Fréttablaðið - 28.06.2005, Page 28

Fréttablaðið - 28.06.2005, Page 28
„Ég er eins og hundur af sundi dreginn,“ sagði Eggert Skúlason þegar hann kom í Hveragerði í gær eftir að hafa hjólað yfir Hell- isheiði með Bjarna Ármannssyni forstjóra Íslandsbanka. Bjarni tók við af Eiði Smára Guðjohnsen við Litlu Kaffistofuna en sá fór af stað með Eggerti í gærmorgun þegar hann lagði af stað í fimmtán daga hjólaferð sína um landið til styrktar Hjartaheillum. „Eiður Smári var svo sprækur að hann skokkaði aftur í bæinn,“ segir Eggert hlæjandi og finnst ferðin ganga æðislega þrátt fyrir rigninguna. Við Litlu Kaffistofuna var lítil athöfn þar sem Bjarni afhenti Hjartaheill fimm hundruð þúsund krónur auk þess sem hann afhenti tólf ára dreng, Birki Árnasyni, treyju Eiðs Smára sem bankinn keypti á uppboði fyrr í vetur. Birkir fæddist með hjartagalla og er mikill aðdáandi Eiðs Smára. „Fyrst sá hann Eið Smára og varð uppnuminn, síðan gaf Eiður sig á tal við hann og rétti honum treyj- una,“ greinir Eggert frá og segir að æðislegt hafi verið að fylgjast með drengnum. „Það ljómaði þarna lítið fallegt barnsandlit löngu eftir að við fórum,“ segir Eggert en ekkert nema eldgos eða fárviðri geta komið í veg fyrir för hans að eigin sögn. Ástæðan fyrir ferð Eggerts nú er að hann fékk sjálfur hjartaáfall fyrir fjórum árum og er starfandi varaformaður samtakanna. Þá segir hann að það þýði ekkert nú á dögum að hringja í fyrirtæki og biðja um styrki, það verði að gera eitthvað sem standi út úr. „Svo er ég bara ekki nógu vel gefinn,“ segir Eggert hlæjandi en hefur þó mjög gaman að þessu öllu saman og leikur við hvern sinn fingur. ■ 20 28. júní 2005 ÞRIÐJUDAGUR MORTIMER ADLER (1902-2001) lést þennan dag. EGGERT SKÚLASON HJÓLAR HRINGINN FYRIR HJARTAHEILL: Eiður Smári hljóp til baka „Tilgangur náms er vöxtur og hugur okkar, ólíkt líkömum okkar, getur vaxið eins lengi og við lifum.“ Mortimer Adler var bandarískur heimspekingur og rithöfundur. Hann reyndi að miðla heimspeki til fjöldans. timamot@frettabladid.is FAÐMAR HETJUNA Birkir Árnason, sem fékk gefins treyju Eiðs Smára, faðmar hetjuna sína í kveðju- og þakkarskyni. MERKISATBURÐIR 1541 Siðaskiptin hefjast formlega hér- lendis þegar klerkar Skálholts- biskupsdæmis samþykkja nýja kirkjuskipun. 1940 Bretar viðurkenna Charles de Gaulle hershöfðingja sem leið- toga frjáls Frakklands. 1947 Landbúnaðarsýning er opnuð í Reykjavík. Hún stendur í tvær vikur og tæplega helmingur þjóðarinnar kemur að sjá hana. 1948 Sovétríkin reka Júgóslavíu úr COMINFORM sem stofnuð var árið áður til að samræma kommúnistahreyfingar í ýmsum löndum. 1959 Hundrað ára kona neytir kosn- ingaréttar í Alþingiskosningum og kemur gangandi á kjörstað. 2001 Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull er formlega opnaður. Tilkynningar um merkisatbur›i, stórafmæli, andlát og jar›arfarir í smáletursdálkinn hér a› ofan má senda á netfangi› timamot@frettabladid.is. Augl‡singar á a› senda á auglysingar@frettabladid.is e›a hringja í síma 550 5000. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Jórunn Axelsdóttir Tunguseli 1, Reykjavík, verður jarðsungin frá Seljakirkju þann 29. júní kl. 15.00. Jóhanna Gréta Guðmundsdóttir Atli Sverrisson Karen Guðmundsdóttir Auðunn Örn Jónsson Hafdís Guðmundsdóttir Þorsteinn Kjartansson Bryndís Halla Guðmundsdóttir Óðinn Guðbrandsson Guðlaugur Guðmundsson Anna Þórdís Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, Rakel Sæmundsdóttir Hárgreiðslumeistari, Stangarholti 28, Reykjavík, lést á heimili sínu að morgni 24. júní. Jarðarförin verður auglýst síðar. Óskar Hallgrímsson, Jóhann Gunnar Óskarsson Sigríður Ásmundsdóttir Kristín Ósk Óskarsdóttir Sævar Fr. Sveinsson Óskar Sveinsson Rakel Sveinsdóttir systkini, ömmu- og langömmubörn Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma Bergþóra G. Jónsdóttir Hjálmholti 9, Reykjavík, lést á Landspítala Fossvogi laugardaginn 25. júní. Útförin verður auglýst síðar. Hrafnkell Björnsson Dagbjört Aðalsteinsdóttir Aðalsteinn Hrafnkelsson Kristín María Guðjónsdóttir Björn Hrafnkelsson Viðar Hrafnkelsson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Konráð Gíslason, frá Frostastöðum, Furulundi 4, Varmahlíð, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 24. júní síðastliðinn. Helga Bjarnadóttir, börn, tengdabörn og afabörn. Elsku pabbi okkar, tengdafaðir og yndislegur afi, Víkingur Þór Björnsson fyrrverandi eldvarnareftirlitsmaður, Munkaþverárstræti 2, Akureyri, sem lést á heimili sínu, þriðjudaginn 21. júní síðastliðinn verður jarð-sung- inn frá Akureyrarkirkju, miðvikudaginn 29. júní kl. 13.30. Þeir sem vildu minnast hans bendum við með þakklæti á Heimahlynningu á Akureyri. Kristján Þór Víkingsson Guðrún Óðinsdóttir Björn Víkingsson Þórunn Árnadóttir Guðrún Björg Víkingsdóttir Pálmi Þór Stefánsson Þóra Víkingsdóttir Snorri Snorrason Finnur Víkingsson Steinunn Ragnarsdóttir og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Ólína Jörundsdóttir Eikjuvogi 17, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum Fossvogi mánudaginn 20. júní verður jarð- sungin frá Grafarvogskirkju í dag, þriðjudaginn 28. júní kl. 15. Svavar Kristjónsson Guðný Svavarsdóttir Sveinn Óttar Gunnarsson Jörundur Svavarsson Sif Matthíasdóttir Erla Kristín Svavarsdóttir Smári Ragnarsson Lilja Steinunn Svavarsdóttir Bjarni Jónsson Auður Ólína Svavarsdóttir og barnabörn. ÓÞREYTTUR Hjólatúrinn upp að Litlu Kaffistofu var hressandi og ákvað Eiður Smári að afþakka far í bæinn og skokkaði leiðina á tveimur jafnfljótum. RÆÐA MÁLIN Eggert Skúlason og Bjarni Ármannsson styrktu sig með bananabita áður en þeir lögðu yfir Hellisheiði. HJÓLAKEMPUR Eiður Smári, verndari Hjartaheilla, hjólaði með Eggerti Skúlasyni fyrsta spölinn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.