Fréttablaðið - 06.06.2005, Side 10

Fréttablaðið - 06.06.2005, Side 10
FAGURT UMHVERFI Alþjóðadagur umhverf- isins var haldinn hátíðlegur víða um heim í gær, meðal annars í Brasilíu. Á Corcovado-fjalli í Rio de Janeiro settu sam- tökin World Wildlife Foundation upp stór- an og mikinn vatnskrana. 10 6. júní 2005 MÁNUDAGUR Annar hluti líbönsku þingkosninganna: Hizbollah-samtökin sækja í sig ve›ri› LÍBANON, AP Annar hluti þingkosning- anna í Líbanon var haldinn í gær en þá var kosið í suðurhluta landsins. Kosningarnar gengu að mestu vel fyrir sig en þó voru einhver átök á milli drúsa og stjórnarhers í mið- hluta landsins þar sem kosið verður næsta sunnudag. Fyrstu tölur bentu til að Hiz- bollah-samtökin hefðu sigrað í kosn- ingunum og jafnvel búist við að samtökin hljóti öll 23 þingsætin sem þessi hluti landsins hefur yfir að ráða. Hizbollah á miklu fylgi að fagna á meðal fátækra sjía en þeir eru í meirihluta í Suður-Líbanon. Samtökin hafa verið undir mik- illi pressu frá alþjóðasamfélaginu um að afvopnast og vinna í staðinn að sínum pólitísku markmiðum á friðsamlegan hátt. Sýrlendingar hafa haft mikil ítök í Líbanon síðan hernámi Ísraela lauk en þeir fluttu herlið sitt fyrst frá landinu nú í apríl. Í kosningun- um í Beirút fyrir viku fengu and- stæðingar Sýrlendinga yfirburða- kosningu. Sjíarnir í suðrinu hafa hins vegar notið verndar og velvild- ar Sýrlendinga. Tvær andstæðar fylkingar hafa þannig unnið sigra í fyrsta og öðrum hluta líbönsku kosninganna. Næstu tvo sunnudaga verður kosið í norður- og vesturhluta lands- ins. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ERILL Í KEFLAVÍK Lögregla í Keflavík hafði í nógu að snúast í fyrrinótt. Mikið var um ölvun og pústra af þeim sökum. Upp komu tvö fíkniefnamál í heimahúsum og nokkrir voru teknir grunaðir um ölvun undir stýri. FERÐAMENN VELTU BÍL Franskt par velti bílaleigubíl sínum á Næfurholtsvegi skammt frá Heklu rétt fyrir hádegisbil í gær. Bíllinn er því sem næst ónýtur en parið slapp með skrámur og fékk að fara að lokinni skoðun á heilsugæslustöð. RÓLEGT Í HAFNARFIRÐI Ólíkt grönnum sínum sunnar á Reykja- nesskaga reyndist síðasta nótt óvenju róleg fyrir lögregluna í Hafnarfirði. Þar voru tveir öku- menn teknir vegna ölvunar en að öðru leyti var tíðindalaust með öllu. Göngum lokað: Tveir létust í eldsvo›anum MODANE, FRAKKLAND, AP Frejus- göngunum í Alpafjöllunum sem tengja borgirnar Lyon í Fraklandi og Tórínó á Ítalíu verður lokað um óákveðinn tíma eftir slys sem átti sér þar stað á laugardag. Eldur kviknaði í vörubíl sem flutti hjólbarða og urðu í það minnsta þrjú önnur ökutæki eld- inum að bráð. Tveir slóvenskir vörubílstjórar létu lífið í slysinu. Samgönguráðherra Ítalíu og franskur starfsbróðir hans hittust á slysstað og hrósuðu samvinnu ítalskra og franskra slökkviliðs- manna við þær erfiðu aðstæður sem sköpuðust. ■ ALNÆMI Meira en 39 milljónir manna um heim allan eru smitað- ar af HIV-veirunni og á síðasta ári létust meira en 3 milljónir úr al- næmi. Mest fjölgun smita hefur orðið í Austur-Asíu, austurhluta Evrópu og í Mið-Asíu. Kofi Annan, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, ávarpaði ráðstefnu SÞ sem haldin var í New York fyrir helgi og var helguð alnæmisvandanum. Sagði hann á fundinum að ef einhver von ætti að verða til að ná þúsald- armarkmiðum SÞ sem miða að því að ná tökum á alheimsfaraldrin- um fyrir árið 2015 þyrfti að stór- auka fjárframlög til málaflokks- ins. Hann tók einnig fram í ræðu sinni að lykilatriði sé að uppræta alnæmi til að hægt verði að efla heilsu og.jafnrétti í heiminum. Kofi Annan lofaði Brasilíu- menn sérstaklega fyrir að hafa staðið sig vel í baráttunni við al- næmi og minntist einnig á Taíland og Kambódíu en yfirvöld eru talin hafa náð góðum árangri í forvörn- um gegn sjúkdómnum. Margar þjóðir eiga þó enn eftir að gera að- gerðaáætlun. Einungis 12 prósent af þeim íbúum