Fréttablaðið - 28.06.2005, Page 20
Trúlofunarhringir hafa verið
auglýstir til sölu ofan við
skúrdyr í Kleppsholtinu í ára-
tugi. Þegar þeim dyrum er
lokið upp kemur í ljós lítið og
heimilislegt verkstæði með
öllum græjum og gróskumik-
illi blómarækt í glugga.
Eyjólfur situr við vinnuborðið á
verkstæðinu við Hjallaveg 25 og
býr sig undir að bræða saman
málma. Blandan verður 14 karöt.
Það er algengasti styrkleikinn og
nú eiga að standa tölustafirnir 585 á
smíðinni í stað 14 áður. Það er sam-
kvæmt Evrópustaðli. Austurlenskir
vilja þó heldur 18 karata hringi, að
sögn Eyjólfs.
„Það er bæði hægara og fljót-
legra að smíða úr 18 karata gulli því
það er miklu mýkra. En hringirnir
verða dýrari og er hættara við að
spænast upp,“ segir hann.
Eyjólfur tekur að sér verk fyrir
einstaklinga, meðal annars smíði
trúlofunar- og giftingarhringja, en
er ekki með vörur sínar í verslun-
um. Yfirleitt er tveggja daga af-
greiðslufrestur á hringjum. Þegar
hann er spurður hvort það sé ekki
sérstök tilfinning að handfjatla
stöðugt dýra góðmálma og eðal-
steina svarar hann: „Jú, það er auð-
vitað gaman en ég vildi samt alveg
skipta um vinnu á tíu ára fresti.
Maður verður samdauna því sem
maður er að gera og kann ekkert
annað.“ Ekki kveðst hann hafa safn-
að auði með gullsmíðinni enda gæti
hann þess að bjóða sanngjarnt verð.
Hann hefur verið með verkstæðið
við Hjallaveginn frá því 1981 og
stundum hefur verið ös. „Það hafa
komið sex pör á dag og ég hef þurft
að smíða nánast jafnóðum. Samt er
þetta nú ekki alveg eins og í fisk-
búð!“ bætir hann við hlæjandi.
Skipulagning
Samkvæmt bandarískum rannsóknum skipulegga þrjátíu prósent
brúða brúðkaupin sín í sjö til tólf mánuði.[ ]
Bónorð borið upp í Kairó og
brúðkaupið í stofunni heima
Séra Pálmi Matthíasson gaf Ragnar og Angelu saman í stofunni heima hjá foreldrum Ragnars.
Ragnar Páll Ólafsson og Ang-
ela Jeanine Mumm gengu í
það heilaga í vetur. Þau
ákváðu að hafa athöfnina lát-
lausa og giftu sig í stofunni
heima hjá foreldrum brúð-
gumans.
Ragnar Páll Ólafsson, dagskrár-
gerðarmaður á Rás tvö, kynntist
konu sinni Angelu Jeanine Mumm
fyrir tæpum tveimur árum síðan.
Þau urðu fljótt ástfangin og giftu
sig 19. mars síðastliðinn. „Við náð-
um strax rosalega vel saman og
okkur fannst sjálfsagt að taka þetta
skref. Við elskum hvort annað og
viljum eyða ævinni saman og stofna
fjölskyldu,“ segir Ragnar, sem
þessa dagana er einn í kotinu því
Angela er í framhaldsnámi í tann-
lækningum í Bandaríkjunum. Að-
skilnaðurinn verður þó ekki langur
því Ragnar flytur til Bandaríkjanna
á næstunni.
Þar sem fjölskylda Angelu átti
ekki heimangengt fannst skötu-
hjúunum kirkjubrúðkaup ekki
ganga upp og voru um tíma að
hugsa um að fara til sýslumanns. Að
lokum ákváðu þau að halda brúð-
kaupið heima í stofu og sjá svo
sannarlega ekki eftir því. „Við feng-
um séra Pálma Matthíasson til þess
að koma heim í hús foreldra minna
og athöfnin fór fram þar,“ segir
Ragnar. „Húsið er stórt og við
breyttum stofunni í litla kapellu.
Röðuðum upp stólum og kveiktum á
kertum. Þetta var ofboðslega falleg
athöfn þótt allt væri smátt í sniðum.
