Fréttablaðið - 07.07.2005, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 07.07.2005, Blaðsíða 8
1 Í hvaða breska fyrirtæki hefur Lyf ogheilsa keypt 70 prósenta hlut? 2 Hvaða stofnun ætlar að gera úttekt á að-gerðum hér á landi gegn peningaþvætti? 3 Hvar verða ólympíuleikarnir haldnir árið2008? SVÖRIN ERU Á BLS. 42 VEISTU SVARIÐ? 8 7. júlí 2005 FIMMTUDAGUR Árás á hindúamusteri í Uttar Pradesh: Sex uppreisnarmenn skotnir INDLAND, AP Sex íslamskir upp- reisnarmenn týndu lífi í umsátri eftir að hafa ráðist inn í hindúamusteri á Norður-Indlandi í fyrradag. Einn þeirra beið bana þegar hann sprengdi sig í loft upp til að rjúfa stálhlið sem lokaði musterið af. Hinir fimm réðust þá til inn- göngu og voru komnir í um fimm- tíu metra fjarlægð frá helgasta dómi musterisins þegar öryggis- verðir skutu þá til bana. Langvinnar deilur hafa staðið um musterið sem er í borginni Ayodhya í Uttar Pradesh hérað- inu. Árið 1992 sprengdu hindúar upp mosku frá 16. öld og hrintu þannig af stað ofbeldisfullum trú- ardeilum í borginni sem hafa skil- ið tvö þúsund manns eftir í valn- um. Hindúaleiðtogar halda fram að moskan hafi verið reist á rúst- um helgs hindúamusteris og að þetta sé fæðingarstaður Rams, eins heilagasta guðs hindúa. Múslimar segja hins vegar enga sönnun fyrir þessu. Deilan er enn fyrir indverskum dómstólum. Þrír öryggisverðir særðust í árásinni en enginn lést úr þeirra röðum. ■ Flutningur opinberra verkefna út á land: Frumkvæ›i nor›anmanna gott fordæmi RÍKISSTÖRF Stjórn Kaupfélags Ey- firðinga hefur lýst sig tilbúna til að veita hundruðum milljóna króna til að fjölga opinberum störfum, og störfum almennt, á Akureyri. Viðræður eru hafnar á milli KEA og iðnaðarráðuneyt- isins um hugsanlegan flutning stofnana og verkefna ráðuneyt- isins til Akureyrar og í næstu viku ræða forsvarsmenn KEA við Árna M. Mathiesen sjávarút- vegsráðherra um flutning opin- berra verkefna til Akureyrar. Valgerður Sverrisdóttir, iðn- aðar- og viðskiptaráðherra, seg- ir frumkvæði stjórnar Kaupfé- lags Eyfirðinga afar áhugavert og skapi gott fordæmi. „Mér vit- anlega hefur félag í eigu al- mennings ekki áður boðist til að koma að fjármögnun á flutningi opinberra starfa frá höfuðborg- arsvæðinu og út á land. Kostn- aður við flutninginn hefur í gegnum tíðina haft letjandi áhrif á ríkið og þótt ýmislegt takmarki slíkan flutning þá eru hugmyndir KEA mjög áhuga- verðar og ég fer betur yfir þau tækifæri sem í stöðunni eru með forsvarsmönnum félagsins,“ segir Valgerður. - kk Hugmyndir um ni›- urrif húsnæ›is Vistors Í Gar›abæ eru uppi hugmyndir um a› rífa hús lyfjafyrirtækisins Vistor til a› r‡ma fyrir stækkun mi›bæjarins. Minnihlutinn vill a› tillögur flessa efnis ver›i nú flegar lag›ar á hilluna. Vistor vill ekki færa sig um set. BÆJARMÁL Lögfræðistofa lyfjafyr- irtækisins Vistor í Garðabæ hefur sent bæjaryfirvöldum þar bréf vegna hugmynda Klasa hf. um að rífa hús fyrirtækisins og byggja íbúðir og verslanir. Bæjarstjórn gerði í apríl samning við Klasa hf. um að þróa deiliskipulag fyrir miðbæinn og gerir tillaga fyrir- tækisins sem lögð var fram á dög- unum ráð fyrir útvíkkun miðbæj- arins í átt að Hafnarfjarðarvegi og þar með yfir lóð Vistors. „Í bréfinu fóru þeir fram á að Garðabær felldi út úr skipulags- hugmyndum sínum að húsið verði fjarlægt. Þeir tala um það í þessu bréfi að ekkert samráð hafi verið haft við þá um þetta mál, þetta er mjög ankannalegt,“ segir fulltrúi minnihlutans Einar Sveinbjörns- son. Á bæjarráðsfundi á þriðjudag lagði Einar til að hugmyndir um að stækka miðbæinn í átt að Hafnar- fjarðarvegi yrðu nú þegar lagðar á hilluna. „Þessi hugmynd gengur bara alls ekki upp ef að Vistor vill vera þarna áfram og ég skil það vel, þeir eru í framtíðarhúsnæði og með 110 starfmenn,“ segir Ein- ar. Tillaga hans var felld með tveimur atkvæðum gegn einu. Formaður bæjarráðs, Erling Ásgeirsson, vill gefa Klasa vinnu- frið en fyrirtækið á að skila skipu- lagstillögum