Fréttablaðið - 06.06.2005, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 06.06.2005, Blaðsíða 16
Þegar ég horfði um daginn á börnin á hoppdýnunni í Fjöl- skyldugarðinum í Laugardal rann skyndilega upp fyrir mér að fyrir augum mér hafði ég hið fullkomna samfélag manna. Þarna var uppskriftin. Þarna sá ég okkur eins og okkur er tamt að vera þegar við erum óbrjál- uð. Alþingismenn sem nú ráfa um götur í reiðileysi og vita ekkert hvað þeir eiga af sér að gera í sínu endalausa fríi – þeir ættu náttúrlega að fara að horfa á börnin á hoppdýnunni til að sjá að hið fullkomna samfélag manna er stundum til; í hoppun- um hjá krökkunum voru leystir úr læðingi margir af eftirsókn- arverðum eiginleikum mann- anna sem ber að leyfa að njóta sín þegar leikreglur samfélags- ins eru settar. Þarna sá maður félagshyggju og einstaklings- hyggju í sínum eðlilegu mynd- um, þar sem hvorugt er hugsan- legt án hins. Þau hoppuðu. Sum hátt, önnur varfærnislega, hjá sumum var þetta hálfgert hlunkadunk, hjá öðrum áreynslulaust svif. Sum voru virk en önnur stóðu og létu sig berast með hreyfingum dýn- unnar. Hoppin voru jafn marg- breytileg og börnin voru mörg: öll vitum við að í hoppi er ekki hægt að þykjast og þegar maður hoppar þá birtist þar hinn eigin- legi kjarni manns – þegar hann Ari litli hoppar þá verður hann einmitt svo mikill Ari. Þau voru mjög mörg. Nánast hver blettur af dýnunni var nýttur. Þarna voru lítil kríli sem kútveltust jafnharðan af dýn- unni og einhver stór hreyfði sig; þarna voru skrækjandi stelpur og rýtandi strákar; þarna voru níu og tíu ára krakkar með ósýnilega gorma á fótunum, fim börn og ófim, öll nutu sín því að hver fann sitt hopp og lagði sitt af mörkum til bylgjuhreyfinga dýnunnar. Hvert og eitt þeirra hafði fremur lítið svigrúm til at- hafna og þurfti að skapa sitt persónulega hopp úr frá þeim litla og afmarkaða ramma sem því var settur. Og það var ekki bara ramminn sem þau þurftu að læra að athafna sig í til að ná fram vel lukkuðu hoppi, heldur þurftu þau líka að bregðast við ölduhreyfingunum, aðlagast þeim, vera í sátt við við þær. Allt sem sérhvert hoppandi barn gerði var í órjúfanlegu, risa- stóru og síbreytilegu og lífrænu samhengi. Þetta var eins og samfélagið sem samanstendur af alls kyns virkni einstakling- anna sem í undurflóknu sam- hengi mynda saman allsherjar ölduhreyfingu sem óskandi væri að vísitölumælingarnar myndu einhvern tímann ná til... Þau hoppuðu, og voru mjög mörg. Þetta leit út fyrir að vera algjört kaos háð tilviljunarlög- málinu en í allri ringulreiðinni skynjaði maður engu að síður ósýnilegar umferðarreglur sem allir virtu. Enginn krakki tróð öðrum um tær. Enginn hrinti öðrum. Enginn meiddi annan. Þarna var mikið návígi og mikið hnoð, sífelld snerting, einlægt verið að rekast saman, detta og flækjast í hrúgu. En þarna var enginn sem virtist telja að for- senda vel lukkaðs hopps hjá sér væri illa lukkað hopp hjá ein- hverjum öðrum. Enginn reyndi að glansa á kostnað annarra. Enginn reyndi að taka til sín pláss sem öðrum bar – allir virtu svæði hinna... Þarna var engin lamandi hönd miðstýringarinn- ar sem með yfirgripsmiklu regluverki lamar alla dáð og alla gleði og þarna var ekki græðgi neysluhugsjónarinnar sem allri nautn af núinu rænir okkur; þarna