Fréttablaðið - 06.06.2005, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 06.06.2005, Blaðsíða 6
6 6. júní 2005 MÁNUDAGUR Skiptar skoðanir um ræðu sjávarútvegsráðherra: Lítill árangur af kvótakerfinu SJÁVARÚTVEGUR „Það er fjarri lagi að ráðherra fari þarna með rétt mál og nægir að benda á þorsk- veiðar í Barentshafinu því til sönnunar,“ segir Guðjón A. Krist- jánsson, formaður Frjálslynda flokksins. Hann gagnrýnir harð- lega það sem Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra mælti í sjó- mannadagsræðu sinni í gær um að árangur Íslendinga varðandi stækkun þorskstofnsins væri ásættanlegur.. Guðjón furðar sig á þessum ummælum enda sé í dag veitt jafnmikið af þorski við Íslands- strendur og gert var þegar kvóta- kerfið var fyrst sett á. „Þannig sér hver maður að árangurinn er eng- inn og þaðan af síður ásættanleg- ur. Ég veit ekki betur en að þorsk- stofninn hafi farið upp í Barents- hafi þrátt fyrir að þar hafi verið farið verulega fram úr aflaheim- ildum árum saman og jafnvel ára- tugum. Og ástandið á þorskstofn- inum þar núna er betra en það hefur verið um langa hríð.“ Guðjón segir þetta renna enn frekari stoðum undir að þá skoðun að enginn árangur hafi náðst með því að kvótasetja þorskafla. „Það má ekki gleyma að kvótakerfið var upphaflega sett á eingöngu vegna aflabrests í þorskinum 1983. Þá var svartsýnisspá vegna þorskstofnsins og 22 árum síðar er nákvæmlega sama staða uppi. Það hlýtur að segja mönnum eitt- hvað.“ - aöe Kristinn H. Gunnarsson á sjómannadegi: Vill vi›bótarkvóta handa sjávarbygg›um SJÓMANNADAGURINN „Aðild að Evr- ópusambandinu er ekki í þágu ís- lenskra hagsmuna og það á ekki að stefna að henni,“ sagði Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsókn- arflokksins, í hátíðarræðu sem hann flutti á Patreksfirði í gær í tilefni sjómannadagsins. Kristinn sagði að velmegun Íslendinga mætti þakka sjálfstæði þeirra og meðfylgjandi yfirráðum yfir fiskimiðunum. Það megi ekki gefa eftir. Auk þess stakk Kristinn upp á að 20.000 tonna kvóta verði ráðstafað til sjávarbyggða, sem hvorki njóta góðs af stóriðjuuppbyggingu né þenslu á höfuðborgarsvæðinu. „Okkar auðlind er heima í héraði og hana á að nýta til atvinnuuppbygg- ingar heima í héraði eins og vatns- orkuna.“ Í ræðu Kristins kom enn fremur fram að hann teldi þörf á að stokka fiskveiðistjórnun- arkerfið rækilega upp; það hafi þró- ast úr úr kerfi sem var fyrst og fremst til að takmarka heildarveiði yfir í lokað kerfi sem tryggir einokun, eykur samþjöppun og gerir nýliðun í greininni afar erf- iða. Þetta ástand sagði Kristinn helst minna á bændaánauð fyrri alda. Hátíðarhöldin fyrir vestan þykja annars hafa tekist vel upp og veðrið lék við mannfjöldann sem safnaðist saman á Vatneyri Patreksfjarðar til að halda upp á daginn. - bs Hátí›arbragur á höfu›borginni í gær Sjómannadagurinn var haldinn hátí›legur í gær. Fjöldi fólks var samankom- inn á Mi›bakkanum í Reykjavík til a› fylgjast me› umfangsmikilli dagskrá. SJÓMANNADAGURINN Hátíð hafsins var haldin í blíðskaparviðri við Reykjavíkurhöfn á sjómannadag- inn. Fjöldi fólks var samankominn til að fylgjast með umfangsmikilli dagskrá sem var í boði. Í bláu ræðutjaldi voru Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra og Guðmundur Hallvarðsson, for- maður sjómannadagsráðs, á með- al þeirra sem stigu á stokk. Meðal annars fögnuðu menn mjög opnun Sjóminjasafns Reykjavíkur að Grandagarði þar sem sögð er saga íslenskra togara. Í ár er einmitt ein öld síðan fyrsti íslenski togar- inn, Coot, kom til landsins. Þegar ræðuhöldunum var lokið voru fimm sjómenn heiðraðir fyrir ævistörf sín. Úti í góða veðrinu var iðandi mannlíf. Hoppukastalar höfðu verið settir upp fyrir krakkana og voru þeir svo vinsælir að biðraðir mynduðust skjótt við þá. Stórt veitingatjald var einnig á svæðinu þar sem veitingar voru í boði. Al- menningi var boðið í skemmtisigl- ingar um borð í skólaskipinu Sæ- björgu, sem áður hét Akraborgin, og nýttu fjölmargir tækifærið. Auk þess fóru sjómenn í kappróð- ur, koddaslag og reiptog þar sem hart var barist eins og siður er á þessum degi. Þá var boðið upp á listflug við Miðbakkann og störðu margir opinmynntir á skærgula flugvélina þeytast um loftin blá. Á Ingólfstorgi var einnig margt um manninn. Þegar blaða- mann bar að garði dönsuðu þar fé- lagar í reykvíska dansfélaginu „Komið og dansið“ undir tónum Geirmundar Valtýssonar. Allt í kring borðaði fólk ís eða sat í mestu makindum á kaffihúsum og sleikti sólina. Á sama tíma og dansinn dunaði léku krakkar sér á hjólabrettum