Fréttablaðið - 28.06.2005, Page 26
Dýr mistök
Það er kunnara en frá þurfi að segja að einföld
fljótfærnismistök eru misafdrifarík. Þau voru nokk-
uð afdrifarík mistökin sem taivanskur verðbréfa-
miðlari gerði og hálffimmfréttir KB banka greindu
frá. Hann settir inn fyrir slysni kauppöntun upp á
fimmtán milljarða króna. Félagið sem hann starfar
hjá, Fubon Securities, sendi frá sér tilkynningu þar
sem kom fram að verðbréfamiðlarinn hefði verið
nýr og ekki þekkt kerfin sem félagið notar. Hann
hafi ætlað að setja inn öllu hóflegri pöntun, en
ruglast á reitum í stressi með þessum afleiðingum.
Kauptilboðið hleypti talsverðu lífi í hlutabréfamark-
aðinn í Taívan og hækkaði vísitalan um eitt prósent
vegna þessa. Upphæðin hefði sennilega hleypt
enn meira lífi í markaðinn hér, því eins og KB
banki greinir frá hefði upphæðin dugað til að
kaupa Marel eins og það leggur sig. Fram kom í til-
kynningu að verðbréfamiðlarinn væri ekki lengur
við störf hjá verðbréfafyrirtækinu.
Tískubanki Mosaic
Mistök urðu einnig í tilkynningakerfi Kauphallar
Íslands í gær. Þau voru reyndar smávægileg og
afleiðingarnar engar. Mosaic
Fashions lét vita af kynning-
arfundi þar sem uppgjör
fyrsta ársfjórðungs verður
kynnt. „Stewart Binnie
stjórnarformaður og Ric-
hard Glanville fjármálastjóri
Mosaic Fashions hf. munu
kynna afkomu bankans og
svara spurningum,“ sagði í
tilkynningunni, en
Mosaic er náttúrlega
ekki banki heldur
tískukeðja. Önnur til-
kynning birtist skömmu
síðar þar sem þessari
missögn hafði verið
kippt í liðinn.
MESTA HÆKKUN
ICEX-15 4.126
KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ]
Fjöldi viðskipta: 196
Velta: 2.177 milljónir
+0,30%
MESTA LÆKKUN
MARKAÐSFRÉTTIR...
Kynningarfundur á vegum
Mosaic Fashions verður haldinn
á Grand Hótel í dag þar sem af-
koman á fyrsta ársfjórðungi verð-
ur kynnt.
Greiningardeild Landsbankans
hefur gefið út nýtt verðmat á
hlutabréfum í Actavis. Sam-
kvæmt matinu ættu bréfin að
kosta á bilinu 36,2 til 41 krónu.
Væntingavísitala atvinnulífsins í
Þýskalandi hækkaði í júní eftir að
hafa lækkað fimm mánuði þar á
undan. Frá þessu sagði í Hálf
fimm fréttum KB banka.
Hlutabréf í Lundúnum lækk-
uðu í gær. FTSE vísitalan stendur í
5.044 stigum og lækkaði um 0,70
prósent í gær. Í Þýskalandi lækk-
aði Dax um 0,93 prósent og í
Japan lækkaði Nikkei vísitalan
um 1,06 prósent.
18 28. júní 2005 ÞRIÐJUDAGUR
Peningaskápurinn…
Actavis 40,90 +1,24% ... Atorka 5,85
-0,85% ... Bakkavör 38,90 +0,26% ... Burðarás 15,30 +1,32% ... FL
Group 15,50 +0,65% ... Flaga 3,90 -2,26% ... Íslandsbanki 13,35 – ... KB
banki 532,00 +0,19% ... Kögun 59,60 – ... Landsbankinn 17,20 +0,58%
... Marel 58,00 -0,85% ... Og fjarskipti 4,05 – ... Samherji 12,10 – ...
Straumur 12,30 – ... Össur 79,50 -
Burðarás 1,32%
Actavis 1,24%
Mosaic 1,04%
Flaga -2,26%
Atlantic Petroleum -1,64%
Atorka -0,85%
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU:
Umsjón: nánar á visir.is
Hlutabréf lækka í verði í
kjölfarið.
