Fréttablaðið - 06.06.2005, Blaðsíða 73

Fréttablaðið - 06.06.2005, Blaðsíða 73
Framtíðarsýn um Reykjavíkur- borg getur ekki undanskilið Vatnsmýrina. Hún er blindi punkt- urinn í auga D-listans, sem kynnti tillögur sínar um borgina án þess að hafa skoðun á stærsta tækifæri Reykjavíkur til að breytast úr þorpi í borg. Ég fagna hins vegar tillögum D-lista, sem eru blanda af gömlu og nýju, og vil kynna sjón- armið mín um framtíðarmögu- leika Reykjavíkur – og þar er Vatnsmýrin ekki undanskilin. Það liggur beint við að skoða mögu- leika Vatnsmýrarinnar áður en grafin eru göng út í Engey. Ég kynni hér hugmyndir sem mér finnst mikilvægt að koma á framfæri í umræðunni sem nú stendur. Engin höfuðborg í hinum vestræna heimi á sams konar tækifæri og Reykjavík: risastórt óbyggt kjörsvæði í hjarta borgar- landsins. Með því að byggja upp framtíðarborgarbyggð í Vatns- mýrinni tekur Reykjavík stökk inn í 21. öldina – risastórt skref fram á við. Við höfum tækifæri til að klofa yfir skipulagsmistök 20. ald- arinnar sem þöndu borgina út og dreifði of vítt. Reykjavíkurlistinn vill efna til alþjóðlegrar hug- myndasamkeppni um þennan stóra framtíðardraum – hvernig hann getur litið út. Við þurfum að draga upp mynd af framtíðarborg- inni og skoða af yfirvegun í sam- anburði við þá mynd sem blasir við í dag; fá til þess færustu hugs- uði að sýna okkur hvað geti orðið með dirfsku og áræði – í stað þess útsýnis sem við höfum í blindgöt- unni sem deilan um flugvöllinn er. Annað stórt tækifæri Uppbygging í miðbænum, sem teygir sig frá fyrirhuguðu tónlist- arhúsi í átt til Lækjartorgs og síð- an yfir á slippsvæðið og Mýrargötuna, er nú komin af draumsýnarstigi á verkáætlun. Hér er annað fágætt tækifæri, tónlistar- og ráðstefnuhús með aðliggjandi hverfi (og vonandi listaháskóla) er stærsta einstaka verkefni sem komið hefur í miðbæinn frá upphafi. Í framhaldi þarf að endurgera Lækjartorg, sem er því miður borgarskömm. Sundabraut „alla leið“ á að vera forgangsverkefni í samgöngumál- um þjóðarinnar. Um leið og hún kemur (en fyrr ekki) verður hægt að reisa glæsta íbúðabyggð í Gufu- nesi/Geldinganesi, sem verður í 5- 7 mínútna fjarlægð frá miðbænum. Þessi kjarni, Gufu- nes/Geldinganes, kemur auðvitað til notkunar langt á undan uppfyll- ingum í vestur frá Örfirisey og blasir nú við. Ef um það næst sátt að byggja upp í austurhluta Viðeyjar í framhaldi væri ég því hlynntur; enn er á lífi fólk sem bjó í þorpinu í Viðey og stundaði þar vinnu og sótti skóla. Við Elliðavog- inn má þróa 1.000 íbúða bryggju- hverfi í framhaldi af því sem nú þegar er komið og með því að færa burt þunga atvinnustarfsemi úr Ártúnshöfðanum meðfram ósum Elliðaáa má skapa frábært íbúðar- land, sem og við Súðarvog. Allt eru þetta svæði sem liggja vel við frekari uppbyggingu án teljandi kostnaðar við samgöngumann- virki eða uppfyllingar sem ekki eru þegar fyrirhuguð. Þegar litið er yfir til syðri hluta vesturborgarinnar er augljóst að Suðurgatan þarf að halda áfram yfir á Álftanes með því að fara yfir eða undir Skerjafjörð, og síð- an þarf að loka hringnum með tengingu yfir til Hafjarfnarðar eða sunnan hans. Þar með er kom- in sú „hringbraut“ sem