Fréttablaðið - 28.06.2005, Side 30

Fréttablaðið - 28.06.2005, Side 30
28. júní 2005 ÞRIÐJUDAGUR Lið Fylkis í Landsbankadeild karlavarð fyrir áfalli í gær þegar í ljós kom að Finnur Kolbeinsson verður frá keppni næstu 4-5 vikurnar vegna meiðsla í liðþófa. Þá á Hrafnkell Helgason við smávægileg meiðsli að stríða í nára og mun verða frá næstu tvær vikurnar. Umboðsmaður Frank Lampardsegir að skjólstæðingur sinn hafi engan áhuga á að ganga til liðs við Real Madrid, en greint var frá því um helgina að Chelsea hefði hafn- að tilboði frá spænska stórveldinu sem hljóðaði upp á 20 milljónir punda auk enska sóknarmannsins Micheal Owen og Argentínumanns- ins Santiago Solari. „Frank er mjög stoltur yfir því að vera orðaður við lið á borð við Real en hann hefur í hyggju að vinna fleiri titla með Chel- sea á næstu árum og ekkert getur breytt þeim áætlunum hans,“ segir umboðsmaðurinn. Sóknarmaðurinn Magnús MárLúðvíksson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Þrótt í Reykjavík og fær að öllum líkindum leikheimild með liðinu síðar í dag. Rúmlega 19 ára gamall bandarísk-ur hlaupari, Kerron Clement, náði um helgina besta tíma sem náðst hefur í 400 metra grinda- hlaupi í 7 ár þegar hann kom í mark á 47,24 sekúndum. Tímanum náði Clement á bandaríska meistaramót- inu sem haldið var í Carson í Kali- forníu. Tero Pitkamaki, spjótkastari fráFinnlandi, náði á sunnudag lengsta kasti sem náðst hefur í þrjú ár. Pitkamaki kastaði spjótinu 91,53 metra á móti í Kuartane í heima- landi sínu og sigraði með miklum yfirburðum. Annar varð ólympíu- meistarinn frá Noregi, Andreas Thorkildsen, en hann kastaði spjót- inu 86,82 metra. ÚR SPORTINU > Við fordæmum ... ... hvernig Tryggvi Bjarnason, varnarmaður KR-inga, hagaði sér í leiknum gegn Val í gær. Hefðu einföldustu knattspyrnureglur verið hafðar til hliðsjónar hefði Tryggvi átt að fá beint rautt spjald í tvígang í fyrri hálfleik fyrir gróf brót sem eiga aldrei að sjást á fótboltavellinum. Tryggvi átti fyllilega skilið að fá rautt spjald í leiknum í gær. Heyrst hefur ... ... að það muni taka Bjarka Gunnlaugsson allt að þrjár vikur að jafna sig af meiðslunum sem hann hlaut í fyrri hálf- leiknum gegn Val í gær, en Bjarki er tognaður aftan í læri. Bjarki hafði verið vítamínsprautan á bak við bætta spilamennsku KR á síðustu vikum en með brotthvarfi hans er spurning hvort KR-liðið fellur í sama horf og fyrr í sumar. sport@frettabladid.is 22 > Við vorkennum ... .... Bjarka Gunnlaugssyni, sem var ekki búinn að vera heill heilsu nema í rúmar þrjár vikur er hann meiddist aftur í leiknum gegn Val í gær. Sorglegri meiðslasaga en sú sem Bjarki hefur átt í er vandfundin og það er fyrir löngu orðið ljóst að það á hreinlega ekki af honum að ganga. Forráðamenn Lyon senda skýr skilaboð til forráðamanna Chelsea: FÓTBOLTI Jean-Michel Aulas, for- seti franska stórveldisins Lyon, segir að helsta stjarna liðsins, miðjumaðurinn Michael Essien, verði ekki seldur til Chelsea þrátt fyrir að Roman Abramovich sé reiðubúinn að greiða fúlgur fjár fyrir landsliðs- manninn frá Ghana. Lyon hafn- aði nýlega tilboði Chelsea upp á 16,75 milljónir punda og segir Aulas að því hefði einnig verið hafnað þótt fjárhæðin hefði farið yfir 20 milljónir punda. „Essien og einnig Mahamadou Diarra og Juninho verða áfram með Lyon á næsta ári. Ég hef alltaf sagt það og það mun ekki breytast. Það