Fréttablaðið - 28.06.2005, Side 4

Fréttablaðið - 28.06.2005, Side 4
KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 64,49 64,79 117,95 118,53 78,50 78,94 10,54 10,60 9,89 9,95 8,37 8,42 0,59 0,59 94,61 95,17 GENGI GJALDMIÐLA 27.06.2005 GENGIÐ HEIMILD: Seðlabanki Íslands SALA 110,37 -1,59% 4 28. júní 2005 ÞRIÐJUDAGUR Þjóðverjar vilja fá fast sæti í öryggisráði SÞ: Bush segir hvorki af né á um stu›ning WASHINGTON, AP Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, fundaði með George W. Bush Bandaríkjaforseta í gær. Fyrr um daginn fór kanslar- inn formlega fram á það við þýska sambandsþingið að greidd yrðu at- kvæði um traust á ríkisstjórnina. Kjarnorkuáætlun Írana var of- arlega á baugi á fundi leiðtoganna eftir að Mahmoud Ahmadinejad, nýkjörinn forseti landsins, lýsti því yfir að auðgun úrans yrði hafin að nýju. Ríkisstjórnir á Vesturlöndum óttast að Íranar hyggist nota úran- ið til smíði kjarnorkuvopna. Því skoruðu leiðtogarnir á Írana að láta af vinnslunni enda yrði smíði kjarnorkuvopna ekki liðin. Bush og Schröder ræddu einnig um áhuga Þýskalands á að fá fast sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna. Bush gaf lítið út á kröfur Þjóðverja í þessum efnum og sagði aðeins að stjórn hans væri þeim ekki mótfallin. Fyrst þyrfti hins vegar að gera róttækar breytingar á samtökunum áður en tímabært væri að huga að slíku. Áður en Schröder hélt til Was- hington fór hann fram á við þýska sambandsþingið að það greiddi at- kvæði um traust á ríkisstjórn sína. Kanslarinn býst við að traustsyfir- lýsingin verði felld en þá getur hann óskað eftir því við Horst Köhler forseta að boðað verði til kosninga. Atkvæðagreiðslan verður að líkindum á föstudag og kosning- arnar svo með haustinu. ■ DÝRALÍF Full ástæða er til að vera á varðbergi gagnvart spánarsnigl- inum illræmda, sem fundist hefur tvisvar hér á landi, að sögn Er- lings Ólafssonar dýrafræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Tveir spánarsniglar hafa fund- ist í Reykjavík, annar í fyrra en hinn árið þar áður. Annar fannst í Vesturbænum og hinn í Ártúns- holti. Báðir sniglarnir voru sendir til Svíþjóðar þar sem staðfest fékkst að um þessa tilteknu teg- und væri að ræða. „Það er ekki hægt að fullyrða að þessi snigill hafi numið land hér, þótt vissulega sé sú hætta fyrir hendi,“ sagði Erling. „Það kemur ekki í ljós fyrr en nú síð- sumars hvort fleiri sniglar þess- arar tegundar finnast en það að sjá hann í sitt hvorum borgarhlut- anum finnst mér benda til þess að hann sé kominn.“ Spánarsnigillinn er skaðræðis- skepna þar sem hann er landlæg- ur. Hann leggst á ýmiss konar gróður, til að mynda kál og kart- öflukál, og skilur eftir sig sviðna jörð. Hann er rauðbrúnn að lit, mjög stór, allt upp í 12 – 15 sentí- metra langur. „Hann étur allt sem fyrir verður,“ segir Erling. „Það er allt matur hjá honum, meira að segja hundaskítur. Hann fer ekki um í flokkum en getur verið býsna þétt, allt upp í nokkra á fer- metra.“ Spánarsnigillinn hefur dreifst um alla Evrópu, þar á meðal um Norðurlöndin. Hann er upprunn- inn í Suður-Evrópu, til að mynda Spáni og Portúgal, en hefur dreifst til norðurs og austurs. Hann getur borist með ýmsu móti, að sögn Erlings, til dæmis með grænmeti og plöntum sem fluttar eru inn með rótum. „Honum hefur fjölgað allsnar- lega á Norðurlöndum og í Færeyj- um og gert þar usla,“ segir Erling. „Nágrannaþjóðum okkar hefur ekki tekist að útrýma honum, þrátt fyrir ýmsar tilraunir. Ég á eftir að kynna mér þau mál betur.