hinum megin á torg- inu og því má með sanni segja að fólk á öllum aldri hafi átt þarna ánægjulegan dag. freyr@frettabladid.is Árni Johnsen í Grafarvogskirkju: Sjómenn eru undirsta›an SJÓMANNADAGURINN Árni John- sen, fyrrverandi alþingismaður, hélt ræðu í sjómannadagsmessu í Grafarvogskirkju í gærmorg- un. Sagði hann að sjómenn væru undirstaðan í íslensku atvinnu- lífi en ekki bankar og fjármála- fyrirtæki. Hann sagði að sjómenn hefðu fært Ísland inn í nútímann en ekki hagfræðingar, bankar eða stjórnmálamenn. Árni minntist einnig þeirra fimm hundruð sjó- manna frá Vestmannaeyjum sem hafa farist undanfarna öld, þ.e. að meðaltali fimm á ári hverju. ■ Aldraðir sjómenn heiðraðir: Sigldi á styrj- aldarárunum SJÓMANNADAGURINN Sjómennirnir Eyjólfur Eyjólfsson, Eiríkur Ei- ríksson, Grétar Bjarnason, Sig- fús Jóhannsson og Eyjólfur Guð- jónsson voru heiðraðir við Mið- bakkann í Reykjavík í gær fyrir ævistörf sín. Einnig hlaut Bragi Ragnarsson viðurkenningu fyrir fyrirmyndarvélstjórastörf. Eyjólfur Guðjónsson, sem lét af störfum árið 2000 eftir 58 ára farsælt starf við sjómennsku og útgerð, sagði það mikinn heiður að hljóta viðurkenninguna. „Þetta er bara góð tilfinning og mikill heiður eftir langa veru á sjó,“ sagði Eyjólfur. Hann sigldi í tíu ár á togurum og meðal annars var hann 16 ára ráðinn sem há- seti á Venusi frá Hafnarfirði árið 1942. Hann segist aldrei hafa lent í neinum ævintýrum að ráði á þessum styrjaldarárum. „Maður vissi ekki af þeim hættum sem voru í kringum mann. Maður komst ekki að því fyrr en síðar.“ Aðspurður sagði Eyjólfur það stórkostlegt að sjómannadagur- inn sé haldinn hátíðlegur ár hvert því þessi dagur auðgi mannlífið svo mikið. ■ Hátíð í Neskaupstað: Kútter gladdi austfirsk augu SJÓMANNADAGURINN Sjómanna- dagshátíðarhöldin í Neskaupstað byrjuðu að venju á föstudag með setningu Sjónes, stangveiðimóti þeirra Norðfirðinga sem sífellt fleiri sækja í. Það var líka ástæða til þess á föstudaginn því aflinn var um 17 tonn, á 37 stangir. Afl- inn var þó heldur minni á laugar- daginn. Hátíðarhöldin í gær voru svo með hefðbundnu sniði. Haldin var hátíðarguðsþjónusta en auk þess var efnt til kappróðurs, reiptogs og kappdráttar í björgunarstól. Færeyski kútterinn Johanna TG 326 setti svip sinn á bæjarlíf- ið, margt fólk skoðaði skipið og þáði „beinakex“ og sérstök sýning og fyrirlestur um siglingar fær- eyskra og íslenskra sjómanna, var í Jósafatssafni. - eg L0TTÓ Hefurðu áhyggjur af stöðu efnahagsmála? SPURNING DAGSINS Í DAG: Á að leysa þjálfara landsliðsins í knattspyrnu frá störfum eftir tapið gegn Ungverjum? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 28,38% 71,67% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN KAPPRÓÐUR Konur geta keppt í kappróði rétt eins og karlar eins og sannaðist við Reykjavíkurhöfn í gær. SKOÐAR KRABBA Ýmis sjávardýr voru til sýnis við miðbakkann. Hér sést ung stúlka skoða krabba og þykir greinilega mikið til hans koma. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EI Ð A Fr ét ta bl að ið /H ar i ÁRNI M. MATHIESEN Sagði sjómenn í dag gjalda þess að ofveiði á þorski hefði verið stunduð áratugina kringum 1950 og 1960 og stofninn ekki beðið þess bætur síðan. MEÐ DÓTTUR SINNI Eyjólfur Guðjónsson skipstjóri ásamt dóttur sinni Önnu eftir að honum hafði verið veitt viðurkenningin. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EI Ð A JOHANNA TG 326 Margir Norðfirðingar notuðu tækifærið og skoðuðu skipið. M yn d/ El m a G uð m un ds dó tt ir Sumar gjafir skipta öll börn máli! Gefum börnum góða sumargjöf KRISTINN H. GUNNARSSON Sjómannadagurinn: LÍÚ vill færa daginn SJÓMANNADAGUR Hjörtur Gísla- son, stjórnarmaður í Landssam- bandi íslenskra útvegsmanna, sagði í sjómannadagsræðu sinni í Reykjavík í gær að færa ætti sjómannadaginn fram á síðasta sunnudaginn í júlí. Hann sagði að áður fyrr hefðu sjómenn haft vit á því að spilla ekki vorvertíð og því hafi dagurinn verið fluttur fram í júní. Nú ættu sjómenn að hafa vit á því að spilla ekki út- hafskarfa-, síldar- og humarver- tíð og því ætti að flytja daginn fram í júlí. Sjómenn héldu daginn hátíð- legan í gær um land allt. - oá VANN 10 MILLJÓNIR Einn var með allar aðaltölurnar réttar í ís- lenska lottóinu nú á laugardag- inn. Sá heppni hlaut hvorki meira né minna en rúmar tíu milljónir króna í sinn hlut. Happatölurnar í þetta skiptið voru 7, 11, 12, 19 og 34. Bónustalan var 13 og hlutu þrír bónusvinninginn og komu tæplega 130 þúsund krónur í hlut hvers þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.