voru engar trúarkreddur sem vildu beina þessari orku allri til dýrðar óviðkomandi patríörkum, engar óþarfa kenni- setningar, ekkert blaður, bara mannlífið sjálft eins og það get- ur orðið fegurst þegar boðið er upp á virkilega vel heppnaða hoppdýnu á sólríkum degi. Var þetta þá ekki bara hið sósíalíska samfélag? Hin komm- úníska hugsjón í verki um sam- hygð þeirra sem vinna eftir getu og taka eftir þörfum? Því ekki það. Ég held að þetta hoppdýnu- samfélag hafi að minnsta kosti komist nær því en til dæmis Kúba og hvað þá Kína, Albanía, Kórea og Víetnam – að maður tali ekki um hin ósköpin.... Hið sósíalíska samfélag er hverfult og hverfur jafnharðan og kerfunin á sér stað. Valdið ligg- ur þar utan og ofan við allt, háð gagnkvæmu samkomulagi ein- staklinganna og sameiginlegum vilja sem aldrei stendur lengi; það byggir á hárfínu jafnvægi ýtrustu einstaklingshyggju og brennnandi félagsanda sem get- ur ekki staðið nema stutt í einu. Hið sósíalíska samfélag verður til þegar bjarga þarf verðmæt- um eða þegar náttúruhamfarir verða – eða þegar hoppað er saman á dýnu. Flugvallarsvæðið í Vatnsmýrinni er veiki punkturinn íáhugaverðum hugmyndum borgarstjórnarflokks sjálf-stæðismanna um framtíðarskipulag Reykjavíkur. Á þetta hafa margir bent. Dagar flugvallar í Vatnsmýrinni eru á enda og órökrétt að ætla sér að endurskipuleggja byggðina í höfuð- borginni með jafn róttækum hætti og tillögur sjálfstæðismanna gera ráð fyrir án þess að höggva á hnútinn um framtíð flugvall- arins. Nú reynir á dirfsku og framsýni forystumanna Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík sem aldrei fyrr. Um leið og kveðið er upp úr um það að Vatnsmýrin verði ásamt með öðru íbúðarhverfi og flugvöllurinn hverfi er hægt að bregðast við eðlilegri gagnrýni á þá þætti tillagnanna sem vakið hafa upp spurningar um umhverfis- og náttúruvernd. Menn hafa til dæmis lýst áhyggjum vegna hugmyndarinnar um brú- argerð út í Viðey og er full ástæða til að skoða þau andmæli vandlega. Eyjabyggð í Kollafirði er ekki fráleit ráðagerð en það er líka mikilvægt að eiga aðgang að útivistarsvæðum og óspilltri náttúru á þessum stöðum. Ljóst er af viðtökum sem ýmsar skipulagstillögur að undan- förnu, jafnt í Reykjavík sem utan borgarinnar, hafa fengið að umhverfissjónarmið, náttúru- og minjavernd, vega þungt í huga mjög margra. Það sýnir meðal annars gagnrýnin sem fram hefur komið á áform Reykjavíkurborgar að breyta stórum hluta útivistarsvæðisins við Öskjuhlíð og Nauthólsvík í malbik- að háskólabyggingasvæði. Ádeilan á skipulag Urriðaholts í Garðabæ er af sömu rótum runnin. Einnig áhuginn á að vernda gömul hús við Laugaveginn í Reykjavík og mjólkursamlags- bygginguna í Borgarnesi. Mikilvægt er að þeir sem setja fram stórhuga skipulagshug- myndir hafi bæði sjónarmiðin í huga, nýsköpun og nýbygging- ar og verndun náttúru og minja. Þetta tvennt þarf að haldast í hendur. Engin sátt getur annars tekist um skipulagsmál. Sjálfstæðismenn í Reykjavík hafa hlotið hrós fyrir frum- kvæði sitt í skipulagsmálum. Það er réttmætt. Vonandi fara for- ystumenn flokkanna sem standa að R-listanum ekki í skotgraf- irnar, eins og borið hefur á, heldur nýta sér tækifærið til að end- urskoða eigin hugmyndir og áætlanir. En skipulagsmálin snúast í rauninni hvorki um hægri né vinstri eins og Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi bendir á í Morgunblaðinu á laugar- daginn. Þau snúast um mannlífið í borginni og um þau þarf á endanum að takast víðtæk sátt ofar öllum flokkspólitískum sjónarmiðum. 