Tæplega fjörutíu gestir mættu í
veisluna. „Þetta heppnaðist allt
mjög vel og fólk skemmti sér kon-
unglega. Þegar athöfninni var lokið
röðuðum við upp langborðum í stof-
unni og svo var setið til borðs og
borðaður dýrindis matur frá Kokk-
unum. Við fengum líka Ragga
Bjarna og Þorgeir Ástvalds til þess
að taka nokkur lög. Það vakti gríð-
arlega lukku og stemningin var frá-
bær,“ segir Ragnar og þvertekur
fyrir það að veislur þurfi að vera
stórar og fjölmennar til að vera
skemmtilegar. „Þetta var bara of-
boðslega falleg og rómantísk veisla.
Við kveiktum á óteljandi kertum og
þegar kvöldaði og fór að dimma
skapaðist notaleg stemning í stof-
unni. Brúðardansinn var á sínum
stað og gestirnir dönsuðu dálítið í
stofunni.“
Þar sem hjónin verða á faralds-
fæti milli Íslands og Bandaríkjanna
er ekki stefnt á brúðkaupsferð.
„Eiginlega fórum við í brúðkaups-
ferðina áður en við giftum okkur. Í
desember í fyrra fórum við Egypta-
lands og þar bað ég hennar form-
lega þótt brúðkaupið væri löngu
ákveðið,“ segir Ragnar, en bónorðið
bar hann upp í fallegu musteri í
Kairó. thorgunnur@frettabladid.is
Samkvæmt gamalli trú á brúðurin á
að skera fyrstu sneiðina á brúðkaup-
stertunni því annars á hún í vændum
barnlaust hjónaband. Enn betra þykir
ef brúðguminn leggur hönd sína yfir
hennar þegar hún sker tertusneiðina.
Brúðkaupsgestir fylgjast jafnan
grannt með þessari athöfn. Þá er ráð
að hafa tertuna nægilega stóra eða
nægilega margar tertur því löngum
verið talið ills viti ef brúðkaupsgest-
irnir fá ekki allir bita af tertunni.
Eyjólfur notar sjöfalt stækkunargler við fínustu vinnuna.
Úti á stéttinni er nokkurs konar brúðar-
bekkur og að sögn Eyjólfs kemur fyrir að
fólk tyllir sér á hann og trúlofar sig.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
MBýr til trúlofunarhringi
innan um blómin
Allir verða að fá bita af
brúðartertunni
ÞAÐ ER GAMALL OG GÓÐUR SIÐUR
AÐ BJÓÐA UPP Á TERTU MEÐ
KAFFINU.
Stólum var raðað upp í stofunni og henni breytt í eins konar kapellu. Eftir athöfnina var
slegið upp langborðum í stofunni og bornar fram gómsætar kræsingar.
Það er gamall siður að brúðgumi
færi brúði sinni morgungjöf þegar
hjónin vakna eftir brúðkaupsnótt-
ina. Morgungjöfin var upprunalega
gjöf brúðgumans til brúðarinnar en
ekki tíðkaðist að brúðurin gæfi
bónda sínum slíka gjöf. Þar sem
gjöfin er oftast kölluð morgungjöf
er líklegt að hún hafi upprunalega
verið afhent morguninn eftir brúð-
kaupsnóttina og ýmsir telja að gjöf-
in hafi þá verið eins konar borgun
fyrir meydóm brúðarinnar.
Fyrr á öldum var algengt að kon-
ur fengju allt frá litlu fingurgulli
upp í heilt höfuðból í morgungjöf og
ekki var óalgengt að samið væri
skriflega um gjöfina í kaupmálan-
um. Frá síðustu öld eru til dæmi um
að konur hafi fengið hest, kind,
armband, hring eða borðbúnað í
morgungjöf en á síðari árum er al-
gengast að um skartgripi sé að
ræða.
Þótt uppruni siðarins sé ef til vill
ekki í samræmi við hjónabandshug-
myndir nútímamanna er morgun-
gjöf fallegur siður sem sjálfsagt er
að halda við. Á tímum jafnréttis
hefur líka færst í aukana að brúður-
in gefi brúðgumanum gjöf enda fátt
rómantískara en að skiptast á gjöf-
um morguninn eftir brúðkaupið.
Heimild: Árni Björnsson, Merk-
isdagar á mannsævinni.
Nú til dags er algengast að skartgripir séu
gefnir í morgungjafir.
M
YN
D
/G
ET
TY
Fallegur siður að morgni
Það er hefð fyrir því að eiginmaður færi eiginkonu sinni gjöf
morguninn eftir brúðkaupið.