Fréttablaðið - 07.07.2005, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 07.07.2005, Blaðsíða 10
7. júlí 2005 FIMMTUDAGUR Malarflutningabifreið valt á Siglufirði: Mildi a› ekki hlaust af stórslys ÓHAPP Fulllestuð mannlaus malar- flutningabifreið rann stjórnlaust niður brekku á Siglufirði í fyrra- dag; fór fram af steyptum vegg og stöðvaðist á hvolfi á húsvegg. Lögreglan á Siglufirði segir mildi að ekki hafi orðið slys á fólki en börn eru oft að leik á þeim stað þar sem bifreiðin hafnaði. Malarflutningabifreiðin var í gangi þegar hún rann af stað en talið er að handbremsa hafi gefið sig. Ökumaðurinn reyndi að kom- ast inn í bifreiðina eftir að hún fór af stað en varð frá að hverfa sök- um þess hve mikill hraði var á bif- reiðinni. Húsið sem bifreiðin stöðvaðist á skemmdist nokkuð en það er einkum notað til sumardvalar og var mannlaust. Gatan sem malarflutningabif- reiðin valt fram af ber við mæni húsanna neðan götunnar. Íbúarnir hafa þrýst á bæjaryfirvöld um að vegrið verði sett á götuna til varn- ar því að þeir fái ökutæki inn á gólf hjá sér og segir lögreglan að íbúum næstu húsa hafi brugðið mjög við óhappið. - kk Farartæki yfir löglegri hæð í Hvalfjarðargöngum: Hafa valdi› tugmilljóna tjóni TJÓN „Því miður er það allt of al- gengt að keyrt sé undir burðar- bita í Hvalfjarðargöngunum og frá opnun ganganna hefur tjónið numið af þeim völdum tugum milljóna,“ segir Atli Rúnar Hall- dórsson sem vinnur að kynning- armálum fyrir Spöl. „Ástandið var mjög slæmt á tímabili, en mánuðina desember- janúar sl. voru sjö tilvik þar sem skemmdir voru unnar vegna ólöglegrar hæðar. Eftir þær hremmingar ákvað Spölur að senda út fréttatilkynningu til flutningafyrirtækja, alþingis- manna og fjölmiðla þar sem þetta vandamál var reifað. Við bentum meðal annars á að viður- lög eru óvenju lág hérlendis mið- að við það sem gerist erlendis. Viðurlögin hafa ekki hækkað en ástandið hefur skánað. Myndavélakerfið er orðið svo gott hjá okkur að það telst til undantekninga ef ekki næst í brotavald. Þrátt fyrir að ástandið hafi skánað er vandinn fjarri því horfinn. Það eru ekki nema nokkrir dagar frá síðasta til- viki.“ -íös Nýtt bryggjuhverfi í Reykjavík: Slippurinn ver›ur menningarsvæ›i SKIPULAGSMÁL Nýtt bryggjuhverfi mun rísa á slippasvæðinu við Mýrargötu í Vesturbæ Reykjavík- ur árið 2010. „Við erum að fara að endurskipuleggja allt svæðið og byggja fimm hundruð nýjar íbúð- ir. Þarna verður blanda af íbúðum og atvinnustarfsemi, veitinga- staðir og fiskmarkaður. Vonandi verður iðandi mannlíf á bryggjun- um, þannig að Reykvíkingar end- urheimti þetta nána samband við sjóinn,“ segir Dagur B. Eggerts- son, formaður skipulagsráðs borgarinnar, en hann er einnig í stjórn stýrihóps Mýrargötu- slippasvæði verkefnisins. Í vor voru haldnir kynningar- fundir á svæðinu um hverfið og nú er verið að vinna að nákvæm- ari áætlun að því í deiluskipulagi borgarinnar. „Fyrst þarf að flytja slippinn, hreinsa svæðið upp og setja Mýr- argötu í stokk. Við höfum áætlað að þetta taki tvö til þrjú ár, að fyrstu íbúarnir flytji inn 2008 eða 9. Þetta getur orðið gríðarlega skemmtilegt svæði,“ segir Dagur. Borgaryfirvöld sjá fyrir sér að hverfið verði framlenging á menningarsvæðinu í miðborginni, en á svæðinu verður einnig smá- bátaútgerð og önnur hafnarstarf- semi. - rsg HAFNAÐI Á HÚSINU Fulllestuð vó malarflutningabifreiðin um 25 tonn og að mati eigandans er hún ónýt eftir óhappið. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S K LEYFILEG HÆÐ AFTANÍVAGNA Ekki er leyfilegt að aka um Hvalfjarðargöngin með farartæki sem er hærra en 4,2 metrar. BRYGGJUHVERFIÐ Smábátaútgerð verður innan um veitingastaði og íbúðarhúsnæði. TILLAGA AÐ RAMMASKIPULAGI Mýrargata leggur þvert í gegnum hverfið en hún verður lögð í stokk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.