6. júní 2005 MÁNUDAGUR SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGÚSSON Nýsköpun og verndun þurfa að haldast í hendur. Skipulagi› sn‡st um mannlífi› FRÁ DEGI TIL DAGS Mikilvægt er a› fleir sem setja fram stórhuga skipulagshugmynd- ir hafi bæ›i sjónarmi›in í huga, n‡sköpun og n‡byggingar og verndun náttúru og minja. fietta tvennt flarf a› haldast í hend- ur. Engin sátt getur annars tekist um skipulagsmál. Björgum Aroni RJF hópurinn svokallaði vinnur nú að því hörðum höndum að fá Aron Pálma Ágústsson framseldan til Íslands en hann hefur undanfarin ár verið í stofu- fangelsi í Texas. Bæði hópurinn og sjálfur biskup Íslands hafa sent Rick Perry, ríkisstjóra Texas, bréf þar sem hann er beðinn um að sýna sérstökum aðstæðum Arons skilning í nafni mannúðar og kærleika. Litlum sögum fer hins vegar af viðbrögðum ríkisstjór- ans og satt best að segja má stórefast um að málið hafi nokkurn tíma ratað inn á borð til hans. Skrá á netinu Texas er eitt þeirra fylkja í Bandaríkjun- um sem heldur úti sérstakri skrá yfir kynferðisglæpamenn á netinu. Allir þeir sem vilja geta því flett upp kynferðis- glæpamönnum sem uppfylla ákveðin leitarskilyrði. Hægur leikur er að finna Aron Pálma í þeirri skrá ef einfaldlega er leitað eftir nafni, svæði eða jafnvel aldri. Ef flett er upp á nafni hans kem- ur í ljós að hann er flokkaður sem „Risk level: High“, eða mjög hættulegur glæpamaður. Eins er þar lýsing á broti hans: „Aggraveted sexual assault: Child“, eða gróf kynferðisleg árás á barn. Maður þarf sjálfur að fylla inn í eyðurnar til að komast að því að Aron var sjálfur barn þegar hann framdi hina „grófu árás“. Harðneskjulegar aðstæður Í viðtali við Aron sem birtist í Fréttablað- inu um helgina lýsir hann vægast sagt harðneskjulegum aðstæðum sem hann þurfti að búa við á meðan hann var inn- an fangelsismúra í Texas. Þar neyddist hann til að gera þarfir sínar frammi fyrir öðrum föngum, baða sig með öðrum föngum og ekki mátti hann yrða að fyrra bragði á samfanga sína. Aðstæður sem þessar hljóta að teljast vægast sagt harðneskjulegar ef ekki ómannúðlegar. Nú býr hann í leiguhúsnæði en má ekki fara út fyrir hússins dyr án þess að fyrir því sé ástæða sem skilorðsfulltrúi hans samþykkir fyrir utan vikulegar búðar- og kirkjuferðir undir eftirliti. RJF hópurinn heldur áfram að reyna að fá hann fram- seldan til Íslands en gengur hægt að ná eyrum fylkisstjórans og þeirra sem þess- um málum ráða í Texas, fylkinu sem er heimsfrægt fyrir fjölda aftaka og fyrir að vera heimafylki Bush Bandaríkjaforseta. ser@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL- SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 LESTU GREININA Á VISIR.IS OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA Í DAG HOPPDÝNAN Í FJÖLSKYLDUGARÐINUM GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Allt sem sérhvert hoppandi barn ger›i var í órjúfanlegu, risastóru og síbreytilegu og líf- rænu samhengi... Hi› fullkomna samfélag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.