hefur heyrst margs konar óþægilegur orðrómur fyr- ir mig að undanförnu og nú vill ég binda endi á hann,“ sagði fokvondur Aulas við franska fjölmiðla í gær. Aulas segir að hann og Gerard Houllier, nýráðinn knattspyrnu- stjóri félagsins, séu sammála um að byggja eigi liðið í kringum Essien. „Ég staðfesti það hér með að okkar bestu leikmenn eru ekki á förum. Að halda þeim öll- um gerir lið okkar sterkara en það var í fyrra og það er ætlun okkar,“ sagði Aulas en hann og Houllier gengu frá kaupum á norska landsliðsmanninum John Carew í gær fyrir fimm milljón- ir punda. fii› muni› ekki fá Essien í sumar „Mér líst mjög vel á að fara aftur í úr- valsdeildina. Fulham er gott félag sem hefur metnað til þess að vera ofarlega í deildinni. Ég ætla að sýna og sanna að ég get staðið mig í úrvalsdeild- inni,“ sagði Heiðar Helguson, sem er einn af þremur íslensk- um leikmönnum í ensku úrvals- deilinni, en fyrir eru Eiður Smári Guðjohnsen hjá Chelsea og Hermann Hreiðarsson hjá Charlton. Heiðar lék með liði Watford í rúm fimm ár, en hann gekk til liðs við félagið frá Lilleström í Noregi fyrir eina og hálfa milljón punda. Heiðar var í miklum metum hjá stuðningsmönnum Watford, en miklar umræður fara þar fram um hversu frábærlega Heiðar reyndist félag- inu á ferli sínum hjá því. „Tím- inn hjá Watford var virki- lega ánægjulegur. Ég kom til þeirra eftir að hafa spilað í Noregi, og hoppaði beint inn í leik á heimavelli á móti Liverpool og náði að skora.“ Heiðar átti gott tíma- bil á síðustu leiktíð þó félaginu hafi ekki gengið nægilega vel í deildinni. Hann náði að skora tuttugu mörk í deildinni og var án efa besti leikmað- ur liðsins. Heiðar telur að hann geti bætt sig með því að leika í ensku úrvalsdeildinni. „Ég get bætt mig sem knattspyrnumaður og er viss um að gera það hjá Fulham, ef ég verð að spila þar í byrjunarliði eins og ég ætla mér að gera. Það verður gaman að glíma við alla þá frábæru varnarmenn sem eru í úrvalsdeildinni.“ Fulham þurfti að greiða rúmlega eina milljón punda fyrir Heiðar, en nokkur úrvalsdeildarfélög föluðust eftir að fá hann til sín. „Ray Lewington, sem var þjálfari hjá Watford, er kominn til starfa hjá Fulham og það var óneitanlega kostur að vera með mann þar sem maður þekkir af góðu einu.“ DALVÍKINGURINN HEIÐAR HELGUSON: GENGINN TIL LIÐS VIÐ ÚRVALSDEILDARLIÐ FULHAM Ætla a› standa mig í úrvalsdeildinni LA N DS BA N K AD EI LD IN HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 25 26 27 28 29 30 31 Þriðjudagur MAÍ ■ ■ LEIKIR  19.00 Víkingur Ó. og KR mætast í Ólafsvík í Landsbankadeild kvenna.  19.00 Stjarnan mætir ÍBV í Garðabæ í Landsbankadeild kvenna.  20.00 FH mætir Breiðablik í Kaplakrika í Landsbankadeild kvenna.  20.00 KR mætir Val í Frostaskjóli í Landsbankadeild kvenna. ■ ■ SJÓNVARP  17.05 Olíssport á Sýn.  18.20 Landsbankadeildin á Sýn. Útsending frá leik Vals og KR.  20.00 Stjörnugolf 2005 á Sýn. Mót sem var haldið fyrir skemmstu til styrktar MND-félaginu þar sem keppendur voru allir þjóðþekktir einstaklingar.  21.00 Toyota-mótaröðin á Sýn. Sýnt frá Ostamótinu sem fram fór 25.