Fréttablaðið - 06.06.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 06.06.2005, Blaðsíða 4
4 6. júní 2005 MÁNUDAGUR Skógrækt fer sums staðar seint af stað: Minna planta› vegna flurrka SKÓGRÆKT Skógarbændur hafa sums staðar frestað plöntun vegna undangenginna þurrka. Þá er hætt við að ungplöntur hafi skemmst í næturfrostum og þurrki, sérstaklega þær sem bíða gróðursetningar. Hreinn Óskarsson, skógar- vörður á Suðurlandi, segir Skógræktina þó ekki hafa lent í teljandi vandræðum vegna þurrka. „Við höfum plantað í land þar sem raki er nógur,“ sagði hann en á Suðurlandi er nokkuð um mýrar. Hreinn sagð- ist þó vita til þess að sums stað- ar hefðu skógarbændur þurft að breyta áætlunum sínum, sér- staklega þar sem ekki er vot- lent. Sólveig Pálsdóttir, skógar- bóndi í Prestsbakkakoti í Skaftafellssýslu, segist ekkert vera byrjuð að planta þetta vor- ið og þá hafa þeir orðið að hætta sem eitthvað voru byrjaðir að planta í nágrenninu. Sólveig segist ekki muna eft- ir öðrum eins þurrkum þau tíu ár sem hún hefur stundað skóg- rækt. „Hins vegar eru vorin öft þurr hérna, en þó ekki undan- farin ár. Við erum samt bjart- sýn. í dag var skúragangur í dag og spáir rigningu. Hér hefur heldur ekki skemmst mikið af plöntum, enda erum við það austarlega að við sluppum við mesta næturfrostið.“ - óká Stu›ningurinn vi› sáttmálann dvínar enn EVRÓPUSAMBANDIÐ Þótt Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, og Jacques Chirac Frakklandsforseti hafi hvatt til að fullgildingarferli stjórnarskrársáttmála Evrópusam- bandsins haldi áfram virðist ljóst að stuðningurinn við hann er að fjara út. Chirac og Schröder hittust í Berlín um helgina til að ræða næstu skref í gildistökuferlinu. Þeir lýstu því sameiginlega yfir í kjölfar fund- arins að þeir teldu rétt að halda ferlinu áfram og það væri nauðsyn- legt að hvert og eitt ríki fengi tæki- færi til að segja sína skoðun á um- deildri stjórnarskrá Evrópusam- bandsins Allar líkur eru hins vegar taldar á að Jack Straw utanríkisráðherra lýsi því yfir í breska þinginu í dag að þjóðaratkvæðagreislu um sátt- málann verði slegið á frest eða jafn- vel aflýst þar sem franskir og hol- lenskir kjósendur eru búnir að hafna plagginu. Peter Mandelsson, yfirmaður viðskipta í framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsins og fyrrverandi ráðherra í stjórn Blairs, skrifaði reyndar í breska blaðið Observer í gær að óðs manns æði væri að hafna sáttmálanum og hvatti ríkis- stjórnina til að fresta ekki þjóðarat- kvæðagreiðslu. Hann segir þó aug- ljóst að ekki hafi tekist sem skyldi að sannfæra almenning um gagn- semi skjalsins.. Í Svíþjóð stóð til að þingið stað- festi stjórnarskrána en nú virðist komið babb í bátinn í kjölfar úrslit- anna í síðustu viku. Vinstriflokkur- inn sem er einn þeirra flokka sem ver minnihlutastjórn jafnaðar- manna falli hefur nú hótað því að hætta stuðningi við hana ef fullgild- ingarferlinu verður framhaldið. Hins vegar er talið ólíklegt að flokk- urinn standi við þær hótanir þar sem staða hans er mjög veik eftir að fyrrverandi formaður flokksins, Gudrun Schyman, stofnaði kvenna- framboðið Feministisk initiativ. Í Danmörku þar sem flestir stjórnmálaflokkarnir hafa verið hlynntir stjórnarskránni virðist stuðningurinn einnig fara þverr- andi. Enginn flokkanna hefur þó fengist til að segja að blása skuli fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu af en á móti kemur að enginn flokk- anna er heldur tilbúinn að lofa því að af atkvæðagreiðslunni verði. oddur@frettabladid.is Saddam Hussein: Ákær›ur fyrir illvirki BAGDAD, AP Saddam Hussein getur átt yfir höfði sér að verða ákærð- ur fyrir allt að 500 atriði þegar réttað verður í máli hans. Hins vegar þykir lík- legt að hann verði