn í landslið- ið sem fá að reyna sig og með tím- anum nær Viggó að binda alla saman en allt tekur sinn tíma. Í þessum stórmótum þá þarf allt að smella saman og heppnin að vera með líka. Ég hef alveg trú á því að það gangi upp.“ Guðmundur segir þetta hafa verið langan en gífurlega skemmtilegan tíma sem hann hef- ur verið með landsliðinu. „Það er ekkert eitt sem stendur upp úr en margt sem kemur upp í hugann, t.d. B-keppnin í Frakk- landi, HM í Japan og Ólympíuleik- arnir í Barcelona,“ sagði Guð- mundur en hann hóf landsliðsferil sinn 1986 í leik gegn Sovétmönn- um á Friðarleikunum í Moskvu. „Ég man vel eftir því þegar ég var að stíga mín fyrstu skref með landsliðinu. Ég var búinn að fylgj- ast vel með liðinu og svo skyndi- lega var maður farinn að spila með því á móti þessum stórköllum sem maður var búinn að vera að horfa á í sjónvarpinu,“ sagði Guð- mundur. Meðan hann hefur leikið fyrir hönd Íslands hefur hann einnig leikið með Breiðablik, FH, Val, Nordhorn, Conversano og nú síð- ast Kronau Östringen. Hann er nú 41 árs en er enn á fullu og mun leika með Aftureldingu næsta vet- ur ásamt því að starfa við mark- mannsþjálfun hjá félaginu. „Það verður gaman að spila með þessu unga og upprennandi liði. Þeir urðu bikarmeistarar í 2.flokki og það verður skemmti- legt að vinna með þeim. Vonandi getur maður skilað eitthvað af sinni reynslu til þessara ungu leikmanna. Ég hef ekki ákveðið hvað ég spila lengi til viðbótar og hugsa bara eitt ár fram í tímann núna, þegar maður er kominn á þennan aldur þá spáir maður ekki lengra fram í tímann,“ sagði Guð- mundur Hrafnkelsson. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 3 4 5 6 7 8 9 Mánudagur MAÍ ■ ■ LEIKIR  18.00 FH tekur á móti Stjörnunni í Landsbankadeild kvenna.  19.40 Ísland og Svíþjóð mætast í vináttulandsleik í handbolta í Kaplakrika. Leikurinn er einnig kveðjuleikur Guðmunds Hrafnkelssonar.  20.00 Breiðablik og KR eigast við í Landsbankadeild kvenna.  20.00 Valur tekur á móti ÍA í Landsbankadeild kvenna.  20.00 Keflavík og ÍBV mætast í Landsbankadeild kvenna.  20.00 Fjölnir og Haukar etja kappi í 1. deild karla. ■ ■ SJÓNVARP  16.15 Bandaríska mótaröðin í golfi á Sýn. US PGA Memorial Tournament. (e)  16.35 Helgarsportið á Rúv. (e)  16.50 Samantekt frá Smáþjóðaleikunum á Rúv. Lokaþáttur. (e)  19.35 Landsleikur í handbolta, Ísland-Svíþjóð í beinni útsendingu á Rúv.  20.00 NBA á Sýn. (e)  22.00 Olíssport á Sýn.  23.15 Enska bikarkeppnin á Sýn. (e)  00.00 Miami Heat og Detroit Pistons mætast í oddaleik í úrslitum austurstandarinnar í NBA-deildinni. Bein útsending. Íslenska karlalandsliðið í handbolta: HANDBOLTI Íslenska karlalandsliðið í handknattleik leikur fyrri leik sinn gegn Svíum hér á landi í dag og á miðvikudag í tilefni af undir- búningi þess við umspilsleikina við Hvít-Rússa síðar í mánuðin- um. Fréttablaðið ræddi við Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfara í gær og spurði hann hvernig und- irbúningurinn gengi. „Við erum búnir að vera að æfa mjög vel undanfarna daga og erum að fá Ólaf Stefánsson inn í hópinn í kvöld. Svo erum við búnir að fá Sigfús Sigurðsson