í árslok. „Þessi til- laga nær aldrei fram að ganga nema með fullu samráði við Vistor,“ segir Erling. „Þetta er stormur í vatnsglasi. Hugmyndir að breytingu á Vistor reit er al- gjörlega á ábyrgð Klasa og háð samningum við Vistor, bæjarráði að meinalausu, nái það ekki fram að ganga. Bæjarráð Garðabæjar vill alls ekki reka Vistor úr bæn- um, það er af og frá. Þar af leið- andi tel ég að þessi bókun Einars sé ótímabær og til þess að gera málið tortryggilegt,“ segir Erling. Hreggviður Jónsson, forstjóri Vistor, segir að fyrirtækið sé ekki tilbúið til að færa sig um set. „Okkur líður mjög vel þarna og erum með lóð sem gefur okkur tækifæri á stækkun.“ Hann segist ekki hafa miklar áhyggjur af til- lögum Klasa enda séu þær ein- ungis á hugmyndastigi og á kynn- ingarfundum með bæjarbúum hafi ekki verið tekið vel í þær. „Ég held að það gefi auga leið að ef bæjarbúar eru neikvæðir gagn- vart þessu fer þetta ekki í gegn. Við sendum bréfið einungis vegna þess að verið var að kynna breyt- ingarnar og óskað eftir athuga- semdum. Við vorum bara að minna á okkur,“ segir Hreggviður. rosag@frettabladid.is Mannréttindi í Evrópu: Sk‡rsla ger› um Ísland MANNRÉTTINDI Mannréttindafull- trúi Evrópuráðsins, Alvaro Gil- Robles, lauk í gær þriggja daga opinberri heimsókn hér á landi. Hann mun skrifa skýrslu um stöðu mannréttinda á Íslandi sem kynnt verður fyrir ráð- herranefnd og þingi Evrópuráðs- ins í september. Fulltrúinn hitti forystumenn verkalýðshreyfing- arinnar og ýmissa félagasam- taka, umboðsmann Alþingis og ráðherra meðan hann staldraði hér við. Hann kynnti sér einnig íslensk fangelsi og móttökustöð fyrir hælisleitendur. - rsg Menntaskólinn Hraðbraut: Fyrsta útskriftin MENNTAMÁL Menntaskólinn Hraðbraut útskrifar fyrstu stúdentana á laugardag en skól- inn hóf störf árið 2003 og býður upp á nám til stúdentsprófs á tveimur árum. Nemendur í fyrsta útskriftarárgangnum eru 36 en skólinn hefur vaxið hratt og munu 140 nemendur hefja nám í skólanum næsta haust. „Þetta hefur tekist frábærlega vel. Nemendur eru ánægðir, en námið er auðvitað erfitt, það er ekkert hægt að neita því,“ segir Ólafur Haukur Johnson skóla- stjóri Menntaskólans Hrað- braut. - rsg Samfylkingin Akureyri: Loka› prófkjör SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR Stjórn Samfylkingarinnar á Akureyri hefur ákveðið að efna til próf- kjörs á meðal um 800 félags- manna vegna sveitarstjórnar- kosninganna á næsta ári. Jón Ingi Cesarsson, formaður stjórn- arinnar, segir að stefnt sé að bindandi prófkjöri fyrir fjögur efstu sætin og þau sæti skiptist jafnt á milli kynja. „Vegna sam- einingarkosninganna í haust er ekki hægt að hafa prófkjörið fyrr en síðla nóvembermánaðar en líklega verður um póstkosn- ingu að ræða og opinn kjörstað síðasta daginn sem skila ber at- kvæðum.“ - kk Hagstofa Íslands: Gistinóttum fjölgar FERÐAÞJÓNUSTA Um fimm prósent aukning hefur orðið á gistinótt- um á hótelum landsins það sem af er árinu miðað við síðasta ár. Þá töldust gistinætur alls 82.550 talsins en eru nú 86.680. Fjölgaði þeim hvað mest á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum eða um 18 prósent en aðeins 13 prósent á Austur- landi og 11 prósent fyrir norðan land. Mest fjölgunin er vegna Íslendinga sem gista oftar á heilsárshótelum en áður var en erlendum ferðamönnum fjölgar þó einnig lítillega. - aöe UPPREISNARMAÐUR LIGGUR Í VALNUM Hatrammar deilur hafa staðið í áraraðir milli hindúa og múslima um yfirráð yfir helgum stað í borginni Ayodhya. IÐNAÐAR- OG VIÐSKIPTARÁÐHERRA Val- gerður segist afar ánægð með hvernig starfsemi KEA hefur verið að þróast og hversu mikill kraftur sé í starfseminni. GARÐABÆR „Stormur í vatnsglasi,“ segir formaður bæjarráðs um deilurnar. LEIÐRÉTTING Rangt var farið með nafn Hreiðars Hermannssonar í frétt blaðsins í gær. Hann var þar ranglega nefndur Heiðar og er beðist velvirðingar á því. HÓTEL GEYSIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.