einungis ákærður fyrir tólf vel ígrunduð atriði þar sem það væri tímasó- un að ákæra hann fyrir alla hans glæpi sagði talsmaður for- sætisráðherra Íraks í gær. Á með- al brotanna sem hann verður sótt- ur til saka fyrir er efnavopnaárás gegn Kúrdum í bænum Halabja sem kostaði fjölda fólks lífið. Dagsetning réttarhaldsins yfir Saddam hefur ekki verið ákveðin endanlega en það mun fara fram á einhvern tímann á næstu tveimur mánuðum. ■ Danska konungsfjölskyldan: Barni› ver›ur ríkisarfi DANMÖRK Anders Fogh Rassmus- sen, forsætisráðherra Danmerk- ur, hyggst beita sér fyrir því að lögum verði breytt á þann veg að tryggt verði að barn Friðriks krónprins og Mary Donaldsson verði ríkisarfi hvort sem það verður piltur eða stúlka. Þjóðernissinnaði flokkurinn Dansk Folkeparti hefur beitt sér mjög fyrir því að ríkisarfi geti einungis verið piltur en aðrir flokkar hafa lýst þeirri skoðun að það eigi ekki að skipta máli. Sósíaldemókratar, Radikale og Sósíalíski þjóðarflokkurinn vilja breyta stjórnarskránni til að tryggja þetta en því vísar forsæt- isráðherrann á bug, segir að venjuleg lagabreyting dugi. ■ DEREK LOVELOCK FORSTJÓRI MOSAIC Fagfjárfestar voru áhugasamir fyrir því að kaupa hlutafé í Mosaic Fashions á dögun- um. Í dag hefst hlutafjárútboð til al- mennnings. Reykjavíkur – býður upp á alþjóðlegan matseðil úr íslenskum gæðahráefnum Nýtt viðmið – nýr bar og veitingastaður í hjarta Salt Lounge Bar & Restaurant Pósthússtræti 2, 101 Reykjavík, sími 599 1000, fax 599 1001 OP NU M 10 . JÚ NÍ VEÐRIÐ Í DAG KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 65,65 65,97 119,32 119,90 80,59 81,05 10,83 10,90 10,19 10,25 8,82 8,88 0,61 0,61 96,69 97,27 GENGI GJALDMIÐLA 03.06.2005 GENGIÐ HEIMILD: Seðlabanki Íslands SALA 113,05 +1,49% Bæ›i Frakkar og Hollendingar hafa nú hafna› stjórnarskrá Evrópusambands- ins. Bretar ætla a› fresta fljó›aatkvæ›agrei›slu og Svíar og Danir eru langt flví frá jafn einar›ir stu›ningsmenn og á›ur. FÓSTBRÆÐUR FALLAST Í FAÐMA Leiðtogar Frakklands og Þýskalands hittust til að ræða næstu skref í fullgildingarferli stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M BANDARÍKIN VILL LOKA FANGABÚÐUM Öld- ungadeildarþingmaðurinn Joseph Biden telur að Bandaríkin þurfi að loka fangabúðum sínum í Guant- anamo-flóa á Kúbu og færa fang- ana á hentugri stað. Nýlega gagn- rýndu samtökin Amnesty International búðirnar og sögðu þær „gúlag“ okkar tíma. HANDTEKNIR VEGNA STÚLKU- HVARFS Tveir menn hafa verið handteknir í tengslum við hvarf 18 ára stúlku frá Alabama í Banda- ríkjunum sem ekkert hefur spurst til í eina viku. Stúlkan var í skóla- ferð í Aruba þegar hún týndist. Mennirnir, sem eru 28 og 30 ára, hafa ekki enn verið ákærðir. Tískuverslunarkeðjan Mosaic: Útbo›i› hefst VIÐSKIPTI Almennt hlutafjárútboð Mosaic Fashions hf. til almennra fjárfesta hefst í dag. Í boði eru 90 milljónir hluta og selst hver hlutur á 13,6 krónur. Edda Rós Karlsdóttir, hjá Lands- bankanum, segir að sér sýnist að Mosaic Fashions sé verðmetið í takt við sambærileg fyrirtæki í Bret- landi. Hún telur vera góðar líkur fyrir því að allt hlutaféð seljist. Íslandsbanki ætlar ekki að gefa út greiningu á Mosaic fyrr en að skráningu lokinni að sögn Atla B. Guðmundssonar hjá Íslandsbanka. Bankinn hefur bent á að lokað hluta- fjárútboð, sem fram fór til fagfjár- festa í maí, hafi gengið vel en eftir- spurn var fjórfalt meira en fram- boð. - eþa KIRKJUBÆJARKLAUSTUR Skógarbændur í Vestur-Skaftafellssýslu hafa þurft að fresta plöntun nýrra trjáa vegna mikilla þurrka sem varað hafa í nokkrar vikur. Hætt er við að eitthvað hafi skemmst af ungum plönt- um þar sem fóru saman næturfrost og þurrkar. HREINN ÓSKARSSON SADDAM HUSSEIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.