Fréttablaðið - 28.06.2005, Síða 8
1Hvað heitir formaður Skógræktar-félags Íslands?
2Hverjir fengu rauða spjaldið í leikFylkis og FH á Íslandsmóti karla í
fótbolta?
3Hversu mikið safnaðist í Neyðarhjálpúr norðri?
SVÖRIN ERU Á BLS. 30
VEISTU SVARIÐ?
8 28. júní 2005 ÞRIÐJUDAGUR
Í mál við ríkið vegna nýrra laga um fasteignasölur:
Málssókn undirbúin af krafti
DÓMSMÁL Unnið er hörðum hönd-
um að því að undirbúa málssókn
nokkurra manna, sem eiga og
reka fasteignasölur, á hendur rík-
inu, að sögn Halldórs Backmans
héraðsdómslögmanns. Stefnt er
að því að málið verði tekið fyrir í
héraðsdómi í september.
Umræddir einstaklingar
telja, að í nýjum lögum um fast-
eignasölur felist brot á ákvæð-
um stjórnarskrárinnar um
eignarétt og atvinnufrelsi. Með
gildistöku laganna er gert skylt
að þeir sem eiga og reka fast-
eignasölur verði að afla sér lög-
gildingarréttinda. Eins og komið
hefur fram í Fréttablaðinu upp-
fylla ekki allir þau skilyrði sem
þarf til að sækja löggildingar-
nám en þar er meðal annars
krafist stúdentsprófs.
Þá kveða nýju lögin á um að sé
fasteignasala stunduð í nafni fé-
lags skuli fasteignasalinn eiga
meirihluta í því. Halldór segir
þetta þýða, að eigendur sem séu
án löggildingar verði að selja fyr-
irtæki sín. Sú sala geti ekki farið
fram nema innan þröngs hóps og
með þessu sé verið að gera um-
ræddar fasteignasölur nánast
verðlausar. Um sé að ræða hreina
eignaupptöku að mati umbjóð-
enda sinna.
-jss
Hrun Framsóknarflokks í
nor›urkjördæmunum
Framsóknarflokkurinn tapar meira en tuttugu prósentustiga fylgi í nor›austurkjördæmi samkvæmt
könnun. Flokkurinn fékk besta kosningu í flessu kjördæmi í sí›ustu kosningum og fjóra flingmenn.
STJÓRNMÁL Framsóknar-
flokkurinn tapar rúmlega
tuttugu prósenta fylgi í
norðausturkjördæmi sam-
kvæmt könnun Gallup frá
því í byrjun mánaðarins.
Flokkurinn mælist nú með
12,3 prósenta fylgi en í síð-
ustu alþingiskosningum
hlaut hann 32,8 prósent.
Hefur hann því tapað 20,5
prósentustiga fylgi í kjör-
dæminu frá því í kosning-
unum ef marka má könnun
Gallup.
Samfylking mælist með
mest fylgi í kjördæminu
eða 31 prósent og eykur
fylgi sitt úr 23,5 prósent-
um, Sjálfstæðisflokkur
fengi 29 prósent en hlaut
23,5 prósent í kosningum,
Vinstri-grænir fengju 23,7
prósent og fengu 14,1 pró-
sent í kosningum og Frjálslyndir
mælast með 3,4 prósent en höfðu
5,6 prósent í síðustu kosningum.
Alls tóku 144 afstöðu í norð-
austurkjördæmi en könnunin var
hluti af þjóðarpúlsi Gallup og
mældi afstöðu til stjórnmála-
flokka á landsvísu í síðasta mán-
uði. Vera má að lítið úrtak í hverju
kjördæmi endurspegli ekki nægj-
anlega vel afstöðu til stjórnmála-
flokkanna í hverju kjördæmi fyr-
ir sig. Í könnun Gallup mældist
fylgi Framsóknarflokksins í sögu-
legu lágmarki en flokkurinn tapar
mestu fylgi í norðaust-
urkjördæmi þegar litið
er til allra kjördæma.
Í norðvesturkjör-
dæmi bæta Vinstri-
grænir og Samfylkingin
við sig verulegu fylgi.
