Fréttablaðið - 28.06.2005, Síða 40

Fréttablaðið - 28.06.2005, Síða 40
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Lífsaugað Þriðjudagskvöld 22-24 Mikil eftirspurn er eftir svonaefni og því svörum við að sjálf- sögðu með viðeigandi framboði. Eitthvað á þessa leið mælti sjón- varpsstjóri þegar hann gerði stoltur grein fyrir þeim hæðum sem einka- stöðvar hafa nú náð með samningum við Leikstrákaveldið eða Playboy. Þjóðin tekur andköf því enn einni eftirspurninni er fullnægt með glæsilegu framboði og um mann fer hrollur yfir þeim mikla metnaði sem einkennir slíka dagskrárgerð. OG NÚ ná „rannsóknarblaðamenn“ nýjum hæðum við vinnu sína. Starf- ið felst í því að sitja fyrir þekktum landsmönnum – helst þegar þeir halda að þeir njóti einkalífs. Það felst líka í því að hlusta á raunir ör- væntingarfullra einstaklinga sem eru viti sínu fjær af sorg og óham- ingju eftir persónulegar hremming- ar – hlusta, skrifa hjá sér og birta. Starfið felst líka stundum í því að færa í stílinn, teygja orð og toga, selja uppblásin orð. Enginn stenst stækkunarglerið og síst hefði maður áhuga á að sjá svo nákvæmar sögur af einkalífi einstakra ritstjóra eins og sést hafa undanfarið um fólk sem stendur á krossgötum í lífi sínu. Stundum þurfa blaðamenn að hafa þrek til þess að þegja líkt og þeir þurfa að þora þegar aðrir þegja, eins og slagorðið segir. BARNAHÓPURINN stækkar sem horfir opinberlega á fyrirmynd- ir sínar og forsjármenn dregna tjöruborna og fiðraða í gegnum for- arsvað slúðurblaða. Þessi börn sækja ekki rétt sinn til einkalífs – jafnvel þótt starfandi sé umboðs- maður barna. Slorblaðasnápar og papparassar starfa á stundum í skjóli þess að fórnarlömb þeirra eru oftar en ekki minni máttar og krefj- ast ekki friðhelgi fyrir dómstólum. NÝLEGA gekk ungt par í það heila- ga í faðmi sinna nánustu. Brúðurin stóð í óþarfa samningaviðræðum við Blaðrað og bullað um að blaðið léti í friði þessa heilögu einkaathöfn. Tókst það eftir talsvert þóf. Íslensk blaðamannastétt er skipuð fagfólki með metnað og ábyrgð. Meðal þeirra starfa þó nokkrar slúðurskjóður frá Leiti sem færi betur að sitja áfram við eldhúsborðið yfir sterku kaffi og öskubakka og súpa sínar hveljur sín- ar þar. Það vilja þær þó alls ekki gera þar sem þær telja sig vera að anna mikilvægri eftirspurn. BAKÞANKAR KRISTÍNAR HELGU GUNNARSDÓTTUR Eftirspurnin

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.