-26. júní.  22.00 Olíssport á Sýn.  23.15 US PGA Tour á Sýn. KR-ingar voru kjöldregnir Öflugt og skemmtilegt li› Vals vann stórsigur á lélegu KR-li›i í gær, 3-0. Valur var betri allan leikinn og hef›i geta› sigra› stærra. FÓTBOLTI Það var aðeins eitt lið á vellinum í fyrri hálfleik – Valur. Heimamenn mættu miklum mun grimmari til leiks og höfðu greini- lega lært sína lexíu í síðasta stór- leik gegn FH. Þeir sóttu af mikl- um mætti frá byrjun og Guð- mundur Benediktsson skoraði eft- ir rúma mínútu. Baldur Aðal- steinsson sprengdi upp vörn KR- inga og það hjálpaði lítið að eng- inn skyldi sjá sér fært að dekka Guðmund í teignum sem skoraði auðveldlega. Valsmenn höfðu alltaf frum- kvæðið, voru grimmari í alla bolta, létu boltann ganga vel á milli sín á meðan varnar- og sókn- arleikur KR var hvorki fugl né fiskur. Matthías Guðmundsson kom Val í 2-0 eftir að vörn KR hafði hrunið eins og spilaborg eins og oft í hálfleiknum. Vesturbæingar pirruðust við mótlætið og byrjuðu að brjóta illa af sér og það var hneyksli að Tryggva Bjarnasyni skyldi ekki vera vikið af velli þegar hann traðkaði á Matthíasi um miðjan hálfleikinn. Bjarnólfur var líka á gráu svæði þegar hann kastaði Stefáni Helga frá sér skömmu áður. Valur hefur verið kaflaskipt lið í sumar og því kom það nokkuð á óvart er það pressaði KR í upphafi síðari hálfleiks. Leiknum lauk síð- an formlega á 52. mínútu þegar Matthías skoraði þriðja mark Vals eftir eðalsendingu Guðmundar. Eftir það dó leikurinn. KR gafst upp og Valur hafði það huggulegt en einu færin sem sáust voru þeirra og mátti KR þakka fyrir að tapa ekki stærra. Valur sýndi mikinn karakter í þessum leik eftir tvö töp í röð. Þeir voru þéttir út um allan völl, grimmir og höfðu alllan tímann meiri trú á sigri en KR. Guðmund- ur sýndi snilldartilþrif, Matthías kláraði færin og Baldur gladdi augað er hann lék sér að hinum unga Gunnar Kristjánssyni. Um lið KR í þessum leik er eitt orð – sorglegt. Varnarleikur liðs- ins var hreinasta hörmung og ekki var sóknarleikurinn skárri en KR skapaði ekki eitt færi allan leikinn og er eflaust ansi langt síðan það gerðist. Það er eitthvað mikið að hjá Vesturbæjarrisanum og þeir verða að taka sig verulega saman í andlitinu ef þeir vilja fá eitthvað út úr sumrinu. „Við vorum miklu sterkari all- an leikinn og áttum ekki í neinum vandræðum með KR í dag,“ sagði Valsarinn Guðmundur Benedikts- son sem fór oft illa með sína gömlu félaga en honum fannst lít- ið mál að spila gegn sínum gömlu félögum. Magnús Gylfason, þjálfari KR, var brúnaþungur í leikslok. „Vals- menn voru miklu betri í dag en við vorum greinilega ekki tilbúnir í verkefnið. Þetta var að mínu mati fyrsti leikurinn í sumar þar sem við vorum miklu verri aðil- inn. Þess vegna endar þetta svona illa.“ henry@frettabladid.is 3-0 Valsvöllur, áhorf: 950 Ólafur Ragnarsson (x) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 8–6 (4–2) Varin skot Kjartan 2 – Kristján 1 Horn 1–2 Aukaspyrnur fengnar 19–14 Rangstöður 6–3 1–0 Guðmundur Benediktsson (2.) 2–0 Matthías Guðmundsson (20.) 3–0 Matthías Guðmundsson (52.) Valur KR *MAÐUR LEIKSINS KR 4–2–3–1 Kristján 5 Jökull 5 Gunnar E. 3 Tryggvi 3 Gunnar K. 3 Bjarnólfur 4 Sigurvin 6 Grétar 4 Bjarki 5 (37. Gestur 3) Garðar 4 (75. Bjarni Þ. –) Rógvi 4 VALUR 4–4–2 Kjartan 7 Steinþór 7 Atli Sveinn 7 Grétar 7 Bjarni 7 (81. Kristinn –) Baldur 8 (72. Sigurður –) Sigurbjörn 7 Stefán Helgi 7 Sigþór 5 *Guðmundur 8 (75. Garðar –) Matthías 8 HOULLIER OG AULAS Ætla sér stóra hluti með Lyon á næstu leiktíð. BJARNÓLFUR TÆPUR Leikur Vals og KR í gær var á köflum hreinlega grófur. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.