Vinstri-grænir fá sam-
kvæmt könnuninni 16,1
prósent en fengu 10,6
prósent í kosningu og
Samfylking fengi 32,4
prósent en hlaut 23,2
prósent í alþingiskosn-
ingum. Framsóknar-
flokkurinn mælist með
11,9 prósent en hafði
21,7 prósent í kosning-
um og Frjálslyndi flokk-
urinn mælist með 10,6
prósent fylgi en fékk
14,2 prósent í síðustu
kosningum.
Alls tóku 103 einstak-
lingar afstöðu í norðvesturkjör-
dæmi. Úrtakið í könnun Gallup
var 2.344 manns fyrir landið allt
og svarhlutfall 61 prósent.
hjalmar@frettabladid.is
Þensla í Noregi:
Húsnæ›isver›
fer hækkandi
NOREGUR Talsverð þensla hefur ver-
ið á norskum fasteignamarkaði
undanfarin misseri. Íbúðaverð
hækkaði að jafnaði um 4,1 prósent á
milli fyrsta og annars ársfjórðung
þessa árs en hefur síðan 1993
hækkað um 103,7 prósent. Á sama
tíma hefur vísitala neysluverðs ein-
ungis hækkað um fjórðung. Lágir
vextir og traustur efnahagur eru
sagðar orsakir verðhækkananna.
Terje Hansen hagfræði-
prófessor sagði í viðtali við Aften-
posten að til þess að slá á þensl-
una mætti afnema vaxtabætur,
því þá myndi spurn eftir lánsfé
dragast saman. Ólíklegt er þó að
pólitísk samstaða náist um það. ■
SADDAM HUSSEIN Hefur verið í fangelsi
síðan 2003 en var þá búinn að skrifa
skáldsögu sem nú á að gefa út.
Skáldsaga Saddams:
Bönnu› í
Jórdaníu
JÓRDANÍA Jórdanir hafa bannað út-
gáfu á nýrri skáldsögu eftir
Saddam Hussein. Yfirvöld óttast
að bókin, sem fjallar um araba
sem vinnur sigur yfir erlendum
aðkomumanni, gæti haft skaðleg
áhrif á samskipti Jórdaníu við
nýja valdhafa í Írak.
Búið er að prenta tíu þúsund
eintök af bókinni, sem bíður nú
dreifingar í öðrum löndum arab-
íska heimsins. Dóttir Saddams,
búsett í Jórdaníu, stendur fyrir
útgáfunni, en bókin hafði beðið
útgáfu í upplýsingamálaráðu-
neyti Husseins þegar innrásin
var gerð í Írak fyrir tveimur
árum. ■
GAY PRIDE Mikið verður eflaust um dýrðir
þegar Gay Pride-gangan verður farin í Jer-
úsalem, þvert á vilja margra borgara.
Gay Pride í Jerúsalem:
Samkynhneig›-
ir fá a› ganga
ÍSRAEL, AP Gay Pride-gangan verð-
ur farin í Jerúsalem þrátt fyrir að
borgarstjórinn þar hafi bannað
hana.
Þetta er niðurstaða ísraelsks
dómstóls sem að auki dæmdi
borgarstjórann til þess að greiða
skipuleggjendum hátíðarinnar
andvirði tæpra fimmtíu þúsund
íslenskra króna í sekt úr eigin
vasa.
Hommar og lesbíur hafa deilt
við strangtrúaða gyðinga og
múslima, sem vilja ekki sjá Gay
Pride í þessari helgu borg. Óhætt
er að fullyrða að samstaða náist
ekki á hverjum degi milli þessara
tveggja hópa. ■
Reykjagarður hf. · Fossháls 1 · 110 Reykjavík · Sími 575 6440 · 110 Reykjavík · Bréfasímar: 575 6490 · www.holta.is
Reykjagarður hf
www.holta.is
Upplýsingar um vöruúrval
Reykjagarðs og uppskriftir
er að finna á heimasíðu
fyrirtækisins www.holta.is
FASTEIGNAVIÐSKIPTI Ný lög um fasteigna-
sölur setja þrengri skorður um skilyrði sem
menn verða að uppfylla til að mega ann-
ast fasteignaviðskipti.
!"# $% !"#
&