Fréttablaðið - 28.06.2005, Side 29

Fréttablaðið - 28.06.2005, Side 29
ÞRIÐJUDAGUR 28. júní 2005 21 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI ANDLÁT Halldór Sturla Friðriksson stórkaup- maður, Haðalandi 20, lést á heimili sínu föstudaginn 24. júní. Nanna Unnur Bjarnadóttir fyrrum hús- freyja Brekku í Lóni, andaðist á hjúkrun- arheimilinu Höfn föstudaginn 24. júní. Alda Jóhanna Stangeland lést á heimili sínu að morgni 25. júní. JAR‹ARFARIR 13.00 Guðmundur Ottesen Gunnars- son, Skólabraut 5, Seltjarnarnesi, verður jarðsunginn frá Seltjarnar- neskirkju. 13.00 Páll Marel Jónsson, Lækjarsmára 4, verður jarðsunginn frá Digra- neskirkju. 15.00 Ólína Jörundsdóttir, Eikjuvogi 17, Reykjavík, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju. 15.00 Guðrún Ingibjörg Jónsdóttir frá Ytri-Veðrará verður jarðsungin frá Dómkirkjunni. 15.00 Pála Elínborg Michelsen verður jarðsungin frá Fossvogskirkju. AFMÆLI Ragnhildur Stefánsdóttir myndlistakona er 47 ára. Vanda Sigurgeirsdóttir fyrrverandi knattspyrnuþjálf- ari er fertug. Rósa Erlingsdóttir jafnréttisfulltrúi Háskóla Íslands er 35 ára. FÆDDUST fiENNAN DAG 1712 Jean Jaques Rousseau 1847 Sveinbjörn Sveinbjörnsson tónskáld 1902 John Dillinger bankarækningi 1926 Mel Brooks leikari 1948 Kathy Bates leikkona Þennan dag árið 1914 var Ferdinand erkihertogi og erfingi að tveggja ríkja sambandinu Austurríki- Ungverjaland skotinn til bana í Sarajevo í Bosníu. Þessi atburður er af mörg- um talinn kveikjan að fyrri heimsstyrjöldinni. Erkihertoginn og eigin- kona hans Sofie voru á ferð um Sarajevo til þess að skoða heri frænda Ferdinands, keisarans Franz Josef. Hjónin voru á ferð í opnum bíl þegar serbneskur þjóðernis- sinni varpaði sprengju að honum. Ferdin- and náði að kasta sprengjunni á götuna en þó nokkrir urðu sárir af. Síðar sama dag voru erkihertoginn og kona hans aft- ur á ferð um götur Sarajevo þegar bílstjórinn tók ranga beygju. Þegar bíllinn hægði ferðina til þess að breyta um stefnu skaut annar serbneskur þjóðernissinni, Gavrilo Princip, að bílnum með þeim afleiðingum að bæði Ferdinand og Sofie létu lífið. Austurríki-Ungverjaland sakaði serbnesk yfirvöld um ódæðið. 28. júlí, með stuðn- ingi Þjóðverja, lýsti Austurríki-Ungverja- land yfir stríði á hendur Serbum. Innan nokkurra vikna höfðu Rússland, Belgía, Frakkland, Bretland og Serbía risið upp gegn Austurríki-Ungverjalandi og Þýska- landi og fyrri heimsstyrjöldin hófst. 28. JÚNÍ 1914 ÞETTA GERÐIST Ferdinand skotinn til bana

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.