umlykur miðborgarsvæðið og gerir það að kjarna í stað þess að vera land- fræðilegur útnári í borgarlandinu. Undarlegt er að tillögur D-lista skuli ekki fela þessa hugsun í sér, en það helgast væntanlega af feimninni við Vatnsmýrar- möguleikann – sem á korti Sjálf- stæðisflokksins er eins og korn- akur! Framtíðarsýn um Reykjavík án Vatnsmýrar er flótti. Nú þarf að taka af skarið um flugvöllinn: finna honum stað í nágrenni borg- arinnar og taka það verkefni al- varlega, eða stytta tímann frá Keflvík í miðborgina um a.m.k. 50% með göngum frá álverinu í Álftanes og halda svo áfram inn í Suðurgötuna. Til þess má nota fé sem fæst fyrir verðmætt bygging- arland í eigu ríkis og borgar í Vatnsmýri. Auðvitað kemur til greina að byggja nýjan flugvöll í jarðri borgarlandsins, en með þessari samgöngubót sem hér er lýst er það hugsanlega óþarft þar sem ferðatími til Keflavíkur verð- ur miklu styttri en nú og sú hring- tenging sem skapast utan um borgarhjartað er mikilvæg. Tveir hringir um hjarta borgarinnar Á kortinu sem hér er kynnt sést að með því að fara yfir Skerjafjörð og tengjast um Álftanes yfir í Hafnarfjörð (tvær leiðir sýndar) verður til hringur um miðborgar- kjarnann í Vatnsmýri/höfn/gamla miðbæ. Kosturinn er þessi: Höfuð- borgarsvæðið þjappast saman með því að Hafnarfjörð- ur/Garðabær/Kópavogur og mið- borg liggja innan, eða við, sömu hringbrautina. Hér eru líka sýnd göng undir Öskjuhlíð sem þegar eru á dagskrá og munu létta álagi af Miklubraut/Kringlumýrar- braut. Við þetta skapast í raun tvær hringbrautir um borgina: innri hringur um miðbæjar- kjarnann, og ytri hringur sem fylgir Reykjanesbraut í átt að Mjódd og þaðan með tengingu yfir á Sæbraut/Sundabraut. Munurinn á því sem ég kynni eða D-listinn felst í þessu: 1) Vatnsmýrin verður hjarta fram- tíðarborgarinnar með gamla miðbæinn að baklandi og nýja hverfið við höfnina að aðdráttar- afli fyrir atvinnu, menningu og mannlíf. 2) Þessir kostir eru borð- leggjandi strax á næstu árum, án þess að leggja í tugmilljarða upp- fyllingar út í Engey/Akurey með tilheyrandi hliðrun á þungamiðju borgarinnar vestur fyrir miðbæinn, sem skapar mikil um- ferðarvandræði. 3) Tvær hring- brautir um borgina létta á stökum álagspunktum og greiða fyrir allri umferð auk þess sem ný bygging- arsvæði verða í örskotsfjarlægð frá miðborginni. Álftanes fær al- veg nýtt vægi sem þróunarkostur í snertifjarlægð við miðborgina. Samtímis getum við tryggt þeim íbúum borgarinnar sem vilja búa í friðsælu úthverfi í anda Fossvogs- hverfisins eða suðurhlíða Kópa- vogs ákjósanlegar lóðir í þúsunda- tali í veðursæld Úlfarsfells. Þessi leið gerir það sem Reykjavík hef- ur alltaf langað til að gera en aldrei haft burði til fyrr en nú: Að breytast úr þorpi í borg. fiegar liti› er yfir til sy›ri hluta vesturborgarinnar er augljóst a› Su›urgatan flarf a› halda áfram yfir á Álftanes me› flví a› fara yfir e›a undir Skerja- fjör›, og sí›an flarf a› loka hringnum me› tengingu yfir til Hafnarfjar›ar e›a sunnan hans. Vatnsm‡rin er einstakt tækifæri 17MÁNUDAGUR 6. júní 2005 STEFÁN JÓN HAFSTEIN BORGARFULLTRÚI UMRÆÐAN SKIPULAGSMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.