“ Spánarsnigillinn fjölgar sér eins og aðrar sniglategundir með því að verpa eggjum. Erling segir að bæði eggin og ungviðin lifi af veturinn. Það kemur því í ljós með haustinu hvort þessi vágestur er kominn til að vera. jss@frettabladid.is BOÐORÐIN TÍU Í DÓMSHÚSI Hæstiréttur Bandaríkjana taldi ekki samræmast stjórn- arskránni að boðorðin væru til sýnis, eins og í þessu dómhúsi í Kentucky. Dómhús í Bandaríkjunum: Bann vi› bo›- or›unum tíu BANDARÍKIN, AP Hæstiréttur Banda- ríkjanna hefur úrskurðað að dómhús skuli héðan af ekki hafa boðorðin tíu til sýnis. Dómhúsin sem um ræddi voru í fylkinu Kent- ucky og taldi dómurinn að trúarleg merking boðorðanna þar væri svo mikil að hún gengi gegn stjórnar- skrárreglu um aðskilnað ríkis og kirkju. Níu dómarar dæmdu málið, fimm voru fylgjandi ákvörðuninni og fjórir á móti, sem þykir til marks um hversu umdeilt það er. Dómur- inn staðfesti að það gengi ekki gegn stjórnarskránni að sýna boðorðin á öðrum opinberum stöðum. ■ Héraðsdómur Reykjavíkur: Síminn ska›a- bótaskyldur DÓMSMÁL Landssíma Íslands var í gær gert að greiða fyrirtækinu Gullveri frá Stykkishólmi rúma eina milljón króna ásamt dráttar- vöxtum sem leigu vegna fjar- skiptamasturs fyrirtækisins á lóð Gullvers. Hafði Gullver keypt húsnæði og lóð að Aðalgötu 7 af ríkissjóði árið 2001 en á henni stóð mastur sem Síminn átti og notaði. Töldu eig- endur Gullvers að Síminn ætti að greiða leigu vegna eigendaskipt- anna en Síminn féllst ekki á það. Féll dómur Héraðsdóms Reykja- víkur Gullveri í hag í gær. -aöeByltingarsinnar: Hundra› nemar í haldi NEPAL, AP Ekkert hefur heyrst frá tæplega hundrað menntaskóla- nemum í Nepal síðan þeim var rænt af byltingarsinnum fyrir fimm dögum. Rán af þessu tagi eru algeng í Nepal, þar sem uppreisn- armenn úr hópi kommúnista hand- sama nemendur í skólum sínum og fræða þá um boðskap sinn í tvo til þrjá daga. Stjórnvöld í Nepal hafa sérstakar áhyggjur af þessu ráni vegna þess að ekkert hefur heyrst frá unglingunum í fimm daga. Þrátt fyrir þetta verður engin lögregla send á staðinn, þar sem skólinn er á svokölluðu hættu- svæði og hvorki lögreglustöðvar né herstöðvar þar í grennd. ■ VEÐRIÐ Í DAG SLEGIÐ Á LÉTTA STRENGI Enda þótt grunnt hafi verið á því góða á milli ríkisstjórna Þýskalands og Bandaríkjanna eftir Íraksstríðið fór vel á með þeim Schröder og Bush í Washington í gær. SPÁNARSNIGILL Þessi spánarsnigill fannst í Ártúnsholti í byrjun september 2004. Annar fannst í Vesturbænum árið áður. Ska›ræ›isd‡r kann a› hafa numi› land Full ástæ›a er til a› óttast a› spánarsnigillinn illræmdi hafi flegar numi› land hér. Hann er mjög stór, étur allt sem fyrir ver›ur og skilur eftir svi›na jör›. Tveir sniglar hafa fundist hér, annar í Vesturbænum en hinn í Ártúnsholti. NEPALSKIR HERMENN Stjórnvöld ætla hvorki að senda lögreglu né hermenn þrátt fyrir að menntaskólanema hafi verið saknað í fimm daga. BANDARÍKIN RAÐMORÐINGI JÁTAR GLÆPI Réttarhöld standa nú yfir í Wichita, Kansas, yfir Dennis Rader. Hann viðurkenndi fyrir dómi í gær að hafa myrt tíu manns á árunum 1974-91 í kyn- ferðislegum tilgangi. Rader er betur þekktur sem BTK – Bind- Torture-Kill (binda-pynta-drepa) – en með þeirri skammstöfun undirritaði hann bréf til fjölmiðla þar sem ódæðunum var lýst.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.