þróunarlanda sem eru smitaðir hafa aðgang að þeim lyfj- um sem til eru til að halda sjúk- dómnum niðri. Fjölmargir þeirra smituðu vita ekki einu sinni að sjúkdómurinn sé til, hvað þá að þeir sjálfir séu smitaðir. Eins og staðan er í dag eru um 25 milljónir smitaðar af HIV- veirunni í Afríku og er því spáð að á næstu 20 árum smitist 90 millj- ónir Afríkubúa til viðbótar, um tíu prósent af íbúum álfunnar. Sam- einuðu þjóðirnar áætla að um 13.000 milljarða króna þurfi til að hefta útbreiðslu veikinnar en um 520 milljörðum króna er nú varið árlega í málaflokkinn. Undanfarin ár hefur smitum fjölgað hlutfallslega mest í fátæk- um löndum í Austur-Asíu, astur- hluta Evrópu og í Mið-Asíu þar sem yfirvöld virðast hafa sofnað algjörlega á verðinum. Annað sem veldur áhyggjum er það að íbúar Vesturlanda virðast sumir hverjir halda að vandamálið sé ekki til staðar þar. Bandarískir HIV-smit- aðir unglingar virðast til að mynda sýna mun óábyrgari kyn- hegðun nú en áður en auk þess láta margir hjá líða að taka lyf samkvæmt læknisráði. oddur@frettabladid.is M yn d/ AP FREJUS-GÖNGIN Um 4/5 hlutar allra við- skiptasamgangna á vegum milli Frakklands og Ítalíu fara um göngin. M yn d/ AP Faraldurinn magnast Á sí›asta ári létust fleiri úr alnæmi í heimnum en nokkru sinni fyrr. Á rá›- stefnu á vegum Sameinu›u fljó›anna sem haldin var fyrir helgi vi›urkenndu rá›amenn a› ekki liti út fyrir a› flúsaldarmarkmi› um a› ná tökum á faraldr- inum fyrir ári› 2015 næ›ist. ÁSTANDIÐ ER VÍÐA SLÆMT Þótt mest fjölgun HIV-smitaðra á síðasta ári hafi orðið í Asíu er ástandið samt verst í Afríku. Í sumum löndum álfunnar er ríflega þriðjungur íbúanna smitaður og eru allmörg börn þar á meðal. FERÐAÞJÓNUSTA Fyrirtæki í ferða- þjónustu berjast í bökkum vegna hás gengis krónunnar. Bjarnheiður H a l l s d ó t t i r , framkvæmda- stjóri Kötlu- DMI, sem selur Þ j ó ð v e r j u m ferðir til Ís- lands, segir að f y r i r t æ k i n verðleggi þjón- ustu sína meira en ár fram í tímann. Því var verðskrá fyrir- tækjanna kynnt í fyrrasumar þegar gengi evrunnar var miklu hærra en nú. „Þessi mismunur er það sem fyr- irtækin þurfa að þola. Þau fá minni tekjur en reiknað var með þegar verðskrárnar voru gefnar út,“ segir hún. „Þetta hefur alvarlegar afleið- ingar. Það er ekki mikil arðsemi í þjónustu og það er lítið svigrúm í verðlagningu til að skapa arð,“ sagði hún þegar hágengið og afleið- ingar þess voru til umræðu í Hádeg- isútvarpinu á Talstöðinni á föstu- dag. „Það er ljóst að hágengið mun hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyrir mörg fyrirtæki í ferðaþjón- ustu,“ bætti hún við og kvaðst telja ástandið nú hafa áhrif til verðhækk- unar á næsta ári ef svo fer fram sem horfir. Það gæti aftur leitt til fækkunar ferðamanna. - ghs BJARNHEIÐUR HALLSDÓTTIR Fyrir- tæki í ferðaþjónustu eru í kröggum þessa dagana vegna há- gengisins og sjá ekki fyrir endann á þreng- ingunum. Hágengið hefur áhrif á ferðaþjónustuna: Ver›hækkanir a› ári fyrirsjáanlegar Áætlun sett í salt: Íranar s‡na sveigjanleika TEHERAN, ÍRAN, AP Ríkisstjórnin í Íran sagðist á sunnudag reiðu- búin til að fresta umdeildri kjarnorkuáætlun sinni þar til í lok júlí til þess að gefa sátta- semjurum Evrópusambandsins tíma til þess að að útbúa tillögu sem er Írönum meira að skapi. Með tilkynningunni skapast stund á milli stríða í umræðun- um um kjarnorkuaætlun Írana. Eftir sex mánaða umræður hefur ekki náðst samkomulag um helsta deiluatriðið sem er krafa Írana um rétt sinn til að auðga úran og andstöðu Evrópu- sambandsins við þá kröfu. Íranar segjast áskilja sér rétt til að auðga úran enda sé vinnslan einungis í friðsamlegum tilgangi. Ýmis ríki Vesturlanda, sér-staklega Bandaríkin, gruna hins vegar klerkastjórnina um græsku. ■ Á KJÖRSTAÐ Eftirlitsmaður frá Evrópusambandinu fylgist með framkvæmd kosninganna í suðurhluta Líbanon.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.