aftur inn auð- vitað, eftir nokkurt hlé og það er okkur mjög mikilvægt í varnar- leiknum. Við ætlum okkur að keyra þessa leiki af alvöru og tefla fram okkar sterkasta liði, rétt eins og Svíarnir,“ sagði Viggó. „Ég sé ekki fram á að það verði neinar sérstakar breytingar á hópnum, nema hvað Birkir Ívar varðar. Hann gæti allt eins fengið að spreyta sig meira en verið hef- ur og okkur finnst vera kominn tími á að fara að brjóta þessa Svíagrýlu á bak aftur og vinna þá. Það yrði ágætis veganesti fyrir okkur inn í leikina við Hvít-Rúss- ana,“ bætti hann við. Fyrri leikur liðanna verður í Kaplakrika klukkan 19.40 í kvöld, en það verð- ur einmitt kveðjuleikur Guð- mundar Hrafnkelssonar, mark- varðar liðsins til margra ára. Síð- ari leikurinn verður svo leikinn á Akureyri á miðvikudagskvöld. baldur@frettabladid.is Mætir Svíum í Kaplakrika LÝKUR LANDSLIÐSFERLINUM FORMLEGA Guðmundur man vel eftir sínum fyrstu skrefum með landsliðinu en á erfitt með að gera upp á milli einstakra móta. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR Forráðamenn Tottenham æfir út í Frank Arnesen: Ómerkilegur Arnesen FÓTBOLTI Forráðamenn Totten- ham Hotspur ráku á laugardag yfirmann knattspyrnumála hjá félaginu, Danann Frank Arnesen, eftir að hann lýsti því yfir við stjórn félagsins að hann vildi ganga til liðs við Chelsea, sem allt bendir til að hafi rætt við hann án vitundar Tottenham. Þetta gerist aðeins nokkrum dögum eftir að Chelsea var sektað vegna ólöglegra funda með Ashley Cole, leikmanni Arsenal og liði Chelsea virðist einfaldlega ekkert vera heilagt þegar kemur að því að ná í bestu fáanlega menn í hverja stöðu með milljónum sínum. Forráðamenn Tottenham vilja lítið tjá sig um málið annað en það að í yfirlýsingu á heimasíðu félagsins kemur fram að nálgun Chelsea við Arnesen hafi verið með öllu ólögmæt og að þeir ætli að leita réttar síns í málinu. For- ráðamenn Chelsea þræta fyrir þetta og segjast hafa verið í við- ræðum við þann danska í tvær vikur með fullu samþykki grannaliðs síns í London. David Pleat, fyrrum yfirmað- ur knattspyrnumála hjá Totten- ham, var ekki sáttur með fram- komu Arnesens og kallaði hana ómerkilega. „Tottenham gaf honum tæki- færi til að koma til Englands og sanna sig í þessari deild. Þeir voru tilbúinir að bjóða honum gull og græna skóga fyrir starf sitt hérna og ég verð að segja að mér þykir þetta bera vott um ódrenglyndi hjá honum að stinga svona af,“ sagði Pleat. -bb FRANK ARNESEN Var rekinn frá Tottenham með skömm. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES GRÝLUBANI Viggó Sigurðsson vill fyrir alla muni ná að brjóta Svíagrýluna svokölluðu á bak aftur í kvöld. Fréttablaðið/Pjetur Mainz í Evrópukeppnina: Tottenham fékk ekki inn FÓTBOLTI Þessi helgi hefur verið ansi viðburðarrík fyrir Tottenham og áhangendur liðsins. Þeir allra bjartsýnustu þorðu þó að vona að liðinu áskotnaðist sæti í Evrópukeppni félagsliða en tvö lið voru dregin út í gær um sæti sem haldið var aftur vegna háttvísisverðlauna UEFA. Einungis sex lið voru í pottinum en Tottenham var ekki dregið út.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.