Olíuverð hefur náð nýjum hæðum
og náði verðið hátt í 61 Banda-
ríkjadal á tunnu í gær. Hækkan-
irnir koma í kjölfar meiri óróleika
við Persaflóa og væntinga um
minna framboð á olíu. Forseti
Írans hefur sagt að hann hyggist
halda á lofti kjarnorkuáætlun
landsins.
Hækkandi olíuverð hægir á
hagvexti og hlutabréfaverð í
heiminum lækkar. Hlutabréf
lækka í verði vegna þess að vænt-
ingar um afkomu fyrirtækja
versna. Hlutabréfavísitölur í
Bandaríkjunum hafa lækkað tvo
daga í röð og er það helst rakið til
óvissu um vaxtabreytingar og
hækkana á olíuverði.
Olíuverð hefur hækkað um 12
prósent á síðustu tveimur vikum og
um 40 prósent frá því janúar. -dh
Hæsta ver› olíu
Sumar
SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580
Tjaldaland er við
hliðina á Glæsibæ
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
TI
2
87
71
06
/2
00
5
30 uppsett tjöld til sýnis!
Valencia Plus 5 manna
Fjölskyldu- kúlutjald með stóru og rúmgóðu
fortjaldi (1,9 m lofthæð).
Sumartilboð 19.990 kr.
Verð áður 24.990 kr.
Queensland 6 manna
Fjölskyldu- braggatjald sem opnast á tvo vegu.
Stórt fortjald með dúk (2 m lofthæð).
Sumartilboð 34.990 kr.
Verð áður 39.990 kr.
Út fyrir sitt hlutverk
Stjórn SPH telur að FME gangi of langt með dreifibréfi til stofnfjáreigenda. Þar er óskað eftir svör-
um um hvort stofnfjáreigendur hafi átt viðskipti með stofnfé. Stjórnin vill ræða beint við FME.
Stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar
ætlar að senda Fjármálaeftirlit-
inu (FME) svör vegna bréfs sem
það sendi öllum stofnfjáreigend-
um á föstudaginn þar sem meðal
annars er óskað eftir svörum frá
stofnfjáreigendum um hvort þeir
hafi átt viðskipti með stofnfé.
Þetta kemur fram í bréfi sem
stjórnin sendi öllum stofnfjáreig-
endum á sunnudaginn. Lögmaður
stjórnarinnar gekk á fund FME í
gærmorgun.
Stjórnin telur að FME hefði átt
að ræða beint við hana í stað þess
að senda bréf til allra stofnfjár-
eigenda. Hún bendir á að framsal
með stofnfjárbréf í SPH verði að
fara í gegnum stjórnina og hygg-
ist aðili eignast virkan eignarhlut
í fjármálafyrirtæki skuli leita eft-
ir samþykki FME fyrir fram.
Jafnframt segir í bréfinu að
stjórnin skuli vísa öllum málum
til FME þegar einhver óskar eftir
því að eignast virkan eignarhlut í
sparisjóði.
Stjórn SPH telur að FME sé
komið út fyrir þær valdheimildir
sem stofnunin hafi lögum sam-
kvæmt, sem opinber eftirlitsaðili,
þar sem hún hafi aðeins heimildir
gagnvart fjármálafyrirtækjum en
ekki einstaklingum.
Páll Pálsson, stjórnarformaður
SPH, finnst þessi vinnubrögð
FME mjög sérstök og telur að
stofnunin fari langt út fyrir vald-
svið sitt með bréfinu. Stjórn SPH
er sá aðili sem FME á að ræða við,
enda kosinn af meirihluta stjórn-
fjáreigenda og fer með umboð
þeirra.
- eþa
PÁLL PÁLSSON, STJÓRNARFORMAÐ-
UR SPH Telur að FME gangi allt of langt
með dreifibréfi sínu til stofnfjáreigenda.
Eftirlitið ætti að ræða beint við stjórnina
sem hefur umboð frá eigendunum.
OLÍUVERÐ Í NÝJUM HÆÐUM
Óróleiki við Persaflóa í kjölfar
kjörs nýs forseta í Íran.